Sorglegt að Bandaríkjamenn fylgi ekki forskriftinni sem þeir kenndu Íslendingum Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. apríl 2020 11:15 Kári Stefánsson á fundi almannavarna í gær. Vísir/Vilhelm Bandaríkin ættu ekki að eiga í neinum vandræðum með að styðjast við sömu aðferðafræði og Íslendingar í baráttunni við kórónuveiruna að mati Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Þvert á móti eru Bandaríkin betur í stakk búin til að skima fyrir veirunni en Íslendingar, þrátt fyrir að þar búi þúsundfalt fleiri en hér á landi. Það sem meira er; aðferðafræði Íslendinga fæddist í Bandaríkjunum og því sé sorglegt að henni skuli ekki fylgt vestanhafs. Árangur Íslendinga í baráttunni við veiruna hefur verið vinsælt umfjöllunarefni hjá mörgum af stærstu fjölmiðlum heims. Eins og Vísir greindi frá í morgun telur bandaríski miðilinn CNN þannig að umheimurinn geti dregið margvíslegan lærdóm af íslensku nálguninni, rétt eins og CNBC sem ræddi við Kára Stefánsson í gær. Þar var áhersla lögð á hina umfangsmiklu skimun sem Íslensk erfðagreining og veirufræðideild Landspítalans hrintu í framkvæmd strax frá fyrstu stigum faraldursins. Er nú svo komið að næstum 38 þúsund sýni hafa verið tekin, sem samsvarar um 11 prósent landsmanna og er það eitt hæsta hlutfall í heiminum. Þáttastjórnendum CNBC lék forvitni á að vita hvort Kári teldi sennilegt að Bandaríkin gætu leikið sama leik, þó svo að þar búi um þúsundfalt fleiri en á Íslandi. Kári sagði það enga hindrun, það ætti jafnvel að vera auðveldara. Bandaríkin búi að gríðarlegum mannauði og öðrum mikilvægum aðföngum sem ættu að gera víðtæka skimun fýsilegan kost í baráttunni við veiruna. „Ef þið mynduð leggja áherslu á þetta þá mynduð þið ekki eiga í vandræðum með að leika sama leik og við,“ segir Kári. Nefnir hann í því samhengi að í fjölmörgum háskólum vestanhafs sé að finna búnað sem hægleika megi sníða að yfirstandandi faraldri. „Þið getið látið háskólana sjá um skimunina, þið getið látið háskólana sjá um að greina gögnin og koma að skipulagningu viðbragða,“ segir Kári. „Já, mannfjöldi Bandaríkjanna er þúsund sinnum meiri en Íslands en þið eruð líklega með fimmþúsundfalt fleiri aðföng en við.“ Það þurfi hins vegar vilja og ákveðni til að framfylgja stefnu sem þessari af alvöru og telur Kári því líklegt að Bandaríkin þurfi að koma sér upp sameiginlegri aðgerðastjórn til að halda utan um baráttuna. Kári segir jafnframt mikilvægt að hafa í huga að aðferðafræði Íslendinga, víðtæk skimun, öflug smitrakning og rík áhersla á sóttkví og einangrun, hafi orðið til í Bandaríkjunum. „Þið kennduð okkur að gera þetta, en hafið ekki verið að styðjast við þetta sjálf,“ segir Kári. „Og það er frekar sorglegt.“ Viðtal Kára við CNBC má sjá í heild sinni hér að ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir CNN segir viðbrögð yfirvalda hér á landi geta kennt umheiminum fjórar lexíur Bandaríski fjölmiðilin CNN tekur Ísland sem dæmi um eitt af fjórum ríkjum sem brugðist hafi rétt við til að stemma stigu við kórónuveirufaraldurinn í viðkomandi ríkjum. Alls telur CNN að læra megi tólf lexíur af viðbrögðum þessara fjögurra ríkja, og þar af á Ísland þriðjung þeirra. 16. apríl 2020 08:49 CNN segir Íslendinga vera í öfundsverðri stöðu Bandarísku fjölmiðlarnir Washington Post og CNN hafa báðir gert skimun Íslendinga fyrir kórónuveirunni að umfjöllunarefni sínu síðastliðinn sólarhring. 2. apríl 2020 10:56 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Bandaríkin ættu ekki að eiga í neinum vandræðum með að styðjast við sömu aðferðafræði og Íslendingar í baráttunni við kórónuveiruna að mati Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Þvert á móti eru Bandaríkin betur í stakk búin til að skima fyrir veirunni en Íslendingar, þrátt fyrir að þar búi þúsundfalt fleiri en hér á landi. Það sem meira er; aðferðafræði Íslendinga fæddist í Bandaríkjunum og því sé sorglegt að henni skuli ekki fylgt vestanhafs. Árangur Íslendinga í baráttunni við veiruna hefur verið vinsælt umfjöllunarefni hjá mörgum af stærstu fjölmiðlum heims. Eins og Vísir greindi frá í morgun telur bandaríski miðilinn CNN þannig að umheimurinn geti dregið margvíslegan lærdóm af íslensku nálguninni, rétt eins og CNBC sem ræddi við Kára Stefánsson í gær. Þar var áhersla lögð á hina umfangsmiklu skimun sem Íslensk erfðagreining og veirufræðideild Landspítalans hrintu í framkvæmd strax frá fyrstu stigum faraldursins. Er nú svo komið að næstum 38 þúsund sýni hafa verið tekin, sem samsvarar um 11 prósent landsmanna og er það eitt hæsta hlutfall í heiminum. Þáttastjórnendum CNBC lék forvitni á að vita hvort Kári teldi sennilegt að Bandaríkin gætu leikið sama leik, þó svo að þar búi um þúsundfalt fleiri en á Íslandi. Kári sagði það enga hindrun, það ætti jafnvel að vera auðveldara. Bandaríkin búi að gríðarlegum mannauði og öðrum mikilvægum aðföngum sem ættu að gera víðtæka skimun fýsilegan kost í baráttunni við veiruna. „Ef þið mynduð leggja áherslu á þetta þá mynduð þið ekki eiga í vandræðum með að leika sama leik og við,“ segir Kári. Nefnir hann í því samhengi að í fjölmörgum háskólum vestanhafs sé að finna búnað sem hægleika megi sníða að yfirstandandi faraldri. „Þið getið látið háskólana sjá um skimunina, þið getið látið háskólana sjá um að greina gögnin og koma að skipulagningu viðbragða,“ segir Kári. „Já, mannfjöldi Bandaríkjanna er þúsund sinnum meiri en Íslands en þið eruð líklega með fimmþúsundfalt fleiri aðföng en við.“ Það þurfi hins vegar vilja og ákveðni til að framfylgja stefnu sem þessari af alvöru og telur Kári því líklegt að Bandaríkin þurfi að koma sér upp sameiginlegri aðgerðastjórn til að halda utan um baráttuna. Kári segir jafnframt mikilvægt að hafa í huga að aðferðafræði Íslendinga, víðtæk skimun, öflug smitrakning og rík áhersla á sóttkví og einangrun, hafi orðið til í Bandaríkjunum. „Þið kennduð okkur að gera þetta, en hafið ekki verið að styðjast við þetta sjálf,“ segir Kári. „Og það er frekar sorglegt.“ Viðtal Kára við CNBC má sjá í heild sinni hér að ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir CNN segir viðbrögð yfirvalda hér á landi geta kennt umheiminum fjórar lexíur Bandaríski fjölmiðilin CNN tekur Ísland sem dæmi um eitt af fjórum ríkjum sem brugðist hafi rétt við til að stemma stigu við kórónuveirufaraldurinn í viðkomandi ríkjum. Alls telur CNN að læra megi tólf lexíur af viðbrögðum þessara fjögurra ríkja, og þar af á Ísland þriðjung þeirra. 16. apríl 2020 08:49 CNN segir Íslendinga vera í öfundsverðri stöðu Bandarísku fjölmiðlarnir Washington Post og CNN hafa báðir gert skimun Íslendinga fyrir kórónuveirunni að umfjöllunarefni sínu síðastliðinn sólarhring. 2. apríl 2020 10:56 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
CNN segir viðbrögð yfirvalda hér á landi geta kennt umheiminum fjórar lexíur Bandaríski fjölmiðilin CNN tekur Ísland sem dæmi um eitt af fjórum ríkjum sem brugðist hafi rétt við til að stemma stigu við kórónuveirufaraldurinn í viðkomandi ríkjum. Alls telur CNN að læra megi tólf lexíur af viðbrögðum þessara fjögurra ríkja, og þar af á Ísland þriðjung þeirra. 16. apríl 2020 08:49
CNN segir Íslendinga vera í öfundsverðri stöðu Bandarísku fjölmiðlarnir Washington Post og CNN hafa báðir gert skimun Íslendinga fyrir kórónuveirunni að umfjöllunarefni sínu síðastliðinn sólarhring. 2. apríl 2020 10:56