Hafa yfirfarið ríflega átta þúsund skjálfta síðan í lok janúar Sylvía Hall skrifar 9. apríl 2020 21:30 Vísindamenn telja að þrjú innskot hafi orðið á árinu. vísir/vilhelm Vísindaráð almannavarna fór yfir stöðu mála vegna landriss og jarðskjálftavirkni á Reykjanessskaga á fjarfundi í gær. Þar var meðal annars farið yfir skjálftavirkni undanfarna mánuði, en skjálftahrina á Reykjanesskaga frá því í lok janúar er sú mesta frá upphafi mælinga. Á vef almannavarna kemur fram að þensla vegna kvikuinnskotsins mælist frá því um miðjan febrúar og fram í fyrstu vikuna í mars. Þessi mynd hafi svo skýrst betur þegar unnið var úr GPS mælingum Háskólans sem ekki eru beintengdar vöktunarkerfinu. Líkan staðsetur kvikuinnskotið á um 8 til 13 kílómetra dýpi, sem er líklega við botn jarðskorpunnar. Það er talsvert meira dýpi en kvikuinnskotin tvö við Þorbjörn. Á sama tíma mældist jarðskjálftavirkni á svipuðum slóðum sem er líklega til marks um spennubreytingar í jarðskorpunni í kring. Þá mælist enn landris með miðju vestan við Þorbjörn og nemur landsrisið um tíu sentimetrum frá því í lok janúar. Þann 26. janúar var lýst yfir óvissustigi vegna landrissins þar sem það þótti óvenju hratt. „Líkön af kvikuinnskoti gefa til kynna sillu á 3-4 km dýpi sem framkallar umtalsverða jarðskjálftavirkni á stóru svæði norðan við Grindavík. Engin merki eru um að kvika sé að færast nær yfirborði,“ segir á vef almannavarna. Mikilvægt að huga að forvörnum vegna jarðskjálfta Vísindamenn telja að þrjú innskot hafi orðið á árinu; það fyrsta 21. janúar til 1. febrúar vestan við Þorbjörn, annað frá 15. febrúar til 7. mars vestast á Reykjanessskaganum og það þriðja 6. mars til dagsins í dag. Jarðskjálftavirkni er enn mikil þó dregið hafi úr stærri skjálftum á Reykjanesskaga. Hjá Veðurstofu Íslandi hafi náttúruvársérfræðingar yfirfarið ríflega átta þúsund skjálfta á svæðinu síðan í lok janúar, sem sé mesta hrina sem mælst hefur á svæðinu frá upphafi mælinga en virknin er mest norðan Grindavíkur. Þá kemur fram í tilkynningunni að langflest hús hér á landi séu byggð þannig þau standist skjálfta sem líklegt þykir að geti orðið. Hætta sé á því að lausir munir fari af stað sé ekki rétt frá þeim gengið og því þurfi að huga að forvörnum vegna jarðskjálfta reglulega. „Besta leiðin til þess að koma í veg fyrir tjón eða líkamsmeiðsl er að ganga vel frá húsgögnum og öðrum innanstokksmunum þannig að þau falli ekki ef jarðskjálfti ríður yfir. Áhrif jarðskjálfta, í hrinu eins og þeirri sem nú gengur yfir, getur gætt á öllum Reykjanesskaga, og er þá höfuðborgarsvæðið ekki undanskilið.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir Vísbendingar um nýtt kvikuinnskot á Reykjanesi GPS mælingar og nánari úrvinnsla á fyrirliggjandi gögnum gefa vísbendingar um nýtt kvikuinnskot vestast á Reykjanesskaganum undir Rauðhólum og Sýrfelli. 2. apríl 2020 20:26 Tveir stórir eftirskjálftar mældust í kvöld Tveir jarðskjálftar mældust um þrjá kílómetra austnorðaustur af Grindavík í kvöld. Sá fyrri mældist klukkan 18:40 og var 3,4 af stærð og sá seinni mældist klukkan 18:42 og var að stærð 3,3 12. mars 2020 20:08 150 skjálftar við Reykjanestá Upp úr hádegi í dag jókst aftur virkni í jarðskjálftahrinu sem verið hefur í gangi nálægt Reykjanestá allt frá 15. febrúar. 4. mars 2020 19:27 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Vísindaráð almannavarna fór yfir stöðu mála vegna landriss og jarðskjálftavirkni á Reykjanessskaga á fjarfundi í gær. Þar var meðal annars farið yfir skjálftavirkni undanfarna mánuði, en skjálftahrina á Reykjanesskaga frá því í lok janúar er sú mesta frá upphafi mælinga. Á vef almannavarna kemur fram að þensla vegna kvikuinnskotsins mælist frá því um miðjan febrúar og fram í fyrstu vikuna í mars. Þessi mynd hafi svo skýrst betur þegar unnið var úr GPS mælingum Háskólans sem ekki eru beintengdar vöktunarkerfinu. Líkan staðsetur kvikuinnskotið á um 8 til 13 kílómetra dýpi, sem er líklega við botn jarðskorpunnar. Það er talsvert meira dýpi en kvikuinnskotin tvö við Þorbjörn. Á sama tíma mældist jarðskjálftavirkni á svipuðum slóðum sem er líklega til marks um spennubreytingar í jarðskorpunni í kring. Þá mælist enn landris með miðju vestan við Þorbjörn og nemur landsrisið um tíu sentimetrum frá því í lok janúar. Þann 26. janúar var lýst yfir óvissustigi vegna landrissins þar sem það þótti óvenju hratt. „Líkön af kvikuinnskoti gefa til kynna sillu á 3-4 km dýpi sem framkallar umtalsverða jarðskjálftavirkni á stóru svæði norðan við Grindavík. Engin merki eru um að kvika sé að færast nær yfirborði,“ segir á vef almannavarna. Mikilvægt að huga að forvörnum vegna jarðskjálfta Vísindamenn telja að þrjú innskot hafi orðið á árinu; það fyrsta 21. janúar til 1. febrúar vestan við Þorbjörn, annað frá 15. febrúar til 7. mars vestast á Reykjanessskaganum og það þriðja 6. mars til dagsins í dag. Jarðskjálftavirkni er enn mikil þó dregið hafi úr stærri skjálftum á Reykjanesskaga. Hjá Veðurstofu Íslandi hafi náttúruvársérfræðingar yfirfarið ríflega átta þúsund skjálfta á svæðinu síðan í lok janúar, sem sé mesta hrina sem mælst hefur á svæðinu frá upphafi mælinga en virknin er mest norðan Grindavíkur. Þá kemur fram í tilkynningunni að langflest hús hér á landi séu byggð þannig þau standist skjálfta sem líklegt þykir að geti orðið. Hætta sé á því að lausir munir fari af stað sé ekki rétt frá þeim gengið og því þurfi að huga að forvörnum vegna jarðskjálfta reglulega. „Besta leiðin til þess að koma í veg fyrir tjón eða líkamsmeiðsl er að ganga vel frá húsgögnum og öðrum innanstokksmunum þannig að þau falli ekki ef jarðskjálfti ríður yfir. Áhrif jarðskjálfta, í hrinu eins og þeirri sem nú gengur yfir, getur gætt á öllum Reykjanesskaga, og er þá höfuðborgarsvæðið ekki undanskilið.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir Vísbendingar um nýtt kvikuinnskot á Reykjanesi GPS mælingar og nánari úrvinnsla á fyrirliggjandi gögnum gefa vísbendingar um nýtt kvikuinnskot vestast á Reykjanesskaganum undir Rauðhólum og Sýrfelli. 2. apríl 2020 20:26 Tveir stórir eftirskjálftar mældust í kvöld Tveir jarðskjálftar mældust um þrjá kílómetra austnorðaustur af Grindavík í kvöld. Sá fyrri mældist klukkan 18:40 og var 3,4 af stærð og sá seinni mældist klukkan 18:42 og var að stærð 3,3 12. mars 2020 20:08 150 skjálftar við Reykjanestá Upp úr hádegi í dag jókst aftur virkni í jarðskjálftahrinu sem verið hefur í gangi nálægt Reykjanestá allt frá 15. febrúar. 4. mars 2020 19:27 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Vísbendingar um nýtt kvikuinnskot á Reykjanesi GPS mælingar og nánari úrvinnsla á fyrirliggjandi gögnum gefa vísbendingar um nýtt kvikuinnskot vestast á Reykjanesskaganum undir Rauðhólum og Sýrfelli. 2. apríl 2020 20:26
Tveir stórir eftirskjálftar mældust í kvöld Tveir jarðskjálftar mældust um þrjá kílómetra austnorðaustur af Grindavík í kvöld. Sá fyrri mældist klukkan 18:40 og var 3,4 af stærð og sá seinni mældist klukkan 18:42 og var að stærð 3,3 12. mars 2020 20:08
150 skjálftar við Reykjanestá Upp úr hádegi í dag jókst aftur virkni í jarðskjálftahrinu sem verið hefur í gangi nálægt Reykjanestá allt frá 15. febrúar. 4. mars 2020 19:27