Bretar sagðir hafa náð hátindi faraldursins Samúel Karl Ólason skrifar 17. apríl 2020 14:54 Breskir heilbrigðisstarfsmenn fá þjálfun í notkun hlífðarbúnaðar. AP/Jon Super Tala látinna í Bretlandi hækkaði um 847 í dag og stendur nú í 14.576. 108.692 hafa nú greinst með veiruna í Bretlandi. Sérfræðingur segir Bretland eitt þeirra ríkja sem komu hvað verst út úr fyrstu bylgju smita af Covid-19 en að hátindinum hafi líklegast verið náð. Yfirvöld Bretlands ætla sér að auka skimun fyrir nýju kórónuveirunni töluvert á næstunni meðal opinberra starfsmanna eins og lögregluþjóna, slökkviliðsmanna og starfsmanna fangelsa Bretlands. Undanfarið hafa próf að mestu verið framkvæmd á breskum heilbrigðisstarfsmönnum. Mest getur ríkið framkvæmt um 38 þúsund próf á dag en þau voru einungis 21.328 á síðasta sólarhring. As of 9am 17 April, 438,991 tests have concluded, with 21,328 tests on 16 April. 341,551 people have been tested of which 108,692 tested positive. As of 5pm on 16 April, of those hospitalised in the UK who tested positive for coronavirus, 14,576 have sadly died. pic.twitter.com/BkOC0O9EUy— Department of Health and Social Care (@DHSCgovuk) April 17, 2020 Sérfræðingur sem Reuters fréttaveitan ræddi við segir hægt að lesa tvennt út úr gögnunum eins og þau eru í dag. Í fyrsta lagi virðist sem að Bretland hafi orðið sérstaklega illa fyrir fyrstu bylgju smita Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Hitt er að svo virðist sem að hátindinum sé náð. Yfirvöld muni þrátt fyrir það tilkynna hundruð dauðsfalla á degi hverjum á næstunni en þau muni fækka. Það muni þó gerast hægt í fyrstu. Hámarkið var þann 9. apríl þegar 980 dauðsföll voru tilkynnt. Tölur yfirvalda ná enn sem komið er bara yfir þá sem deyja á sjúkrahúsum og ekki þá sem deyja á dvalarheimilum eða eigin heimilum. Yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að hunsa dauðsföll eldri borgara og standa ekki vörð um þá. BBC segir hundruð dauðsfalla vera ótalin. Sjá einnig: Yfirvöld Bretlands sökuð um aðgerðarleysi varðandi eldri borgara Prófessorinn Anthony Costello sagði á fjarfundi heilbrigðismálanefndar breska þingsins að Bretar hafi verið of lengi að bregðast við útbreiðslu veirunnar og það útskýri að hluta til hve margiri hafi dáið í Bretlandi. Hann vísaði til spálíkana og sagði að þegar faraldurinn væri yfirstaðinn gætu 40 þúsund manns hafa dáið. Hann varaði þar að auki við því að dreifingin gæti náð stökki aftur seinna og ríkið þyrfti að koma upp góðu kerfi til að greina smit víðsvegar um landið. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Tala látinna í Bretlandi hækkaði um 847 í dag og stendur nú í 14.576. 108.692 hafa nú greinst með veiruna í Bretlandi. Sérfræðingur segir Bretland eitt þeirra ríkja sem komu hvað verst út úr fyrstu bylgju smita af Covid-19 en að hátindinum hafi líklegast verið náð. Yfirvöld Bretlands ætla sér að auka skimun fyrir nýju kórónuveirunni töluvert á næstunni meðal opinberra starfsmanna eins og lögregluþjóna, slökkviliðsmanna og starfsmanna fangelsa Bretlands. Undanfarið hafa próf að mestu verið framkvæmd á breskum heilbrigðisstarfsmönnum. Mest getur ríkið framkvæmt um 38 þúsund próf á dag en þau voru einungis 21.328 á síðasta sólarhring. As of 9am 17 April, 438,991 tests have concluded, with 21,328 tests on 16 April. 341,551 people have been tested of which 108,692 tested positive. As of 5pm on 16 April, of those hospitalised in the UK who tested positive for coronavirus, 14,576 have sadly died. pic.twitter.com/BkOC0O9EUy— Department of Health and Social Care (@DHSCgovuk) April 17, 2020 Sérfræðingur sem Reuters fréttaveitan ræddi við segir hægt að lesa tvennt út úr gögnunum eins og þau eru í dag. Í fyrsta lagi virðist sem að Bretland hafi orðið sérstaklega illa fyrir fyrstu bylgju smita Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Hitt er að svo virðist sem að hátindinum sé náð. Yfirvöld muni þrátt fyrir það tilkynna hundruð dauðsfalla á degi hverjum á næstunni en þau muni fækka. Það muni þó gerast hægt í fyrstu. Hámarkið var þann 9. apríl þegar 980 dauðsföll voru tilkynnt. Tölur yfirvalda ná enn sem komið er bara yfir þá sem deyja á sjúkrahúsum og ekki þá sem deyja á dvalarheimilum eða eigin heimilum. Yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að hunsa dauðsföll eldri borgara og standa ekki vörð um þá. BBC segir hundruð dauðsfalla vera ótalin. Sjá einnig: Yfirvöld Bretlands sökuð um aðgerðarleysi varðandi eldri borgara Prófessorinn Anthony Costello sagði á fjarfundi heilbrigðismálanefndar breska þingsins að Bretar hafi verið of lengi að bregðast við útbreiðslu veirunnar og það útskýri að hluta til hve margiri hafi dáið í Bretlandi. Hann vísaði til spálíkana og sagði að þegar faraldurinn væri yfirstaðinn gætu 40 þúsund manns hafa dáið. Hann varaði þar að auki við því að dreifingin gæti náð stökki aftur seinna og ríkið þyrfti að koma upp góðu kerfi til að greina smit víðsvegar um landið.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Sjá meira