Búast við frekari óeirðum í Minneapolis í nótt Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2020 14:48 Frá óeirðunum í Minnesota í nótt. AP/John Minchillo Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, segist ekki hafa nægt mannafl til að stöðva mótmæli og óeirðir í Minneapolis og býst hann við að næsta nótt verði erfið. Þúsundir hunsuðu útgöngubann í borginni í nótt og kom til umfangsmikilla átaka á milli mótmælenda og lögreglu. Þá var kveikt í byggingum í óeirðum í borginni. Walz segist vera að kalla út fleiri þjóðvarðliða og vonast til að þeir verði um 1.700 í kvöld. Hann segir það samt varla duga til og er að íhuga að þiggja boð alríkisyfirvalda og fá herlögreglu til borgarinnar. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur samkvæmt New York Times, skipað hernum að undirbúa meðlimi herlögreglunnar fyrir flutning til Minneapolis. More than 1,000 additional Citizen-Soldiers and Airmen are activating today. This is in addition to the 700 that were on duty as of late last night. This represents the largest domestic deployment in the Minnesota’s National Guard’s 164-year history. pic.twitter.com/aV9NOFv5uo— MN National Guard (@MNNationalGuard) May 30, 2020 Ríkisstjórinn sagðist þó þeirrar skoðunnar að það myndi líklega ekki duga til. Samkvæmt AP fréttaveitunni segir lögreglan í Minneapolis að skotið hafi verið á lögregluþjóna þar en engan hafi þó sakað. Víða um Bandaríkin hefur komið til átaka og hafa margir orðið fyrir skotum. Mótmælaölduna sem gengur nú yfir Bandaríkin má rekja til dauða George Floyd. Hann var 49 ára gamall maður sem dó í haldi lögreglu í Minneapolis á mánudaginn. Myndbönd af dauða Floyd fóru eins og eldur í sinu um internetið. Á þeim á sjá lögregluþjóninn Derek Chauvin halda Floyd niðri með því að hafa hné sitt á hálsi hans í nærri því níu mínútur, eftir að hafa handtekið hann fyrir að framvísa fölsuðum seðli. Jafnvel þó vegfarendur sögðu Floyd vera hættan að anda fjarlægði Chauvin ekki hné sitt af hálsi hans. Aðrir lögregluþjónar höfðu áhyggjur AP fréttaveitan segir skýrslur lögreglunnar sýna að aðrir lögregluþjónar á vettvangi lýstu yfir áhyggjum af stöðu Floyd en að Chauvin hafi hunsað það. Verið var að setja Floyd í lögreglubíl þegar hann stífnaði upp og féll til jarðar. Floyd sagðist vera með innilokunarkennd og vildi ekki fara inn í bílinn. Þá komu Chauvin og Tou Thoa á vettvang og reyndu að koma Floyd í bílinn. Að endingu lögðu þeir hann flatan á jörðina, í handjárnum, og héldu honum þar. Chauvin setti hné sitt á háls Floyd og eftir nokkurn tíma spurði annar lögregluþjónn hvort ekki væri réttast að velta Floyd á hliðina. Chauvin vildi það ekki. Myndbandið má nálgast hér en rétt er að vara lesendur við efni þess. Vilja sjálfstæða krufningu Bráðabirgðaniðurstöður krufningar segja Floyd hafa dáið af nokkrum ástæðum. Í niðurstöðunum segir að hann hafi dáið vegna þess að hann hafi verið í járnum, undirliggjandi heilsukvilla og ölvunar. Ekkert kemur fram varðandi mögulega köfnun. Fjölskylda Floyd hefur farið fram að á sjálfstæði krufning fari fram. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, segist ekki hafa nægt mannafl til að stöðva mótmæli og óeirðir í Minneapolis og býst hann við að næsta nótt verði erfið. Þúsundir hunsuðu útgöngubann í borginni í nótt og kom til umfangsmikilla átaka á milli mótmælenda og lögreglu. Þá var kveikt í byggingum í óeirðum í borginni. Walz segist vera að kalla út fleiri þjóðvarðliða og vonast til að þeir verði um 1.700 í kvöld. Hann segir það samt varla duga til og er að íhuga að þiggja boð alríkisyfirvalda og fá herlögreglu til borgarinnar. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur samkvæmt New York Times, skipað hernum að undirbúa meðlimi herlögreglunnar fyrir flutning til Minneapolis. More than 1,000 additional Citizen-Soldiers and Airmen are activating today. This is in addition to the 700 that were on duty as of late last night. This represents the largest domestic deployment in the Minnesota’s National Guard’s 164-year history. pic.twitter.com/aV9NOFv5uo— MN National Guard (@MNNationalGuard) May 30, 2020 Ríkisstjórinn sagðist þó þeirrar skoðunnar að það myndi líklega ekki duga til. Samkvæmt AP fréttaveitunni segir lögreglan í Minneapolis að skotið hafi verið á lögregluþjóna þar en engan hafi þó sakað. Víða um Bandaríkin hefur komið til átaka og hafa margir orðið fyrir skotum. Mótmælaölduna sem gengur nú yfir Bandaríkin má rekja til dauða George Floyd. Hann var 49 ára gamall maður sem dó í haldi lögreglu í Minneapolis á mánudaginn. Myndbönd af dauða Floyd fóru eins og eldur í sinu um internetið. Á þeim á sjá lögregluþjóninn Derek Chauvin halda Floyd niðri með því að hafa hné sitt á hálsi hans í nærri því níu mínútur, eftir að hafa handtekið hann fyrir að framvísa fölsuðum seðli. Jafnvel þó vegfarendur sögðu Floyd vera hættan að anda fjarlægði Chauvin ekki hné sitt af hálsi hans. Aðrir lögregluþjónar höfðu áhyggjur AP fréttaveitan segir skýrslur lögreglunnar sýna að aðrir lögregluþjónar á vettvangi lýstu yfir áhyggjum af stöðu Floyd en að Chauvin hafi hunsað það. Verið var að setja Floyd í lögreglubíl þegar hann stífnaði upp og féll til jarðar. Floyd sagðist vera með innilokunarkennd og vildi ekki fara inn í bílinn. Þá komu Chauvin og Tou Thoa á vettvang og reyndu að koma Floyd í bílinn. Að endingu lögðu þeir hann flatan á jörðina, í handjárnum, og héldu honum þar. Chauvin setti hné sitt á háls Floyd og eftir nokkurn tíma spurði annar lögregluþjónn hvort ekki væri réttast að velta Floyd á hliðina. Chauvin vildi það ekki. Myndbandið má nálgast hér en rétt er að vara lesendur við efni þess. Vilja sjálfstæða krufningu Bráðabirgðaniðurstöður krufningar segja Floyd hafa dáið af nokkrum ástæðum. Í niðurstöðunum segir að hann hafi dáið vegna þess að hann hafi verið í járnum, undirliggjandi heilsukvilla og ölvunar. Ekkert kemur fram varðandi mögulega köfnun. Fjölskylda Floyd hefur farið fram að á sjálfstæði krufning fari fram.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira