Fjórðungi barna haldið heima þegar mest var Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 16. apríl 2020 22:22 Fjórðungur foreldra leik- og grunnskólabarna í Reykjavík hélt börnum sínum heima þegar kórónuveirufaraldurinn var sem mestur. Skólastjóri segir fleiri nú farna að senda börnin aftur í skóla en hann hefur áhyggjur af líðan barna sem hafa jafnvel ekki mætt í fimm vikur í skólann núna. Þegar líða tók á marsmánuð og faraldurinn fór að breiða úr sér tóku foreldrar margra leik- og grunnskólabarna þá ákvörðun að halda börnum sínum heima. Allt að fjórðungi barna í grunn- og leikskólum Reykjavíkur var að meðaltali haldið heima þegar mest var af ýmsum ástæðum. Börnunum hefur fjölgað í skólunum eftir páska og færri eru heima. „Núna eftir páska hafa heimturnar aðeins verið betri. Þannig að svona samkvæmt okkar talningu í dag þá er svona kannski fimmtán til tuttugu prósent barna sem eru enn þá heima. Við erum núna á fimmtu viku og það eru allavega þrjár vikur í viðbót. Þannig við erum að tala um tveggja mánaða tímabil og barn sem nær ekki að stunda eða koma í skóla í tvo mánuði höfum við mjög miklar áhyggjur af líðan það er augljóst. Við höfum verið í miklu samstarfi við þessi heimili og ætlum að gera það áfram. Það verður stórt verkefni fyrir okkur öll í skólanum að vinna til baka börn sem að kannski eru svolítið týnd nú þegar,“ segir Magnús Þór Jónsson skólastjóri í Seljaskóla. Vísir/HÞ Þá hefur hluti kennara verið í sóttkví meðal annars vegna undirliggjandi sjúkdóma en fimmtán prósent starfsmanna skólanna voru frá vinnu þegar mest var. Magnús segir erfitt að segja til núna nákvæmlega hvernig skólastarfi verði háttað eftir að byrjað verður að aflétta samkomubanninu 4. maí. Ef huga þurfi að reglunni um tvo metra á milli barna og passa að fleiri en fimmtíu börn séu ekki í sama rými þá kemur það til með að hafa veruleg áhrif á skólastarf. „Við munum ekki ná að vera með skipulag eins og á hefðbundnum skóladegi í Seljaskóla ef að hámarksfjöldi barna á einu svæði má vera fimmtíu,“ segir Magnús Þór. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu verður auglýsing um útfærslu á afléttingu aðgerðanna birt eftir helgi. Magnús segir mikilvægt að það sé líka á hreinu hvort að börnum verði skylt í maí að mæta í skólann. „Hvort að menn ætli að tengja núna inn aftur sem sagt skólasóknarreglur, í rauninni lög um skólasókn í landinu, sem gera þá kröfu að fólk sendi þá börnin sín í skólann. Það skiptir mjög miklu máli að það verði alveg svolítið á hreinu áður en að 4. maí kemur,“ segir Magnús Þór. Vísir/HÞ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Samkomubann á Íslandi Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Fjórðungur foreldra leik- og grunnskólabarna í Reykjavík hélt börnum sínum heima þegar kórónuveirufaraldurinn var sem mestur. Skólastjóri segir fleiri nú farna að senda börnin aftur í skóla en hann hefur áhyggjur af líðan barna sem hafa jafnvel ekki mætt í fimm vikur í skólann núna. Þegar líða tók á marsmánuð og faraldurinn fór að breiða úr sér tóku foreldrar margra leik- og grunnskólabarna þá ákvörðun að halda börnum sínum heima. Allt að fjórðungi barna í grunn- og leikskólum Reykjavíkur var að meðaltali haldið heima þegar mest var af ýmsum ástæðum. Börnunum hefur fjölgað í skólunum eftir páska og færri eru heima. „Núna eftir páska hafa heimturnar aðeins verið betri. Þannig að svona samkvæmt okkar talningu í dag þá er svona kannski fimmtán til tuttugu prósent barna sem eru enn þá heima. Við erum núna á fimmtu viku og það eru allavega þrjár vikur í viðbót. Þannig við erum að tala um tveggja mánaða tímabil og barn sem nær ekki að stunda eða koma í skóla í tvo mánuði höfum við mjög miklar áhyggjur af líðan það er augljóst. Við höfum verið í miklu samstarfi við þessi heimili og ætlum að gera það áfram. Það verður stórt verkefni fyrir okkur öll í skólanum að vinna til baka börn sem að kannski eru svolítið týnd nú þegar,“ segir Magnús Þór Jónsson skólastjóri í Seljaskóla. Vísir/HÞ Þá hefur hluti kennara verið í sóttkví meðal annars vegna undirliggjandi sjúkdóma en fimmtán prósent starfsmanna skólanna voru frá vinnu þegar mest var. Magnús segir erfitt að segja til núna nákvæmlega hvernig skólastarfi verði háttað eftir að byrjað verður að aflétta samkomubanninu 4. maí. Ef huga þurfi að reglunni um tvo metra á milli barna og passa að fleiri en fimmtíu börn séu ekki í sama rými þá kemur það til með að hafa veruleg áhrif á skólastarf. „Við munum ekki ná að vera með skipulag eins og á hefðbundnum skóladegi í Seljaskóla ef að hámarksfjöldi barna á einu svæði má vera fimmtíu,“ segir Magnús Þór. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu verður auglýsing um útfærslu á afléttingu aðgerðanna birt eftir helgi. Magnús segir mikilvægt að það sé líka á hreinu hvort að börnum verði skylt í maí að mæta í skólann. „Hvort að menn ætli að tengja núna inn aftur sem sagt skólasóknarreglur, í rauninni lög um skólasókn í landinu, sem gera þá kröfu að fólk sendi þá börnin sín í skólann. Það skiptir mjög miklu máli að það verði alveg svolítið á hreinu áður en að 4. maí kemur,“ segir Magnús Þór. Vísir/HÞ
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Samkomubann á Íslandi Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira