Yfirmaður NBA deildarinnar í körfubolta staðfesti það í nótt að það verður enginn leikur spilaður í NBA-deildinni næstu 30 daga.
NBA deildin tók þá risaákvörðun í fyrrinótt að fresta öllum leikjum í deildinni ótímabundið eftir að franski NBA leikmaðurinn Rudy Gobert var kominn með kórónuveiruna. Seinna fréttist af því að liðsfélagi Gobert hjá Utah Jazz, Donovan Mitchell, væri einnig með veiruna.
Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar, tjáði sig um stöðu mála í gær en eigendur NBA liðanna trúa því að tímabilið verði klárað og mun vegna þessarar frestunar ná mögulega fram í ágúst. NBA deildin er vanalega að klárast í kringum 17. júní.
Coronavirus update: NBA season won't resume for at least 30 days, Adam Silver says https://t.co/x09o1t23Hy pic.twitter.com/cBK4QTFggJ
— Sporting News NBA (@sn_nba) March 13, 2020
„Það sem við ákváðum var að þetta hlé yrði að minnsta kosti 30 dagar. Við getum ekki verið með nákvæmari plön en það. Við vildum samt koma fram með einhver skilaboð til leikmanna, liða og stuðningsmanna um hvernig framtíðarsýn okkar er og það er að þetta verður um það bil mánaðarhlé,“ sagði Adam Silver.
NBA Commissioner Adam Silver discusses the timetable for the league s suspension. pic.twitter.com/tterVvR29r
— NBA on TNT (@NBAonTNT) March 13, 2020
Adam Silver viðurkenndi samt að sjálfsögðu væri sá möguleiki að úrslitakeppninni yrði aflýst.
„Auðvitað er það möguleiki en við vitum bara ekki meira en þetta núna,“ sagði Adam Silver í viðtali við Ernie Johnson á TNT sjónvarpsstöðinni.
NBA Commissioner Adam Silver pens a letter and thanks the fans. He also encouraged them to follow coronavirus health protocols. https://t.co/G1eaNXrm5k
— USA TODAY Sports (@usatodaysports) March 13, 2020