Biden biðst afsökunar á „yfirlætislegum“ ummælum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. maí 2020 09:54 Ummæli Bidens hafa fallið í grýttan jarðveg. Vísir/EPA Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla í viðtali í gær. Þar sagði hann að þeldökkir kjósendur sem íhuguðu að kjósa Donald Trump, núverandi forseta, væru ekki raunverulega þeldökkir. Biden, sem er næsta víst að verður forsetaefni Demókrataflokksins gegn Trump næstkomandi nóvember, lét ummælin falla í viðtali við útvarpsmanninn Charlamagne Tha God. Þar fóru þeir meðal annars yfir sterka stöðu Biden hjá þeldökkum kjósendum. Því til stuðnings benti Biden á að í forvali Demókrata fyrir forsetakosningarnar hefði hann unnið hverja einustu sýslu í Suður-Karólínu, þar sem yfir 60 prósent kjósenda eru þeldökkir. „Ég vann hverja einustu sýslu. Ég fékk stærsta hluta atkvæða frá þeldökkum kjósendum sem nokkur hefur fengið, að Barack [Obama] meðtöldum,“ sagði Biden. Hann var varaforseti í valdatíð Obama, frá 2009 til 2017. Biden var varaforseti Bandaríkjanna í valdatíð Baracks Obama.Vísir/EPA Undir lok viðtalsins benti starfsmaður Biden honum á að tíminn sem hann hefði væri að verða búinn, þar sem eiginkona hans þyrfti að nota myndverið sem komið hefur verið upp á heimili þeirra. Charlamagne mótmælti þessu og sagði: „Þú getur ekki gert þetta við svarta fjölmiðla.“ Biden svaraði um hæl og sagðist koma eins fram við fjölmiðlafólk, óháð uppruna. Charlamagne hvatti hann þá til þess að koma aftur í viðtal, þar sem mörgum spurningum væri ósvarað. Það var þá sem hin umdeildu ummæli litu dagsins ljós. „Ef þú átt erfitt með að átta þig á hvort þú styður mig eða Trump, þá ertu ekki þeldökkur.“ Ummælin vöktu talsverð viðbrögð í Bandaríkjunum. Einkum á samfélagsmiðlum. Margir töldu ummælin til marks um að Biden teldi sig geta gengið að stuðningi þeldökkra Bandaríkjamanna sem vísum. Biden hefur síðan hafnað því og beðist afsökunar á ummælunum. „Ég hefði ekki átt að vera svona yfirlætisfullur,“ hefur BBC eftir Biden. „Ég hef aldrei, aldrei nokkurn tíma tekið stuðningi afrísk-ameríska samfélagsins sem gefnum. Ég hefði ekki átt að vera svona mikill brandarakarl. Enginn ætti að þurfa að kjósa nokkurn flokk byggt á uppruna sínum, trú eða bakgrunni,“ sagði Biden. Trump-framboðið gagnrýnir ummælin Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa Biden fyrir ummælin eru starfsmenn framboðs Donalds Trump. Þannig hefur Katrina Pierson, kosningaráðgjafi forsetans, kallað ummælin „rasísk og niðrandi.“ „Hann raunverulega trúir því að hann, 77 ára, hvítur karl, ætti að stjórna því hvernig svart fólk hegðar sér.“ Tim Scott, þeldökkur öldungadeildarþingmaður Repúblikana, tekur í sama streng og segir ummælin ein þau hrokafyllstu sem hann hefur heyrt í langan tíma. „Hann er að segja að 1,3 milljónir afrísk-amerískra Bandaríkjamanna séu ekki þeldökkir. Hver heldur hann að hann sé?“ spurði Scott, og vísaði til þeirra þeldökku Bandaríkjamanna sem kusu Trump í forsetakosningunum 2016. Niðurstöður könnunar háskólans í Quinnipac í Connecticut, sem birt var í þessari viku, benda til yfirgnæfandi stuðnings þeldökkra kjósenda við Biden frekar en Trump. Af aðspurðum sögðust 81 prósent frekar styðja Biden, en 3 prósent Trump. Hin 16 prósentin kváðust óákveðin. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla í viðtali í gær. Þar sagði hann að þeldökkir kjósendur sem íhuguðu að kjósa Donald Trump, núverandi forseta, væru ekki raunverulega þeldökkir. Biden, sem er næsta víst að verður forsetaefni Demókrataflokksins gegn Trump næstkomandi nóvember, lét ummælin falla í viðtali við útvarpsmanninn Charlamagne Tha God. Þar fóru þeir meðal annars yfir sterka stöðu Biden hjá þeldökkum kjósendum. Því til stuðnings benti Biden á að í forvali Demókrata fyrir forsetakosningarnar hefði hann unnið hverja einustu sýslu í Suður-Karólínu, þar sem yfir 60 prósent kjósenda eru þeldökkir. „Ég vann hverja einustu sýslu. Ég fékk stærsta hluta atkvæða frá þeldökkum kjósendum sem nokkur hefur fengið, að Barack [Obama] meðtöldum,“ sagði Biden. Hann var varaforseti í valdatíð Obama, frá 2009 til 2017. Biden var varaforseti Bandaríkjanna í valdatíð Baracks Obama.Vísir/EPA Undir lok viðtalsins benti starfsmaður Biden honum á að tíminn sem hann hefði væri að verða búinn, þar sem eiginkona hans þyrfti að nota myndverið sem komið hefur verið upp á heimili þeirra. Charlamagne mótmælti þessu og sagði: „Þú getur ekki gert þetta við svarta fjölmiðla.“ Biden svaraði um hæl og sagðist koma eins fram við fjölmiðlafólk, óháð uppruna. Charlamagne hvatti hann þá til þess að koma aftur í viðtal, þar sem mörgum spurningum væri ósvarað. Það var þá sem hin umdeildu ummæli litu dagsins ljós. „Ef þú átt erfitt með að átta þig á hvort þú styður mig eða Trump, þá ertu ekki þeldökkur.“ Ummælin vöktu talsverð viðbrögð í Bandaríkjunum. Einkum á samfélagsmiðlum. Margir töldu ummælin til marks um að Biden teldi sig geta gengið að stuðningi þeldökkra Bandaríkjamanna sem vísum. Biden hefur síðan hafnað því og beðist afsökunar á ummælunum. „Ég hefði ekki átt að vera svona yfirlætisfullur,“ hefur BBC eftir Biden. „Ég hef aldrei, aldrei nokkurn tíma tekið stuðningi afrísk-ameríska samfélagsins sem gefnum. Ég hefði ekki átt að vera svona mikill brandarakarl. Enginn ætti að þurfa að kjósa nokkurn flokk byggt á uppruna sínum, trú eða bakgrunni,“ sagði Biden. Trump-framboðið gagnrýnir ummælin Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa Biden fyrir ummælin eru starfsmenn framboðs Donalds Trump. Þannig hefur Katrina Pierson, kosningaráðgjafi forsetans, kallað ummælin „rasísk og niðrandi.“ „Hann raunverulega trúir því að hann, 77 ára, hvítur karl, ætti að stjórna því hvernig svart fólk hegðar sér.“ Tim Scott, þeldökkur öldungadeildarþingmaður Repúblikana, tekur í sama streng og segir ummælin ein þau hrokafyllstu sem hann hefur heyrt í langan tíma. „Hann er að segja að 1,3 milljónir afrísk-amerískra Bandaríkjamanna séu ekki þeldökkir. Hver heldur hann að hann sé?“ spurði Scott, og vísaði til þeirra þeldökku Bandaríkjamanna sem kusu Trump í forsetakosningunum 2016. Niðurstöður könnunar háskólans í Quinnipac í Connecticut, sem birt var í þessari viku, benda til yfirgnæfandi stuðnings þeldökkra kjósenda við Biden frekar en Trump. Af aðspurðum sögðust 81 prósent frekar styðja Biden, en 3 prósent Trump. Hin 16 prósentin kváðust óákveðin.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira