Flugvirkjar gengu að samningnum við Icelandair Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. maí 2020 15:17 Flugfloti Icelandair á Keflavíkurflugvelli í samgöngubanni. vísir/vilhelm Félagsmenn Flugvirkjafélags Íslands samþykktu kjarasamning sem samninganefnd félagsins undirritaði við fulltrúa Icelandair Group en atkvæðagreiðslu lauk í dag. Kjarasamningurinn er til fimm ára; gildir frá upphafi næsta árs fram til loka árs 2025. Forsvarsmenn Icelandair fagna niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar og segja samninginn í samræmi við það sem samninganefndirnar lögðu upp með. Samningurinn sé til þess fallinn að styrkja samkeppnishæfni Icelandair Group og standi vörð um starfskjör og gott starfsumhverfi starfsfólks. Flugvirkafélagið segir á vefsíðu sinni að kjarasamningurinn hafi verið samþykktur með miklum meirihluta. Formaður þess sagði í samtali við Vísi að með samningnum tækju flugvirkjar á sig kjaraskerðingu. Með því veiti þeir ákveðinn sveigjanleika til að mæta stöðu flugfélagsins við núverandi aðstæður en standi á sama tíma vörð um gildi sín. Er þarna um að ræða fyrsta kjarasamninginn af þremur sem Icelandair þarf að ljúka fyrir hluthafafund á föstudag, sem boðaður er í aðdraganda hlutafjárútboðs þar sem safna á allt að 29 milljörðum. Hluthafar Icelandair eru sagðir hafa krafist þess að gengið yrði frá kjarasamningum við flugstéttir fyrir hlutafjárútboðið. Samningarnir þurfi að auka samkeppnishæfni flugfélagsins og vera til langs tíma, til að auka fyrirsjánleika í rekstri félagsins. Samninganefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna hefur þegar undirritað samning við Icelandair sem nú er í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna. Henni lýkur á föstudag, skömmu áður en umræddur hluthafafundur fer fram. Þær fréttir bárust svo úr Borgartúni nú á þriðja tímanum að Flugfreyjufélag Íslands og Icelandair hafi slitið viðræðum sínum. Ekki verði lengra komist í viðræðunum og skoðar Icelandair nú aðrar leiðir, eins og þau orða það í yfirlýsingu frá félaginu. Vísir hefur kallað eftir nánari útskýringu á þessari fullyrðingu. Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Viðræðum slitið og Icelandair kannar aðra möguleika Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á þriðja tímanum í dag, án niðurstöðu. 20. maí 2020 14:38 Atkvæðagreiðslu flugmanna lýkur á sama tíma og fundur hluthafa hefst 19. maí 2020 11:23 Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
Félagsmenn Flugvirkjafélags Íslands samþykktu kjarasamning sem samninganefnd félagsins undirritaði við fulltrúa Icelandair Group en atkvæðagreiðslu lauk í dag. Kjarasamningurinn er til fimm ára; gildir frá upphafi næsta árs fram til loka árs 2025. Forsvarsmenn Icelandair fagna niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar og segja samninginn í samræmi við það sem samninganefndirnar lögðu upp með. Samningurinn sé til þess fallinn að styrkja samkeppnishæfni Icelandair Group og standi vörð um starfskjör og gott starfsumhverfi starfsfólks. Flugvirkafélagið segir á vefsíðu sinni að kjarasamningurinn hafi verið samþykktur með miklum meirihluta. Formaður þess sagði í samtali við Vísi að með samningnum tækju flugvirkjar á sig kjaraskerðingu. Með því veiti þeir ákveðinn sveigjanleika til að mæta stöðu flugfélagsins við núverandi aðstæður en standi á sama tíma vörð um gildi sín. Er þarna um að ræða fyrsta kjarasamninginn af þremur sem Icelandair þarf að ljúka fyrir hluthafafund á föstudag, sem boðaður er í aðdraganda hlutafjárútboðs þar sem safna á allt að 29 milljörðum. Hluthafar Icelandair eru sagðir hafa krafist þess að gengið yrði frá kjarasamningum við flugstéttir fyrir hlutafjárútboðið. Samningarnir þurfi að auka samkeppnishæfni flugfélagsins og vera til langs tíma, til að auka fyrirsjánleika í rekstri félagsins. Samninganefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna hefur þegar undirritað samning við Icelandair sem nú er í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna. Henni lýkur á föstudag, skömmu áður en umræddur hluthafafundur fer fram. Þær fréttir bárust svo úr Borgartúni nú á þriðja tímanum að Flugfreyjufélag Íslands og Icelandair hafi slitið viðræðum sínum. Ekki verði lengra komist í viðræðunum og skoðar Icelandair nú aðrar leiðir, eins og þau orða það í yfirlýsingu frá félaginu. Vísir hefur kallað eftir nánari útskýringu á þessari fullyrðingu.
Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Viðræðum slitið og Icelandair kannar aðra möguleika Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á þriðja tímanum í dag, án niðurstöðu. 20. maí 2020 14:38 Atkvæðagreiðslu flugmanna lýkur á sama tíma og fundur hluthafa hefst 19. maí 2020 11:23 Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
Viðræðum slitið og Icelandair kannar aðra möguleika Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á þriðja tímanum í dag, án niðurstöðu. 20. maí 2020 14:38