Mestu áhyggjur þríeykisins að þurfa að byrja upp á nýtt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. apríl 2020 15:09 Mikið hefur mætt á þríeykinu að undanförnu. Þeim þætti ekki gott að sá árangur sem nú hefur náðst yrði að engu eftir að takmörkunum verður aflétt. Ljósmynd/Lögreglan Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að helstu áhyggjur hans, Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis og Ölmu D. Möller landlæknis, sé það sem við tekur þegar byrjað verður á afléttingu samfélagslegra takmarkana 4. maí næstkomandi. Slæmt væri ef aflétting aðgerða sem gripið hefur verið til myndi valda aukningu smita og setja viðbragðsaðila og heilbrigðiskerfið á byrjunarreit. Hann segir teymið hafa velt útfærslu á afléttingu takmarkana, viðbrögð við þeim og afleiðingar þeirra vera óvissuþátt og áhyggjuefni. „Við erum að reyna að finna bestu lausnina sóttvarnalega séð og síðan það að gera það sem okkar sérfræðingar telja öruggt að gera til þess að koma samfélaginu í gang. Við erum öll orðin langþreytt og öll búin að leggja mikið á okkur,“ sagði Víðir á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Sjá einnig: Svona var 47. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar „Auðvitað væri það skelfilegt af það sem við gerðum í maí myndi verða til þess að við þyrftum að byrja upp á nýtt. Þetta þarf að spila einhvern veginn saman og það er það sem við höfum mestar áhyggjur af.“ Í lok fundarins ítrekaði Víðir þessi skilaboð og benti á að búið sé að loka fyrirtækjum, setja heimsóknarbann á hjúkrunarheimili, margir vinnu heima á meðan aðrir hafi misst vinnuna og eigi fjárhagslega erfiða tíma fyrir höndum. „Við verðum að tryggja það að allt sem við gerum næstu vikurnar skemmi ekki það sem við erum búin að gera.“ „Að við lendum ekki í því núna í maí að við höfum hegðað okkur með þeim óábyrga hætti að þurfa að byrja upp á nýtt. Ég veit að það vill það enginn og það ætlar sér enginn að gera þetta. Við verðum að vera fókuseruð og einbeitt á þetta. Við ætlum að vinna þetta saman, við ætlum að klára þetta. Það er dálítill tími eftir, gerum þetta saman,“ sagði Víðir áður en hann sleit upplýsingafundi dagsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að helstu áhyggjur hans, Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis og Ölmu D. Möller landlæknis, sé það sem við tekur þegar byrjað verður á afléttingu samfélagslegra takmarkana 4. maí næstkomandi. Slæmt væri ef aflétting aðgerða sem gripið hefur verið til myndi valda aukningu smita og setja viðbragðsaðila og heilbrigðiskerfið á byrjunarreit. Hann segir teymið hafa velt útfærslu á afléttingu takmarkana, viðbrögð við þeim og afleiðingar þeirra vera óvissuþátt og áhyggjuefni. „Við erum að reyna að finna bestu lausnina sóttvarnalega séð og síðan það að gera það sem okkar sérfræðingar telja öruggt að gera til þess að koma samfélaginu í gang. Við erum öll orðin langþreytt og öll búin að leggja mikið á okkur,“ sagði Víðir á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Sjá einnig: Svona var 47. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar „Auðvitað væri það skelfilegt af það sem við gerðum í maí myndi verða til þess að við þyrftum að byrja upp á nýtt. Þetta þarf að spila einhvern veginn saman og það er það sem við höfum mestar áhyggjur af.“ Í lok fundarins ítrekaði Víðir þessi skilaboð og benti á að búið sé að loka fyrirtækjum, setja heimsóknarbann á hjúkrunarheimili, margir vinnu heima á meðan aðrir hafi misst vinnuna og eigi fjárhagslega erfiða tíma fyrir höndum. „Við verðum að tryggja það að allt sem við gerum næstu vikurnar skemmi ekki það sem við erum búin að gera.“ „Að við lendum ekki í því núna í maí að við höfum hegðað okkur með þeim óábyrga hætti að þurfa að byrja upp á nýtt. Ég veit að það vill það enginn og það ætlar sér enginn að gera þetta. Við verðum að vera fókuseruð og einbeitt á þetta. Við ætlum að vinna þetta saman, við ætlum að klára þetta. Það er dálítill tími eftir, gerum þetta saman,“ sagði Víðir áður en hann sleit upplýsingafundi dagsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Sjá meira