Samkomubann í fjórar vikur á Íslandi og íslenskir íþróttakappleikir í uppnámi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2020 11:18 Nú er öruggt að engir áhorfendur verða á umspilsleiknum við Rúmeníu fari hann yfir höfuð fram. Getty/Oliver Hardt Fleiri en hundrað manns mega ekki koma saman á Íslandi næstu fjórar vikurnar eftir að heilbrigðisráðherra setti á samkomubann í dag. Engir íþróttakappleikir mega því fara fram með áhorfendum en það á eftir að koma i ljós hver viðbrögð íþróttahreyfingarinnar verða og hvort leikjum verður aflýst. Samkomubannið gildir frá miðnætti aðfaranótt mánudags og ætti því að ná til 13. apríl næstkomandi. Á þessum tíma mega ekki koma meira en hundrað manns saman og það verður alltaf að vera tveir metrar á milli fólks. Það er ljóst að þú keppir ekki í boltagreinum ef þú ætlar að fylgja þeim reglum. Sóttvarnalæknir sendi ráðherra tillögu að samkomubanni sem hún var við en þetta er í fyrsta skipti í lýðveldissögunni sem slíkt er tekið upp á Íslandi. Markmiðið er að hemja útbreiðslu kórónuveirunnar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, héldu blaðamannafundinn í dag ásamt þeim Ölmu Möller, landlækni, Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, og Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni en fyrir fram þótti það líklegt að þar kæmu frekari upplýsingar um hvort og þá hvenær samkomubann verði sett á hér á landi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Það var líka raunin. Fram undan eru lokaleikir deildarkeppninnar hjá bæði Domino´s deildunum í körfubolta og Olís deildunum í handbolta en síðan eiga að taka við úrslitakeppninnar sem eru hápunktur tímabilsins og stór tekjulind hjá flestum félögum. Umspilsleikur Íslands og Rúmeníu um sæti á EM 2020 á að fara fram 26. mars næstkomandi og þar með innan þessa tíma sem samkomubannið er í gildi. Það er því öruggt núna að engir áhorfendur verða á Laugardalsvellinum á þeim leik en svo á eftir að koma í ljós hvort hann fari yfir höfuð fram. Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Sjá meira
Fleiri en hundrað manns mega ekki koma saman á Íslandi næstu fjórar vikurnar eftir að heilbrigðisráðherra setti á samkomubann í dag. Engir íþróttakappleikir mega því fara fram með áhorfendum en það á eftir að koma i ljós hver viðbrögð íþróttahreyfingarinnar verða og hvort leikjum verður aflýst. Samkomubannið gildir frá miðnætti aðfaranótt mánudags og ætti því að ná til 13. apríl næstkomandi. Á þessum tíma mega ekki koma meira en hundrað manns saman og það verður alltaf að vera tveir metrar á milli fólks. Það er ljóst að þú keppir ekki í boltagreinum ef þú ætlar að fylgja þeim reglum. Sóttvarnalæknir sendi ráðherra tillögu að samkomubanni sem hún var við en þetta er í fyrsta skipti í lýðveldissögunni sem slíkt er tekið upp á Íslandi. Markmiðið er að hemja útbreiðslu kórónuveirunnar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, héldu blaðamannafundinn í dag ásamt þeim Ölmu Möller, landlækni, Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, og Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni en fyrir fram þótti það líklegt að þar kæmu frekari upplýsingar um hvort og þá hvenær samkomubann verði sett á hér á landi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Það var líka raunin. Fram undan eru lokaleikir deildarkeppninnar hjá bæði Domino´s deildunum í körfubolta og Olís deildunum í handbolta en síðan eiga að taka við úrslitakeppninnar sem eru hápunktur tímabilsins og stór tekjulind hjá flestum félögum. Umspilsleikur Íslands og Rúmeníu um sæti á EM 2020 á að fara fram 26. mars næstkomandi og þar með innan þessa tíma sem samkomubannið er í gildi. Það er því öruggt núna að engir áhorfendur verða á Laugardalsvellinum á þeim leik en svo á eftir að koma í ljós hvort hann fari yfir höfuð fram.
Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Sjá meira