Spá hressilegri stýrivaxtalækkun á miðvikudag Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. maí 2020 10:46 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og aðrir í peningastefnunefnd ráða ráðum sínum í vikunni. vísir/vilhelm Hagfræðideild Landsbankans áætlar að stýrivextir verði lækkaðir um 1 prósentustig á miðvikudag. Þá gerir hún ráð fyrir að verðbólga fari yfir verðbólgumarkmið í haust og verði orðinn 3,5 prósent í lok árs. Eftir það fari verðbólga aftur lækkandi. Greinendur eru á einu máli um að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni ákveða að lækka stýrivexti á næsta fundi sínum, í ljósi þess gríðarlega samdráttar sem kórónuveiran hefur valdið. Ákvörðunin verður kynnt á miðvikudagsmorgunn og telur fyrrnefnd hagfræðideild Landsbankans að hún muni fela í sér lækkun upp á 1 prósentustig. Eftir þrjár lækkanir á þessu ári upp á alls 1,25 prósentustig eru stýrivextir þegar í sögulegu lágmarki, standa nú í 1,75 prósentum. Mest hefur stýrinefndin ákveðið að lækka stýrivextina um hálft prósentustig í einu, sem hún gerði með viku millibili í mars. Verði spá hagfræðideildarinnar að veruleika er því ljóst að stýrivextir fara niður í 0,75 prósent og óþarft að taka fram að þeir hefðu aldrei verið lægri. Í peningastefnunefnd sitja Ásgeir Jónsson, formaður, Rannveig Sigurðardóttir, Þórarinn G. Pétursson, Katrín Ólafsdóttir og Gylfi Zoëgasi Spáin þeirra gerir jafnframt ráð fyrir að verðbólga muni aukast lítillega á næstu fjórðungum, fari hæst í 3,5 prósent á þriðja fjórðungi. Mikill framleiðsluslaki í hagkerfinu og lítils háttar styrking krónunnar á næsta ári muni svo leiða til þess að verðbólga lækki niður í 2,5 prósent verðbólgumarkmið Seðlabankans á ný undir lok árs. „Seðlabankinn getur lítið aðhafst til að bregðast við verðbóluþrýstingi á næstu mánuðum vegna veikingar krónunnar. Þar hafa vaxtabreytingar engin áhrif. Eins er engin sérstök ástæða að viðhalda jákvæðum vaxtamun við útlönd við núverandi aðstæður af ótta við útstreymi fjármagns erlendra fjárfesta. Veglegur gjaldeyrisforði Seðlabankans getur auðveldlega mætt slíku útflæði ef það skyldi gera vart við sig.“ Hagspá hagfræðideildar Landsbankans má nálgast í heild hér. Seðlabankinn Íslenska krónan Efnahagsmál Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Sjá meira
Hagfræðideild Landsbankans áætlar að stýrivextir verði lækkaðir um 1 prósentustig á miðvikudag. Þá gerir hún ráð fyrir að verðbólga fari yfir verðbólgumarkmið í haust og verði orðinn 3,5 prósent í lok árs. Eftir það fari verðbólga aftur lækkandi. Greinendur eru á einu máli um að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni ákveða að lækka stýrivexti á næsta fundi sínum, í ljósi þess gríðarlega samdráttar sem kórónuveiran hefur valdið. Ákvörðunin verður kynnt á miðvikudagsmorgunn og telur fyrrnefnd hagfræðideild Landsbankans að hún muni fela í sér lækkun upp á 1 prósentustig. Eftir þrjár lækkanir á þessu ári upp á alls 1,25 prósentustig eru stýrivextir þegar í sögulegu lágmarki, standa nú í 1,75 prósentum. Mest hefur stýrinefndin ákveðið að lækka stýrivextina um hálft prósentustig í einu, sem hún gerði með viku millibili í mars. Verði spá hagfræðideildarinnar að veruleika er því ljóst að stýrivextir fara niður í 0,75 prósent og óþarft að taka fram að þeir hefðu aldrei verið lægri. Í peningastefnunefnd sitja Ásgeir Jónsson, formaður, Rannveig Sigurðardóttir, Þórarinn G. Pétursson, Katrín Ólafsdóttir og Gylfi Zoëgasi Spáin þeirra gerir jafnframt ráð fyrir að verðbólga muni aukast lítillega á næstu fjórðungum, fari hæst í 3,5 prósent á þriðja fjórðungi. Mikill framleiðsluslaki í hagkerfinu og lítils háttar styrking krónunnar á næsta ári muni svo leiða til þess að verðbólga lækki niður í 2,5 prósent verðbólgumarkmið Seðlabankans á ný undir lok árs. „Seðlabankinn getur lítið aðhafst til að bregðast við verðbóluþrýstingi á næstu mánuðum vegna veikingar krónunnar. Þar hafa vaxtabreytingar engin áhrif. Eins er engin sérstök ástæða að viðhalda jákvæðum vaxtamun við útlönd við núverandi aðstæður af ótta við útstreymi fjármagns erlendra fjárfesta. Veglegur gjaldeyrisforði Seðlabankans getur auðveldlega mætt slíku útflæði ef það skyldi gera vart við sig.“ Hagspá hagfræðideildar Landsbankans má nálgast í heild hér.
Seðlabankinn Íslenska krónan Efnahagsmál Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Sjá meira