Margt hefur breyst en sem betur fer ekki allt Sigmar Vilhjálmsson skrifar 20. maí 2020 14:01 Það hefur margt breyst í samfélaginu okkar eftir COVID-19 en sem betur fer ekki allt. Í janúar gátum við gert allt sem okkur sýndist, frelsið var framar öllu og allir máttu gera það sem þeim fannst rétt á hverjum tíma. Ferðalög voru skipulögð og landamærin við umheiminn voru ekki til. Innflytjendur matvæla töluðu um frelsi og valkost neytenda og gerðu lítið úr umræðu bænda um mikilvægi fæðuöryggis og hvað þá matvælaöryggis. Eins og hendi var veifað þá kom upp staða í heiminum þar sem allar þjóðir þurftu að standa vörð um fæðuöryggi sinnar þjóðar. Verkefnið snéri að því að halda uppi matvælaframleiðslu þrátt fyrir fjöldatakmarkanir og þá snéru aðgerðir að því að tryggja fyrst og fremst fæðu fyrir þegna hvers lands. Útflutningur var aukaatriði á þessum tímapunkti og innflutningur nánast lagðist af. Íslendingar fundu fyrir þessu og þá sérstaklega í sjávarútvegi. Allar þjóðir litu inn á við. Hér á Íslandi var það sama upp á teningnum innflutningur minnkaði verulega og þjóðin gat reytt sig íslenska bændur og matvælaframleiðendur. Auðvelt er að leiða hugann að því hvernig staðan væri ef við værum háðari innflutningi en raunin er. Ef markaðsumhverfið hér á landi væri eins og blautur draumur innflytjenda þá værum við án efa í erfiðari stöðu sem þjóð. Bara lítið dæmi um það er íslenska krónan og verðlag. Frá því í byrjun Janúar þá hefur Evran hækkað úr 137 kr. upp í 157 kr. Sem þýðir að innfluttar matvörur hefðu hækkað á neytendur um ein 15%. Annað dæmi er sá veikleiki að vera háður innflutningi á nauðsynjavörum. Það er von að við munum og lærum af þessu ástandi. Munum mikilvægi þess að standa vörð um fæðuöryggi þjóðarinnar og lærum af því að þegar öllu er á botninn hvolft þá þurfum við að sjá um okkur sjálf. Höfundur er talsmaður FESK, Félags eggja-, svína- og kjúklingabænda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Vilhjálmsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landbúnaður Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Það hefur margt breyst í samfélaginu okkar eftir COVID-19 en sem betur fer ekki allt. Í janúar gátum við gert allt sem okkur sýndist, frelsið var framar öllu og allir máttu gera það sem þeim fannst rétt á hverjum tíma. Ferðalög voru skipulögð og landamærin við umheiminn voru ekki til. Innflytjendur matvæla töluðu um frelsi og valkost neytenda og gerðu lítið úr umræðu bænda um mikilvægi fæðuöryggis og hvað þá matvælaöryggis. Eins og hendi var veifað þá kom upp staða í heiminum þar sem allar þjóðir þurftu að standa vörð um fæðuöryggi sinnar þjóðar. Verkefnið snéri að því að halda uppi matvælaframleiðslu þrátt fyrir fjöldatakmarkanir og þá snéru aðgerðir að því að tryggja fyrst og fremst fæðu fyrir þegna hvers lands. Útflutningur var aukaatriði á þessum tímapunkti og innflutningur nánast lagðist af. Íslendingar fundu fyrir þessu og þá sérstaklega í sjávarútvegi. Allar þjóðir litu inn á við. Hér á Íslandi var það sama upp á teningnum innflutningur minnkaði verulega og þjóðin gat reytt sig íslenska bændur og matvælaframleiðendur. Auðvelt er að leiða hugann að því hvernig staðan væri ef við værum háðari innflutningi en raunin er. Ef markaðsumhverfið hér á landi væri eins og blautur draumur innflytjenda þá værum við án efa í erfiðari stöðu sem þjóð. Bara lítið dæmi um það er íslenska krónan og verðlag. Frá því í byrjun Janúar þá hefur Evran hækkað úr 137 kr. upp í 157 kr. Sem þýðir að innfluttar matvörur hefðu hækkað á neytendur um ein 15%. Annað dæmi er sá veikleiki að vera háður innflutningi á nauðsynjavörum. Það er von að við munum og lærum af þessu ástandi. Munum mikilvægi þess að standa vörð um fæðuöryggi þjóðarinnar og lærum af því að þegar öllu er á botninn hvolft þá þurfum við að sjá um okkur sjálf. Höfundur er talsmaður FESK, Félags eggja-, svína- og kjúklingabænda á Íslandi.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar