Engar reglur kveði á um að skólavist skuli synjað hafi ytra mat ekki farið farm Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. maí 2020 12:15 Sara Dögg Svanhildardóttir, formaður sjálfstætt starfandi skóla. Formaður sjálfstætt starfandi skóla segir rök fyrir synjun Reykjavíkurborgar á skólavist fatlaðra barna í Arnarskóla í Kópavogi ekki standast skoðun. Engar reglur kveði á um að skólavist skuli synjað hafi ytra mat ekki farið fram. Reykjavíkurborg hefur síðustu daga verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa synjað fötluðum börnum skólavist í Arnarskóla, sem er sérskóli í Kópavogi. Foreldrar fimm ára einhverfrar stúlku með þroskahömlun sögðu sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir helgi en þau segja Arnarskóla henta fötlun barns síns best. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir lög um grunnskóla ekki ná nægilega vel utan um sérskólaúrræði á vegum sjálfstætt starfandi aðila. Það sé því nauðsynlegt að úttekt sé gerð á þessari viðkvæmu starfsemi svo hún samræmist örugglega við lög og reglur. Sara Dögg Svarnhildardóttir, formaður sjálfstætt starfandi skóla harmar rök Helga og segir þau ekki standast skoðun. „Í fyrsta lagi eru hvergi skilmálar eða reglur eða lög sem kveða á um það að barn sem er óskað eftir skólavist í sjálfstætt starfandi grunnskóla fái ekki þá umsókn staðfesta án þess að skólinn sjálfur hafi farið í ytra mat Menntamálastofnunnar. Það er náttúrulega með ólíkindum að nota svona rök,“ sagði Sara Dögg. Sjálfstætt starfandi grunnskólar á Íslandi fari í gegnum gríðarlega umfangsmikið ferli þegar sótt er um starfsleyfi. Sara segir ytra mat framkvæmt af Menntamálastofnun sem er sami aðili og gefur starfsleyfið og hefur þegar metið starfsemina. Arnarskóli er á sínu öðru starfsári. „Þannig að tiltölulega nýlega er búið að fara í gegnum þetta umsóknarferli þar sem einmitt er farið yfir alla faglega þætti starfsins, eðlilega sem og alla aðra þætti til að tryggja að skólinn fari eftir lögum og reglugerðum í landinu þannig þetta er hreint út sagt alveg galið,“ sagði Sara Dögg. Hún segir ytra mat framkvæmt á fjögurra til sex ára fresti. „Nýr skóli sem ekki hefur starfað í fjögur ár er ekki á leið í ytra mat áður en fjórum árum lýkur þannig þetta er bara fyrirsláttur það er ekkert í þessu sem heldur, þessi rök halda engan vegin,“ sagði Sara Dögg. Skóla - og menntamál Reykjavík Jafnréttismál Tengdar fréttir Segir sérskólaúrræði borgarinnar í lamasessi Borgarfulltrúi kallar eftir því að borgin reki sambærilegt úrræði og fer fram í Arnarskóla í Kópavogi. 23. maí 2020 12:31 Segir nauðsynlegt að úttekt sé gerð á Arnarskóla „Skólakerfið á Íslandi er í sífelldri þróun og sveitarfélögin og skólafólkið sýnir sífellt þá viðleitni að gera betur. Það hafa á liðnum misserum komið fram sérskólaúrræði á vegum sjálfstætt starfandi aðila sem lög um grunnskóla hafa ekki náð nægilega vel utan um,“ sagði Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 23. maí 2020 07:00 Segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg: „Ekki á okkur leggjandi að berjast við kerfið líka“ Foreldrar fimm ára einhverfar stúlku með þroskahömlun segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg, þar sem henni hefur verið synjað um skólavist í sérskóla í Kópavogi. Þau segja engan skóla í borginni henta þörfum dóttur þeirra og benda á að fjögur börn sem búsett eru í Reykjavík sæki umræddan skóla. 22. maí 2020 19:00 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Formaður sjálfstætt starfandi skóla segir rök fyrir synjun Reykjavíkurborgar á skólavist fatlaðra barna í Arnarskóla í Kópavogi ekki standast skoðun. Engar reglur kveði á um að skólavist skuli synjað hafi ytra mat ekki farið fram. Reykjavíkurborg hefur síðustu daga verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa synjað fötluðum börnum skólavist í Arnarskóla, sem er sérskóli í Kópavogi. Foreldrar fimm ára einhverfrar stúlku með þroskahömlun sögðu sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir helgi en þau segja Arnarskóla henta fötlun barns síns best. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir lög um grunnskóla ekki ná nægilega vel utan um sérskólaúrræði á vegum sjálfstætt starfandi aðila. Það sé því nauðsynlegt að úttekt sé gerð á þessari viðkvæmu starfsemi svo hún samræmist örugglega við lög og reglur. Sara Dögg Svarnhildardóttir, formaður sjálfstætt starfandi skóla harmar rök Helga og segir þau ekki standast skoðun. „Í fyrsta lagi eru hvergi skilmálar eða reglur eða lög sem kveða á um það að barn sem er óskað eftir skólavist í sjálfstætt starfandi grunnskóla fái ekki þá umsókn staðfesta án þess að skólinn sjálfur hafi farið í ytra mat Menntamálastofnunnar. Það er náttúrulega með ólíkindum að nota svona rök,“ sagði Sara Dögg. Sjálfstætt starfandi grunnskólar á Íslandi fari í gegnum gríðarlega umfangsmikið ferli þegar sótt er um starfsleyfi. Sara segir ytra mat framkvæmt af Menntamálastofnun sem er sami aðili og gefur starfsleyfið og hefur þegar metið starfsemina. Arnarskóli er á sínu öðru starfsári. „Þannig að tiltölulega nýlega er búið að fara í gegnum þetta umsóknarferli þar sem einmitt er farið yfir alla faglega þætti starfsins, eðlilega sem og alla aðra þætti til að tryggja að skólinn fari eftir lögum og reglugerðum í landinu þannig þetta er hreint út sagt alveg galið,“ sagði Sara Dögg. Hún segir ytra mat framkvæmt á fjögurra til sex ára fresti. „Nýr skóli sem ekki hefur starfað í fjögur ár er ekki á leið í ytra mat áður en fjórum árum lýkur þannig þetta er bara fyrirsláttur það er ekkert í þessu sem heldur, þessi rök halda engan vegin,“ sagði Sara Dögg.
Skóla - og menntamál Reykjavík Jafnréttismál Tengdar fréttir Segir sérskólaúrræði borgarinnar í lamasessi Borgarfulltrúi kallar eftir því að borgin reki sambærilegt úrræði og fer fram í Arnarskóla í Kópavogi. 23. maí 2020 12:31 Segir nauðsynlegt að úttekt sé gerð á Arnarskóla „Skólakerfið á Íslandi er í sífelldri þróun og sveitarfélögin og skólafólkið sýnir sífellt þá viðleitni að gera betur. Það hafa á liðnum misserum komið fram sérskólaúrræði á vegum sjálfstætt starfandi aðila sem lög um grunnskóla hafa ekki náð nægilega vel utan um,“ sagði Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 23. maí 2020 07:00 Segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg: „Ekki á okkur leggjandi að berjast við kerfið líka“ Foreldrar fimm ára einhverfar stúlku með þroskahömlun segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg, þar sem henni hefur verið synjað um skólavist í sérskóla í Kópavogi. Þau segja engan skóla í borginni henta þörfum dóttur þeirra og benda á að fjögur börn sem búsett eru í Reykjavík sæki umræddan skóla. 22. maí 2020 19:00 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Segir sérskólaúrræði borgarinnar í lamasessi Borgarfulltrúi kallar eftir því að borgin reki sambærilegt úrræði og fer fram í Arnarskóla í Kópavogi. 23. maí 2020 12:31
Segir nauðsynlegt að úttekt sé gerð á Arnarskóla „Skólakerfið á Íslandi er í sífelldri þróun og sveitarfélögin og skólafólkið sýnir sífellt þá viðleitni að gera betur. Það hafa á liðnum misserum komið fram sérskólaúrræði á vegum sjálfstætt starfandi aðila sem lög um grunnskóla hafa ekki náð nægilega vel utan um,“ sagði Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 23. maí 2020 07:00
Segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg: „Ekki á okkur leggjandi að berjast við kerfið líka“ Foreldrar fimm ára einhverfar stúlku með þroskahömlun segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg, þar sem henni hefur verið synjað um skólavist í sérskóla í Kópavogi. Þau segja engan skóla í borginni henta þörfum dóttur þeirra og benda á að fjögur börn sem búsett eru í Reykjavík sæki umræddan skóla. 22. maí 2020 19:00
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?