Kveikt í tveimur flóttamannamóttökum á Lesbos á viku Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2020 22:58 Eldur var kveiktur í húsæði þar sem flóttafólk hélt til á eyjunni Lesbos. AP/Alexandros Michailidis Búið er að kveikja í tveimur flóttamannamóttökum á grísku eyjunni Lesbos á einni viku. Lesbos er skammt frá ströndum Tyrklands og þar halda nú rúmlega 21 þúsund flóttamenn til. Spenna hefur myndast á milli flóttafólksins og heimamanna. Spenna hefur einnig myndast á milli Grikklands og Tyrklands eftir að Tyrkir ákváðu að hætta að stöðva för flóttafólks til Evrópu. Yfirvöld Tyrklands hafa verið sökuð um að hvetja flóttafólk til að fara til Evrópu og jafnvel um að skutla þeim að landamærum Grikklands. Grikkir hafa sent fjölda lögregluþjóna til landamæranna og hafa þeir verið sakaðir um ofbeldi í garð flóttafólks en til átaka hefur komið á milli þeirra. Grikkir hafa þar að auki sakað tyrkneska lögregluþjóna um að skjóta táragasi yfir landamærin og að grískum lögregluþjónum. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, kallaði eftir því í gær að Grikkir opnuðu landamæri sín og leyfðu fólkinu að fara í gegnum landið. Þau ætluðu sér ekki að stoppa í Grikklandi. Tyrkir gerðu samkomulag við forsvarsmenn Evrópusambandsins árið 2016, sem fólst í því að Tyrkir héldu flóttafólki þar í landi í skiptum fyrir fúlgur fjár. Það samkomulag er ekki lengur virkt og báðar fylkingar saka hina um að brjóta gegn skilmálum þess. Viðhorf Grikkja til flóttafólks hefur gerbreyst frá árinu 2015 þegar milljónir flóttamanna reyndu að komast til Evrópu. Margir þeirra strönduðu í Grikklandi og hafa einhverjir haldið þar til í langan tíma. Íbúar bæja og borga við landamæri Grikklands og Tyrklands hafa myndað nokkurs konar varðsveitir og verja nóttum í að leita að flóttafólki sem reynir að lauma sér inn í landið. Eitthvað hefur verið um að heimamenn hafi ráðist á hjálparstarfsmenn og blaðamenn og sakað þá um að hjálpa flóttafólki að komast til grísku eyjanna í Eyjahafi, samkvæmt frétt New York Times. Grikkland Flóttamenn Tengdar fréttir Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13 Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fleiri fréttir Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Sjá meira
Búið er að kveikja í tveimur flóttamannamóttökum á grísku eyjunni Lesbos á einni viku. Lesbos er skammt frá ströndum Tyrklands og þar halda nú rúmlega 21 þúsund flóttamenn til. Spenna hefur myndast á milli flóttafólksins og heimamanna. Spenna hefur einnig myndast á milli Grikklands og Tyrklands eftir að Tyrkir ákváðu að hætta að stöðva för flóttafólks til Evrópu. Yfirvöld Tyrklands hafa verið sökuð um að hvetja flóttafólk til að fara til Evrópu og jafnvel um að skutla þeim að landamærum Grikklands. Grikkir hafa sent fjölda lögregluþjóna til landamæranna og hafa þeir verið sakaðir um ofbeldi í garð flóttafólks en til átaka hefur komið á milli þeirra. Grikkir hafa þar að auki sakað tyrkneska lögregluþjóna um að skjóta táragasi yfir landamærin og að grískum lögregluþjónum. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, kallaði eftir því í gær að Grikkir opnuðu landamæri sín og leyfðu fólkinu að fara í gegnum landið. Þau ætluðu sér ekki að stoppa í Grikklandi. Tyrkir gerðu samkomulag við forsvarsmenn Evrópusambandsins árið 2016, sem fólst í því að Tyrkir héldu flóttafólki þar í landi í skiptum fyrir fúlgur fjár. Það samkomulag er ekki lengur virkt og báðar fylkingar saka hina um að brjóta gegn skilmálum þess. Viðhorf Grikkja til flóttafólks hefur gerbreyst frá árinu 2015 þegar milljónir flóttamanna reyndu að komast til Evrópu. Margir þeirra strönduðu í Grikklandi og hafa einhverjir haldið þar til í langan tíma. Íbúar bæja og borga við landamæri Grikklands og Tyrklands hafa myndað nokkurs konar varðsveitir og verja nóttum í að leita að flóttafólki sem reynir að lauma sér inn í landið. Eitthvað hefur verið um að heimamenn hafi ráðist á hjálparstarfsmenn og blaðamenn og sakað þá um að hjálpa flóttafólki að komast til grísku eyjanna í Eyjahafi, samkvæmt frétt New York Times.
Grikkland Flóttamenn Tengdar fréttir Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13 Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fleiri fréttir Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Sjá meira
Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13
Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21