Ísland „fullkominn áfangastaður“ fyrir flóttann undan Covid-19 Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2020 11:37 Ferðamenn taka myndir í Vestri-Fellsfjöru sumarið 2019, þegar ný kórónuveira hafði ekki látið á sér kræla. Vísir/Vilhelm Ísland er „fullkominn áfangastaður“ til að komast í skjól undan kórónuveirunni, að mati pistlahöfundar bandarísku Bloomberg-fréttastofunnar, nú þegar opnun landamæra hefur víða verið boðuð á næstu vikum og mánuðum. Hann fer yfir góðan árangur íslenskra heilbrigðisyfirvalda í baráttunni við veiruna og segir að önnur lönd mættu taka sér Ísland til fyrirmyndar í þeim efnum. „Ísland er einn áfangastaður sem nefna má sérstaklega, sem gæti orðið að fullkomnum áfangastað til að komast undan Covid-19. Þessi agnarsmáa eyjaþjóð, hverrar fólksfjöldi telur 360 þúsund, hefur löngum verið þekkt fyrir stórbrotið landslag, norðurljós, hraunhella og bakgrunn sjónvarpsþátta á borð við Game of Thrones,“ skrifar Lionel Laurent, pistlahöfundur Bloomberg og fyrrverandi blaðamaður hjá Reuters-fréttaveitunni og tímaritinu Forbes, í grein sem birtist á vef Bloomberg í dag. Laurent bendir á að undanfarna mánuði hafi Íslandsumfjöllun á alþjóðlegum vettvangi þó að mestu snúist um viðbrögð landsins við faraldri kórónuveirunnar. Heilbrigðisyfirvöld hafi hlotið mikið lof fyrir að hafa náð að „halda faraldrinum í skefjum án þess að koma á óreiðukenndum og harðneskjulegum lokunum.“ „Frá upphafi faraldursins skar Ísland sig úr hópi flestra Evrópuríkja með því að hafa tilbúna fyrirbyggjandi áætlun og fylgja henni,“ skrifar Laurent. Hann fer þannig yfir víðtækar skimanir heilbrigðisyfirvalda og Íslenskrar erfðagreiningar fyrir veirunni sem hófust strax í febrúar. „Með því að beita sóttkví og smitrakningu sneiddi landið hjá öfgum á báða bóga, þ.e. algjöru útgöngubanni eða einfaldlega að sleppa veirunni lausri (í von um að ná hjarðónæmi). Niðurstaðan er þjóð þar sem aðeins hafa verið staðfest 1802 tilfelli og tíu dauðsföll,“ skrifar Laurent. Sanngjörn skipti Þá bendir hann á fyrirhugaða opnun landsins 15. júní, þar sem ferðalöngum mun standa til boða að gangast undir veirupróf í stað þess að fara í tveggja vikna sóttkví – líkt og stjórnvöld tilkynntu um nú fyrr í vikunni. Laurent leiðir að því líkum að með þessu verði ferðalangar hvattir til að hlaða niður smitrakningarappinu Rakning C-19, sem vakið hefur athygli utan landsteinanna – en virðist þó eftir allt saman ekki hafa valdið neinum straumhvörfum í smitrakningu. „En það virðist sanngjarnt, í ljósi öflugrar persónuverndarlöggjafar í landinu. Í skiptum fyrir þessi tiltölulega léttvægu skilyrði fá gestir að fara um landið, laust við mannmergð, harðar ferðatakmarkanir og andlitsgrímur. Það eru góð skipti,“ skrifar Laurent. „Á meðan önnur lönd eiga í erfiðleikum með að stíga upp úr útgöngubanni, og vilja um leið efla ferðamannaiðnaðin, er tilefni til að fylgjast með Íslandi. Ef lítil eyja hefur burði til að skima, rekja og einangra tilfelli kórónuveiru, og koma ferðamennsku af stað á nokkrum mánuðum, þá er hægt að gera það annars staðar.“ Fyrirhuguð opnun landamæra Íslands vakti strax athygli langt út fyrir landsteinana, þó svo að smáatriðin hafi í mörgum tilfellum skolast til. Fjöldi erlendra miðla hefur til að mynda sagt að kórónuveiruprófin sem munu standa ferðamönnum til boða frá 15. júní verði greidd upp í topp af íslenska ríkinu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu í gær að það yrði þannig allavega til að byrja með. „Eitt af því sem hefur verið rætt er að hún verði gjaldfrjás til að byrja með. Á meðan við erum að afla reynslunnar af því hvernig fyrirkomulagið virkar. En síðan þarf að taka ákvörðun um hvernig framhaldið verður til lengri tíma.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Bókaþjófurinn stal verkunum þeirra: Harðskeyttur þjófur sem kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Sjá meira
Ísland er „fullkominn áfangastaður“ til að komast í skjól undan kórónuveirunni, að mati pistlahöfundar bandarísku Bloomberg-fréttastofunnar, nú þegar opnun landamæra hefur víða verið boðuð á næstu vikum og mánuðum. Hann fer yfir góðan árangur íslenskra heilbrigðisyfirvalda í baráttunni við veiruna og segir að önnur lönd mættu taka sér Ísland til fyrirmyndar í þeim efnum. „Ísland er einn áfangastaður sem nefna má sérstaklega, sem gæti orðið að fullkomnum áfangastað til að komast undan Covid-19. Þessi agnarsmáa eyjaþjóð, hverrar fólksfjöldi telur 360 þúsund, hefur löngum verið þekkt fyrir stórbrotið landslag, norðurljós, hraunhella og bakgrunn sjónvarpsþátta á borð við Game of Thrones,“ skrifar Lionel Laurent, pistlahöfundur Bloomberg og fyrrverandi blaðamaður hjá Reuters-fréttaveitunni og tímaritinu Forbes, í grein sem birtist á vef Bloomberg í dag. Laurent bendir á að undanfarna mánuði hafi Íslandsumfjöllun á alþjóðlegum vettvangi þó að mestu snúist um viðbrögð landsins við faraldri kórónuveirunnar. Heilbrigðisyfirvöld hafi hlotið mikið lof fyrir að hafa náð að „halda faraldrinum í skefjum án þess að koma á óreiðukenndum og harðneskjulegum lokunum.“ „Frá upphafi faraldursins skar Ísland sig úr hópi flestra Evrópuríkja með því að hafa tilbúna fyrirbyggjandi áætlun og fylgja henni,“ skrifar Laurent. Hann fer þannig yfir víðtækar skimanir heilbrigðisyfirvalda og Íslenskrar erfðagreiningar fyrir veirunni sem hófust strax í febrúar. „Með því að beita sóttkví og smitrakningu sneiddi landið hjá öfgum á báða bóga, þ.e. algjöru útgöngubanni eða einfaldlega að sleppa veirunni lausri (í von um að ná hjarðónæmi). Niðurstaðan er þjóð þar sem aðeins hafa verið staðfest 1802 tilfelli og tíu dauðsföll,“ skrifar Laurent. Sanngjörn skipti Þá bendir hann á fyrirhugaða opnun landsins 15. júní, þar sem ferðalöngum mun standa til boða að gangast undir veirupróf í stað þess að fara í tveggja vikna sóttkví – líkt og stjórnvöld tilkynntu um nú fyrr í vikunni. Laurent leiðir að því líkum að með þessu verði ferðalangar hvattir til að hlaða niður smitrakningarappinu Rakning C-19, sem vakið hefur athygli utan landsteinanna – en virðist þó eftir allt saman ekki hafa valdið neinum straumhvörfum í smitrakningu. „En það virðist sanngjarnt, í ljósi öflugrar persónuverndarlöggjafar í landinu. Í skiptum fyrir þessi tiltölulega léttvægu skilyrði fá gestir að fara um landið, laust við mannmergð, harðar ferðatakmarkanir og andlitsgrímur. Það eru góð skipti,“ skrifar Laurent. „Á meðan önnur lönd eiga í erfiðleikum með að stíga upp úr útgöngubanni, og vilja um leið efla ferðamannaiðnaðin, er tilefni til að fylgjast með Íslandi. Ef lítil eyja hefur burði til að skima, rekja og einangra tilfelli kórónuveiru, og koma ferðamennsku af stað á nokkrum mánuðum, þá er hægt að gera það annars staðar.“ Fyrirhuguð opnun landamæra Íslands vakti strax athygli langt út fyrir landsteinana, þó svo að smáatriðin hafi í mörgum tilfellum skolast til. Fjöldi erlendra miðla hefur til að mynda sagt að kórónuveiruprófin sem munu standa ferðamönnum til boða frá 15. júní verði greidd upp í topp af íslenska ríkinu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu í gær að það yrði þannig allavega til að byrja með. „Eitt af því sem hefur verið rætt er að hún verði gjaldfrjás til að byrja með. Á meðan við erum að afla reynslunnar af því hvernig fyrirkomulagið virkar. En síðan þarf að taka ákvörðun um hvernig framhaldið verður til lengri tíma.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Bókaþjófurinn stal verkunum þeirra: Harðskeyttur þjófur sem kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Sjá meira