Saka ISIS um fjöldamorðið á fæðingardeildinni Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2020 08:28 Minnst þrír vígamenn réðust á fæðingardeildina. AP/Rahmat Gul Yfirvöld Bandaríkjanna segja vígamenn Íslamska ríkisins hafa gert árás á fæðingardeild í Kabúl í Afganistan í vikunni. Minnst 22 mæður og ljósmæður voru myrtar og tvö ungbörn. Hingað til hafa spjótin beinst að Talibönum en Bandaríkin hafa ýtt undir friðarviðræður á milli ríkisstjórnarinnar og Talibana. Ashraf Ghani, forseti, og ríkisstjórn hans hefur þó gagnrýnt Talibana fyrir að halda árásum sínum til þreytu, þrátt fyrir viðræðurnar og eftir fjöldamorðið á fæðingardeildinni skipaði hann hernum að sækja fram gegn Talibönum. Bandaríkjamenn lýstu því þó yfir í gærkvöldi að ISIS hefði gert árásina og hvatti Ghani til að halda viðræðunum áfram við Talibana. Zalmay Khalilzad, sérstakur erindreki Bandaríkjanna gagnvart Afganistan, sagði í gær að markmið ISIS-liða væri að stöðva viðræðurnar og koma af stað borgarastyrjöld í landinu. Enginn hefur lýst yfir ábyrgðinni á árásinni en ISIS hefur lýst yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás á jarðarför í Nagnarhar þar sem minnst 32. Bandaríkin gerðu friðarsamkomulag við Talibana þann 29. febrúar. Það samkomulag felur í sér brottflutning bandarískra hermanna frá Afganistan og að bæði Talibanar og ríkisstjórn Ghani áttu að sleppa föngum úr haldi. Bandaríkin hafa þrýst á Ghani að hefja einnig viðræður við Talibana. Afganar eru þó ekki sáttir við að hafa ekki fengið að koma að viðræðum Bandaríkjanna og Talibana og segja það hafa grafið verulega undan mögulegri samningsstöðu þeirra. Þá segja þeir Talibana skapa ástand þar sem hryðjuverkahópar þrífast og saka þá um að vinna með öðrum vígahópum. Rather than falling into the ISIS trap and delay peace or create obstacles, Afghans must come together to crush this menace and pursue a historic peace opportunity. No more excuses. Afghans, and the world, deserve better.— U.S. Special Representative Zalmay Khalilzad (@US4AfghanPeace) May 14, 2020 Afganistan Bandaríkin Tengdar fréttir Íbúar Kabúl í losti eftir árás á fæðingardeild Íbúar afgönsku höfuðborgarinnar Kabúl eru harmi slegnir eftir að vígamenn réðust á fæðingardeild sjúkrahúss í gær. Að minnsta kosti tuttugu og fjögur fórust, þar af tvö nýfædd börn. 13. maí 2020 20:00 Drápu ungbörn og mæður í árás á sjúkrahús í Kabúl Tvö ungbörn og ellefu mæður og ljósmæður eru látnar eftir að vígamenn réðust á fæðingardeild sjúkrahúss í Kabúl, höfuðborg Afganistans í dag. Árásarmennirnir eru sagðir hafa verið dulbúnir sem lögreglumenn en þeir voru allir skotnir til bana í klukkustundalöngum skotbardaga í kjölfarið. 12. maí 2020 20:31 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Yfirvöld Bandaríkjanna segja vígamenn Íslamska ríkisins hafa gert árás á fæðingardeild í Kabúl í Afganistan í vikunni. Minnst 22 mæður og ljósmæður voru myrtar og tvö ungbörn. Hingað til hafa spjótin beinst að Talibönum en Bandaríkin hafa ýtt undir friðarviðræður á milli ríkisstjórnarinnar og Talibana. Ashraf Ghani, forseti, og ríkisstjórn hans hefur þó gagnrýnt Talibana fyrir að halda árásum sínum til þreytu, þrátt fyrir viðræðurnar og eftir fjöldamorðið á fæðingardeildinni skipaði hann hernum að sækja fram gegn Talibönum. Bandaríkjamenn lýstu því þó yfir í gærkvöldi að ISIS hefði gert árásina og hvatti Ghani til að halda viðræðunum áfram við Talibana. Zalmay Khalilzad, sérstakur erindreki Bandaríkjanna gagnvart Afganistan, sagði í gær að markmið ISIS-liða væri að stöðva viðræðurnar og koma af stað borgarastyrjöld í landinu. Enginn hefur lýst yfir ábyrgðinni á árásinni en ISIS hefur lýst yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás á jarðarför í Nagnarhar þar sem minnst 32. Bandaríkin gerðu friðarsamkomulag við Talibana þann 29. febrúar. Það samkomulag felur í sér brottflutning bandarískra hermanna frá Afganistan og að bæði Talibanar og ríkisstjórn Ghani áttu að sleppa föngum úr haldi. Bandaríkin hafa þrýst á Ghani að hefja einnig viðræður við Talibana. Afganar eru þó ekki sáttir við að hafa ekki fengið að koma að viðræðum Bandaríkjanna og Talibana og segja það hafa grafið verulega undan mögulegri samningsstöðu þeirra. Þá segja þeir Talibana skapa ástand þar sem hryðjuverkahópar þrífast og saka þá um að vinna með öðrum vígahópum. Rather than falling into the ISIS trap and delay peace or create obstacles, Afghans must come together to crush this menace and pursue a historic peace opportunity. No more excuses. Afghans, and the world, deserve better.— U.S. Special Representative Zalmay Khalilzad (@US4AfghanPeace) May 14, 2020
Afganistan Bandaríkin Tengdar fréttir Íbúar Kabúl í losti eftir árás á fæðingardeild Íbúar afgönsku höfuðborgarinnar Kabúl eru harmi slegnir eftir að vígamenn réðust á fæðingardeild sjúkrahúss í gær. Að minnsta kosti tuttugu og fjögur fórust, þar af tvö nýfædd börn. 13. maí 2020 20:00 Drápu ungbörn og mæður í árás á sjúkrahús í Kabúl Tvö ungbörn og ellefu mæður og ljósmæður eru látnar eftir að vígamenn réðust á fæðingardeild sjúkrahúss í Kabúl, höfuðborg Afganistans í dag. Árásarmennirnir eru sagðir hafa verið dulbúnir sem lögreglumenn en þeir voru allir skotnir til bana í klukkustundalöngum skotbardaga í kjölfarið. 12. maí 2020 20:31 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Íbúar Kabúl í losti eftir árás á fæðingardeild Íbúar afgönsku höfuðborgarinnar Kabúl eru harmi slegnir eftir að vígamenn réðust á fæðingardeild sjúkrahúss í gær. Að minnsta kosti tuttugu og fjögur fórust, þar af tvö nýfædd börn. 13. maí 2020 20:00
Drápu ungbörn og mæður í árás á sjúkrahús í Kabúl Tvö ungbörn og ellefu mæður og ljósmæður eru látnar eftir að vígamenn réðust á fæðingardeild sjúkrahúss í Kabúl, höfuðborg Afganistans í dag. Árásarmennirnir eru sagðir hafa verið dulbúnir sem lögreglumenn en þeir voru allir skotnir til bana í klukkustundalöngum skotbardaga í kjölfarið. 12. maí 2020 20:31