Versta kreppa í níutíu ár Sylvía Hall skrifar 9. apríl 2020 23:39 Kristalina Georgieva, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Vísir/Getty Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir kórónuveirufaraldurinn hafa haft gríðarlega neikvæð áhrif á hagkerfi heimsins og að við blasi versta kreppu sem heimurinn hefur séð síðan kreppan mikla skall á haustið 1929. Faraldurinn hafi sett allar hagvaxtarspár fyrir árið í uppnám. Þetta segir Kristalina Georgieva, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hún segir spár hafa gert ráð fyrir því að tekjur á hvern íbúa myndu aukast í 160 aðildarríkjum sjóðsins en nú sé gert ráð fyrir samdrætti í 170 aðildarríkjum. Allar spár hafi því snúist á hvolf. „Í raun búumst við því versta efnahagslega ástandi frá kreppunni miklu,“ segir Georgieva. Georgieva segir mögulegt að einhvers konar endurreisn gæti átt sér stað á næsta ári ef hægjast færi á faraldrinum á seinni hluta þessa árs. Hún ítrekaði þó að staðan gæti þó ennþá versnað. „Það er mikil óvissa með framhaldið. Þetta gæti versnað, það fer eftir mörgum breytum, þar á meðal hversu lengi faraldurinn stendur yfir.“ Gæti leitt til mikillar fátæktar Afleiðingar faraldursins eru miklar nú þegar á heimsvísu. Þannig er tíundi hver vinnufær Bandaríkjamaður atvinnulaus eftir að stjórnvöld þar í landi fóru í víðtækar aðgerðir til að sporna gegn útbreiðslu veirunnar og hafa 16,8 milljónir sótt um atvinnuleysisbætur á síðustu þremur vikum. Óttast er að atvinnulausir kunni að vera enn fleiri í raun því margir sem vilja skrá sig á atvinnuleysisskrá hafa átt í erfiðleikum með að ná í gegn í síma eða skrá sig á vefnum. Hér á landi hafa yfir þrjátíu þúsund manns sótt um hlutabætur vegna minnkaðs starfshlutfalls, en flestar umsóknirnar eru úr ferðaþjónustu. Hjálparsamtökin Oxfam hafa varað við því að efnahagsleg áhrif kórónuveirufaraldursins gætu leitt til þess að yfir fátækt á heimsvísu muni aukast. Verstu spár bendi til þess að helmingur jarðarbúa gætu búið við fátækt eftir faraldurinn. Að sögn Georgieva eru þróunarlönd í mestu hættu. Þau gætu fundið hvað mest fyrir efnahagslegum afleiðingum og myndu líklega þurfa gífurlega mikla fjárhagsaðstoð frá öðrum löndum til þess að komast af, jafnvel hundruð milljarða Bandaríkjadala. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Ríflega 30 þúsund manns hafa sótt um hlutabætur Yfir 30 þúsund manns hafa sótt um hlutabætur vegna minnkaðs starfshlutfalls en flestar umsóknirnar eru úr ferðaþjónustunni. Úr atvinnugreininni hafa yfir 12 þúsund manns sótt um bætur og yfir 6 þúsund úr verslun og vöruflutningum. 9. apríl 2020 11:00 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir kórónuveirufaraldurinn hafa haft gríðarlega neikvæð áhrif á hagkerfi heimsins og að við blasi versta kreppu sem heimurinn hefur séð síðan kreppan mikla skall á haustið 1929. Faraldurinn hafi sett allar hagvaxtarspár fyrir árið í uppnám. Þetta segir Kristalina Georgieva, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hún segir spár hafa gert ráð fyrir því að tekjur á hvern íbúa myndu aukast í 160 aðildarríkjum sjóðsins en nú sé gert ráð fyrir samdrætti í 170 aðildarríkjum. Allar spár hafi því snúist á hvolf. „Í raun búumst við því versta efnahagslega ástandi frá kreppunni miklu,“ segir Georgieva. Georgieva segir mögulegt að einhvers konar endurreisn gæti átt sér stað á næsta ári ef hægjast færi á faraldrinum á seinni hluta þessa árs. Hún ítrekaði þó að staðan gæti þó ennþá versnað. „Það er mikil óvissa með framhaldið. Þetta gæti versnað, það fer eftir mörgum breytum, þar á meðal hversu lengi faraldurinn stendur yfir.“ Gæti leitt til mikillar fátæktar Afleiðingar faraldursins eru miklar nú þegar á heimsvísu. Þannig er tíundi hver vinnufær Bandaríkjamaður atvinnulaus eftir að stjórnvöld þar í landi fóru í víðtækar aðgerðir til að sporna gegn útbreiðslu veirunnar og hafa 16,8 milljónir sótt um atvinnuleysisbætur á síðustu þremur vikum. Óttast er að atvinnulausir kunni að vera enn fleiri í raun því margir sem vilja skrá sig á atvinnuleysisskrá hafa átt í erfiðleikum með að ná í gegn í síma eða skrá sig á vefnum. Hér á landi hafa yfir þrjátíu þúsund manns sótt um hlutabætur vegna minnkaðs starfshlutfalls, en flestar umsóknirnar eru úr ferðaþjónustu. Hjálparsamtökin Oxfam hafa varað við því að efnahagsleg áhrif kórónuveirufaraldursins gætu leitt til þess að yfir fátækt á heimsvísu muni aukast. Verstu spár bendi til þess að helmingur jarðarbúa gætu búið við fátækt eftir faraldurinn. Að sögn Georgieva eru þróunarlönd í mestu hættu. Þau gætu fundið hvað mest fyrir efnahagslegum afleiðingum og myndu líklega þurfa gífurlega mikla fjárhagsaðstoð frá öðrum löndum til þess að komast af, jafnvel hundruð milljarða Bandaríkjadala.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Ríflega 30 þúsund manns hafa sótt um hlutabætur Yfir 30 þúsund manns hafa sótt um hlutabætur vegna minnkaðs starfshlutfalls en flestar umsóknirnar eru úr ferðaþjónustunni. Úr atvinnugreininni hafa yfir 12 þúsund manns sótt um bætur og yfir 6 þúsund úr verslun og vöruflutningum. 9. apríl 2020 11:00 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Ríflega 30 þúsund manns hafa sótt um hlutabætur Yfir 30 þúsund manns hafa sótt um hlutabætur vegna minnkaðs starfshlutfalls en flestar umsóknirnar eru úr ferðaþjónustunni. Úr atvinnugreininni hafa yfir 12 þúsund manns sótt um bætur og yfir 6 þúsund úr verslun og vöruflutningum. 9. apríl 2020 11:00