UFC stjarna skiptir þjálfurunum sínum út fyrir kærustuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2020 10:00 Mike Perry treystir kærustunni sinni Latory Gonzalez til að hjálpa sér í næstu bardögum. Þessi mynd af þeim skötuhjúum er af Instagram síðu hans. Mynd/Instagram Næsti bardaginn hjá Mike Perry verður talsvert öðruvísi en sá síðasti hjá honum enda verður nýtt fólk í hans horni á búrinu. Mike Perry keppir í veltivigt hjá UFC en hefur tapað fimm af síðustu sjö bardögum sínum. Hann vill reyna að breyta til svo hann komist aftur á sigurbraut. Perry valdi hins vegar óvenjulega leið til að rífa sig upp úr ógöngunum. Mike Perry er nefnilega orðinn mjög pirraður á slæmum ráðleggingum þjálfara sinna í bardögum hans að undanförnu. Það er auðvitað hann sjálfur sem þarf að lifa með þeim í búrinu. Nú er hann kominn með nóg. UFC star to ditch coaches for next fight in favour of girlfriendhttps://t.co/y9JZMbZyd3 pic.twitter.com/W8d7tOa7nh— Mirror Fighting (@MirrorFighting) May 24, 2020 Mike Perry ætlar því að skipta þjálfurunum út en það sem gerir þessa frétt enn athyglisverðari er að hann ætlar ekki að fá sér nýja þjálfara. Hann ætlar að leita af eftirmönnum þeirra á heimili sínu. Hinn 28 ára gamli bardagakappi er á því að hann þurfi bara á einni manneskju að halda í bardögum sínum hér eftir. „Kærustuna mína, bara hana,“ sagði Mike Perry í MMA Junkie á dögunum. „Ef ekki hana bara, þá hana og vinkonu hennar,“ sagði Perry. „Ég ætla ekki að hlusta á neina þjálfara núna. Þjálfarar sem eru að segja hluti sem þeir sjálfir eru síðan ekki að fara inn í búrið til að gera,“ sagði Perry. View this post on Instagram There s nothing I wouldn t do for you @latorygonzalez ! A post shared by Platinum Mike Perry (@platinummikeperry) on May 18, 2020 at 8:37pm PDT „Þeir vilja að þetta sé svona og svona. Ég þarf á manneskju eins og mig sem segir mér hlutina eins og þeir eru,“ sagði Perry. „Ég er tilbúinn í að berjast fyrir lífi mínu. Það mun enginn fá að taka þetta af mér,“ sagði Mike Perry. „Það eina sem ég þarf að halda frá horninu mínu er að ég fái mína vatnsflösku. Það þarf síðan kannski að þurrka af andlitinu eða setja ís á hálsinn þegar ég kemur heitur inn eftir lotuna,“ sagði Perry og þá vill hann bara hafa kærustuna sína í það. „Þetta er líka ekki lengri tími en fimm mínútur og þá þarf ég bara á vatnsflösku að halda. Ég þarf bara vatn og ís. Ég þarf engar ráðleggingar,“ sagði Perry. Perry keppti síðast í desember 2019 og tapaði þá bardaganum á móti Geoff Neal í fyrstu lotu. Í heildina er Perry með 13 sigra og sex töp. MMA Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira
Næsti bardaginn hjá Mike Perry verður talsvert öðruvísi en sá síðasti hjá honum enda verður nýtt fólk í hans horni á búrinu. Mike Perry keppir í veltivigt hjá UFC en hefur tapað fimm af síðustu sjö bardögum sínum. Hann vill reyna að breyta til svo hann komist aftur á sigurbraut. Perry valdi hins vegar óvenjulega leið til að rífa sig upp úr ógöngunum. Mike Perry er nefnilega orðinn mjög pirraður á slæmum ráðleggingum þjálfara sinna í bardögum hans að undanförnu. Það er auðvitað hann sjálfur sem þarf að lifa með þeim í búrinu. Nú er hann kominn með nóg. UFC star to ditch coaches for next fight in favour of girlfriendhttps://t.co/y9JZMbZyd3 pic.twitter.com/W8d7tOa7nh— Mirror Fighting (@MirrorFighting) May 24, 2020 Mike Perry ætlar því að skipta þjálfurunum út en það sem gerir þessa frétt enn athyglisverðari er að hann ætlar ekki að fá sér nýja þjálfara. Hann ætlar að leita af eftirmönnum þeirra á heimili sínu. Hinn 28 ára gamli bardagakappi er á því að hann þurfi bara á einni manneskju að halda í bardögum sínum hér eftir. „Kærustuna mína, bara hana,“ sagði Mike Perry í MMA Junkie á dögunum. „Ef ekki hana bara, þá hana og vinkonu hennar,“ sagði Perry. „Ég ætla ekki að hlusta á neina þjálfara núna. Þjálfarar sem eru að segja hluti sem þeir sjálfir eru síðan ekki að fara inn í búrið til að gera,“ sagði Perry. View this post on Instagram There s nothing I wouldn t do for you @latorygonzalez ! A post shared by Platinum Mike Perry (@platinummikeperry) on May 18, 2020 at 8:37pm PDT „Þeir vilja að þetta sé svona og svona. Ég þarf á manneskju eins og mig sem segir mér hlutina eins og þeir eru,“ sagði Perry. „Ég er tilbúinn í að berjast fyrir lífi mínu. Það mun enginn fá að taka þetta af mér,“ sagði Mike Perry. „Það eina sem ég þarf að halda frá horninu mínu er að ég fái mína vatnsflösku. Það þarf síðan kannski að þurrka af andlitinu eða setja ís á hálsinn þegar ég kemur heitur inn eftir lotuna,“ sagði Perry og þá vill hann bara hafa kærustuna sína í það. „Þetta er líka ekki lengri tími en fimm mínútur og þá þarf ég bara á vatnsflösku að halda. Ég þarf bara vatn og ís. Ég þarf engar ráðleggingar,“ sagði Perry. Perry keppti síðast í desember 2019 og tapaði þá bardaganum á móti Geoff Neal í fyrstu lotu. Í heildina er Perry með 13 sigra og sex töp.
MMA Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira