„Þeir myrtu bróður minn“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. maí 2020 08:20 Mótmælandi heldur svínshöfði á lofti í Minneapolis. „Svín“ er níðyrði yfir lögreglumenn, sem einkum hefur verið notað yfir þá í tengslum við ofbeldi af þeirra hálfu í garð svartra Bandaríkjamanna. Star Tribune/Getty Systir George Floyd, svarts karlmanns sem lést í höndum lögreglu í Minneapolis í Bandaríkjunum á mánudagskvöld, kallar eftir því að lögreglumennirnir sem eiga aðild að dauða bróður hennar verði ákærðir fyrir morð. George Floyd var 46 ára og starfaði sem öryggisvörður á veitingastað. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, ásamt borgaryfirvöldum í Minneapolis, rannsakar nú andlát hans. Atvikið náðist á myndband en þar sést hvernig hvítur lögregluþjónn krýpur yfir Floyd, þar sem hann liggur á maganum á jörðinni, og þrýstir hné sínu að hálsi hans. Floyd heyrist m.a. hrópa „Ég næ ekki andanum!“ og „Ekki drepa mig!“. Umræddur lögreglumaður sem varð valdur að dauða Floyd heitir Derek Chauvin og hafði starfað í nær tvo áratugi hjá lögreglunni í Minneapolis. Honum, auk þriggja annarra lögregluþjóna sem áttu aðild að andlátinu, var sagt upp störfum í kjölfar málsins. Fjölmargir hafa safnast saman á götum Minneapolis til að mótmæla andláti Floyd.Stephen Maturen/getty Bridget Floyd, systir George, þykir lögreglumennirnir hafa sloppið með skrekkinn. Hún krefst þess að þeir verði allir fjórir ákærðir fyrir morð. „Þeir ættu að vera í fangelsi fyrir morð,“ er haft eftir henni í fjölmiðlum vestanhafs. „Við fjölskyldan eigum mjög, mjög erfitt með þetta. Þetta er okkur afar þungbært, þetta er mjög óhugnanlegt. Ég vil að þessir lögreglumenn verði ákærðir fyrir morð, vegna þess að það er nákvæmlega það sem þeir gerðu. Þeir myrtu bróður minn. Hann kallaði á hjálp.“ Andlát George Floyd hefur orðið kveikjan að miklum mótmælum og óeirðum í Minneapolis og víðar í Bandaríkjunum, til að mynda í Los Angeles. Lögregla þurfti að beita táragasi á mótmælendur í fyrrnefndu borginni á þriðjudag en mótmæli héldu þar áfram fram á kvöld í gær. Þau fóru friðsamlega fram við vettvang andlátsins, þar sem fólk vottaði Floyd virðingu sína. Lögregla beitti hins vegar aftur táragasi og skaut gúmmíkúlum á mótmælendur sem söfnuðust saman við lögreglustöð í grenndinni. Þá bárust fregnir af því að eldur hefði verið kveiktur í að minnsta kosti einni verslun á svæðinu. Mótmælendur söfnuðust einnig saman við heimili Mike Freeman, lögmanns Hennepin-sýslu, og kölluðu eftir því að hann ákærði lögreglumennina fyrir morð. Mál Floyds þykir minna um margt á mál Erics Garner, svarts karlmanns sem lést í höndum lögreglu á götum New York-borgar árið 2014. Dauði Garner varð einnig kveikja að mótmælum og óeirðum í New York. Síðustu orð Garner voru „Ég næ ekki andanum“. Móðir Garner, Gwen Carr, fordæmdi drápið á Floyd í gær. Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Óeirðir og uppsagnir eftir að svartur maður lést í höndum lögreglu Fjórum lögreglumönnum var sagt upp störfum í Minnesota eftir að svartur karlmaður lést í höndum lögreglu á mánudagskvöld. 27. maí 2020 08:05 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Sjá meira
Systir George Floyd, svarts karlmanns sem lést í höndum lögreglu í Minneapolis í Bandaríkjunum á mánudagskvöld, kallar eftir því að lögreglumennirnir sem eiga aðild að dauða bróður hennar verði ákærðir fyrir morð. George Floyd var 46 ára og starfaði sem öryggisvörður á veitingastað. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, ásamt borgaryfirvöldum í Minneapolis, rannsakar nú andlát hans. Atvikið náðist á myndband en þar sést hvernig hvítur lögregluþjónn krýpur yfir Floyd, þar sem hann liggur á maganum á jörðinni, og þrýstir hné sínu að hálsi hans. Floyd heyrist m.a. hrópa „Ég næ ekki andanum!“ og „Ekki drepa mig!“. Umræddur lögreglumaður sem varð valdur að dauða Floyd heitir Derek Chauvin og hafði starfað í nær tvo áratugi hjá lögreglunni í Minneapolis. Honum, auk þriggja annarra lögregluþjóna sem áttu aðild að andlátinu, var sagt upp störfum í kjölfar málsins. Fjölmargir hafa safnast saman á götum Minneapolis til að mótmæla andláti Floyd.Stephen Maturen/getty Bridget Floyd, systir George, þykir lögreglumennirnir hafa sloppið með skrekkinn. Hún krefst þess að þeir verði allir fjórir ákærðir fyrir morð. „Þeir ættu að vera í fangelsi fyrir morð,“ er haft eftir henni í fjölmiðlum vestanhafs. „Við fjölskyldan eigum mjög, mjög erfitt með þetta. Þetta er okkur afar þungbært, þetta er mjög óhugnanlegt. Ég vil að þessir lögreglumenn verði ákærðir fyrir morð, vegna þess að það er nákvæmlega það sem þeir gerðu. Þeir myrtu bróður minn. Hann kallaði á hjálp.“ Andlát George Floyd hefur orðið kveikjan að miklum mótmælum og óeirðum í Minneapolis og víðar í Bandaríkjunum, til að mynda í Los Angeles. Lögregla þurfti að beita táragasi á mótmælendur í fyrrnefndu borginni á þriðjudag en mótmæli héldu þar áfram fram á kvöld í gær. Þau fóru friðsamlega fram við vettvang andlátsins, þar sem fólk vottaði Floyd virðingu sína. Lögregla beitti hins vegar aftur táragasi og skaut gúmmíkúlum á mótmælendur sem söfnuðust saman við lögreglustöð í grenndinni. Þá bárust fregnir af því að eldur hefði verið kveiktur í að minnsta kosti einni verslun á svæðinu. Mótmælendur söfnuðust einnig saman við heimili Mike Freeman, lögmanns Hennepin-sýslu, og kölluðu eftir því að hann ákærði lögreglumennina fyrir morð. Mál Floyds þykir minna um margt á mál Erics Garner, svarts karlmanns sem lést í höndum lögreglu á götum New York-borgar árið 2014. Dauði Garner varð einnig kveikja að mótmælum og óeirðum í New York. Síðustu orð Garner voru „Ég næ ekki andanum“. Móðir Garner, Gwen Carr, fordæmdi drápið á Floyd í gær.
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Óeirðir og uppsagnir eftir að svartur maður lést í höndum lögreglu Fjórum lögreglumönnum var sagt upp störfum í Minnesota eftir að svartur karlmaður lést í höndum lögreglu á mánudagskvöld. 27. maí 2020 08:05 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Sjá meira
Óeirðir og uppsagnir eftir að svartur maður lést í höndum lögreglu Fjórum lögreglumönnum var sagt upp störfum í Minnesota eftir að svartur karlmaður lést í höndum lögreglu á mánudagskvöld. 27. maí 2020 08:05