Michael Jordan var ekki með flensu í flensuleiknum fræga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2020 10:00 Michael Jordan í þessum fræga fimmta leik í lokaúrslitum NBA deildarinnar árið 1997 þar sem hann var með 38 stig, 7 fráköst, 5 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Getty/Brian Bahr Michael Jordan bauð upp á margar hetjulegar frammistöður á mögnuðum ferli en hjá mörgum hefur frammistaða hans 11. júní 1997 staðið þar upp úr. Nú er komið í ljós að Michael Jordan var ekki með flensu í flensuleiknum fræga. Mikið var látið með það bæði í aðdraganda leiksins og eftir hann að Michael Jordan var veikur þegar fimmti leikur Chicago Bulls og Utah Jazz fór fram í Utah í lokaúrslitunum um NBA titilinn árið 1997. Staðan var 2-2 í einvíginu eftir tvo sigurleiki Utah Jazz liðsins í röð. Það var flestum ljóst að sigur í fimmta leiknum myndi fara langt með að tryggja liði titilinn en á þessum tíma fékk liðið með heimavallarrétt tvo fyrstu og tvo síðustu leikina en í millitíðinni fóru fram þrír leikir í röð hjá liðinu sem var ekki með heimavallarrétt. Tim Grover, einkaþjálfari Jordan og vinur Jordan, George Koehler, sögðu frá því í „The Last Dance“ þáttunum hvað gerðist í aðdraganda flensuleiksins fræga. Þeir þrír voru með Michael Jordan upp á hótelherbergi kvöldið fyrir fimmta leikinn. Jordan varð þá allt í einu svangur og þeir reyndu að finna veitingarstað sem var opinn. Sá eini sem fannst var pizzastaður í Park City sem er rétt fyrir utan Salt Lake City. Fimm menn komu síðan með pizzuna á hótelherbergið sem Tim Grover þótti skrítið enda var aðeins pöntuð ein pizza. Aðeins Michael Jordan borðaði pizzuna því hinir ákváðu að taka ekki áhættuna. 'Flu Game' will now be known as the 'Food Poisoning Game' pic.twitter.com/SloXKwuw4a— The Association on FOX (@TheAssociation) May 18, 2020 Nokkrum klukkutímum síðar var Jordan kominn sárþjáður í gólfið að drepast í maganum. Hann svaf allan daginn en var ekki tilbúinn að gefa eftir leikinn. Jordan mætti síðan náfölur í leikinn og allur heimurinn fékk að vita það hann væri með flensu. Jordan vildi spila og lagði það meðal annars til að hann yrði að minnsta kosti notaður sem tálbeita eins og hann orðaði það sjálfur. Annað kom á daginn. Eftir mjög dapra byrjun í leiknum þá tók ótrúleg keppnisharka Michael Jordan yfir og hann tók yfir leikinn. Jordan skoraði á endanum 38 stig á 44 mínútum og gerði út um leikinn með stórum körfum í lokin. Jordan var einnig með fimm stoðsendingar og þrjá stolna bolta. Chicago vann leikinn með tveimur stigum og tryggði sér síðan NBA-titilinn á heimavelli í næsta leik. Stuart Scott's "Flu Game" highlight of MJ will always be #TheLastDance pic.twitter.com/5WNVybQktp— SportsCenter (@SportsCenter) May 17, 2020 Jordan skoraði 39 stig í sjötta leiknum sem fór fram aðeins tveimur dögum síðar og hann enn að jafna sig eftir „veikindin“ í Utah. 38,5 stig að meðaltali í tveimur leikjum eftir slæma matareitrun er enn eitt dæmið um hversu magnaður körfuboltamaður Jordan var. Eftir þessar uppljóstranir í „The Last Dance“ þá getur þetta samt varla kallast flensuleikurinn lengur. Jordan fékk augljóslega matareitrun í Utah og nú er það meira spurning hvort það var viljandi eða óviljandi hjá þessum mögulegu stuðningsmönnum Utah Jazz sem ráku pizzastaðinn. NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira
Michael Jordan bauð upp á margar hetjulegar frammistöður á mögnuðum ferli en hjá mörgum hefur frammistaða hans 11. júní 1997 staðið þar upp úr. Nú er komið í ljós að Michael Jordan var ekki með flensu í flensuleiknum fræga. Mikið var látið með það bæði í aðdraganda leiksins og eftir hann að Michael Jordan var veikur þegar fimmti leikur Chicago Bulls og Utah Jazz fór fram í Utah í lokaúrslitunum um NBA titilinn árið 1997. Staðan var 2-2 í einvíginu eftir tvo sigurleiki Utah Jazz liðsins í röð. Það var flestum ljóst að sigur í fimmta leiknum myndi fara langt með að tryggja liði titilinn en á þessum tíma fékk liðið með heimavallarrétt tvo fyrstu og tvo síðustu leikina en í millitíðinni fóru fram þrír leikir í röð hjá liðinu sem var ekki með heimavallarrétt. Tim Grover, einkaþjálfari Jordan og vinur Jordan, George Koehler, sögðu frá því í „The Last Dance“ þáttunum hvað gerðist í aðdraganda flensuleiksins fræga. Þeir þrír voru með Michael Jordan upp á hótelherbergi kvöldið fyrir fimmta leikinn. Jordan varð þá allt í einu svangur og þeir reyndu að finna veitingarstað sem var opinn. Sá eini sem fannst var pizzastaður í Park City sem er rétt fyrir utan Salt Lake City. Fimm menn komu síðan með pizzuna á hótelherbergið sem Tim Grover þótti skrítið enda var aðeins pöntuð ein pizza. Aðeins Michael Jordan borðaði pizzuna því hinir ákváðu að taka ekki áhættuna. 'Flu Game' will now be known as the 'Food Poisoning Game' pic.twitter.com/SloXKwuw4a— The Association on FOX (@TheAssociation) May 18, 2020 Nokkrum klukkutímum síðar var Jordan kominn sárþjáður í gólfið að drepast í maganum. Hann svaf allan daginn en var ekki tilbúinn að gefa eftir leikinn. Jordan mætti síðan náfölur í leikinn og allur heimurinn fékk að vita það hann væri með flensu. Jordan vildi spila og lagði það meðal annars til að hann yrði að minnsta kosti notaður sem tálbeita eins og hann orðaði það sjálfur. Annað kom á daginn. Eftir mjög dapra byrjun í leiknum þá tók ótrúleg keppnisharka Michael Jordan yfir og hann tók yfir leikinn. Jordan skoraði á endanum 38 stig á 44 mínútum og gerði út um leikinn með stórum körfum í lokin. Jordan var einnig með fimm stoðsendingar og þrjá stolna bolta. Chicago vann leikinn með tveimur stigum og tryggði sér síðan NBA-titilinn á heimavelli í næsta leik. Stuart Scott's "Flu Game" highlight of MJ will always be #TheLastDance pic.twitter.com/5WNVybQktp— SportsCenter (@SportsCenter) May 17, 2020 Jordan skoraði 39 stig í sjötta leiknum sem fór fram aðeins tveimur dögum síðar og hann enn að jafna sig eftir „veikindin“ í Utah. 38,5 stig að meðaltali í tveimur leikjum eftir slæma matareitrun er enn eitt dæmið um hversu magnaður körfuboltamaður Jordan var. Eftir þessar uppljóstranir í „The Last Dance“ þá getur þetta samt varla kallast flensuleikurinn lengur. Jordan fékk augljóslega matareitrun í Utah og nú er það meira spurning hvort það var viljandi eða óviljandi hjá þessum mögulegu stuðningsmönnum Utah Jazz sem ráku pizzastaðinn.
NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti