Biskup fordæmir kirkjuheimsókn Bandaríkjaforseta Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2020 07:55 Trump heldur hér á biblíu fyrir utan St. Johns biskupakirkjuna í Washington D.C. í gær. SHAWN THEW/EPA Biskup biskupakirkjunnar í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. „Lof mér að vera algerlega skýr. Forsetinn var að nota Biblíuna, helgasta rit gyðing- og kristindóms, og eina af kirkjunum í biskupsdæmi mínu án leyfis, sem baksvið fyrir skilaboð sem ganga þvert gegn kenningum Jesú og öllu sem kirkjan okkar stendur fyrir,“ hefur CNN eftir Mariann Edgar Budde biskup. „Og til þess að gera það gaf hann leyfi fyrir notkun lögreglumanna í óeirðabúnaði á táragasi til þess að rýma svæðið í kringum kirkjuna. Ég er brjáluð.“ Trump heimsótti kirkjuna stuttu eftir ávarp sitt til bandarísku þjóðarinnar í gær. Þar hét hann því að vera forseti „laga og reglu“ og sagðist vera bandamaður þeirra sem mótmæla friðsamlega. Mikil óeirða- og mótmælaalda hefur gengið yfir Bandaríkin síðustu daga. Mótmælin snúa einna helst að kerfisbundnu ofbeldi lögreglunnar í landinu gegn svörtu fólki, en kveikja mótmælanna var morðið á George Floyd. Hann lést þegar lögreglumaðurinn Derek Chauvin hélt hné sínu á hálsi hans í nokkrar mínútur, með þeim afleiðingum að hann lést. Útgöngubann var ekki komið á Í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna, hafði útgöngubanni verið komið á frá klukkan sjö að kvöldi. Þrátt fyrir að klukkan væri aðeins um hálf sjö voru mótmælendur við kirkjuna beittir táragasi til þess að rýma svæðið. Budde biskup segir að hún og samstarfsfólk hennar hefðu ekki verið látin vita af fyrirhugaðri komu Trumps í kirkjuna. Þau hafi komist á snoðir um málið í gegnum fréttamiðla. Mariann Edgar Budde er yfir biskupakirkjunni í Washington D.C.Mark Wilson/Getty „Forsetinn bað ekki þegar hann kom að kirkjunni, né viðurkenndi hann sársaukann sem nú ríkir í landinu okkar, þá sérstaklega hjá svörtu fólki sem veltir fyrir sér hvort nokkur í valdastöðu muni nokkurn tíma viðurkenna vinnu þeirra, og krefjast þess réttilega að 400 ára kerfisbundinn rasismi og muni líða undir lok,“ sagði Budde. Hún segir jafnframt að biskupsdæmið í Washington standi með þeim sem mótmæla kynþáttafordómum og lögregluofbeldi. „Ég einfaldlega trúi ekki mínum eigin augum,“ sagði Budde um gærkvöldið. Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Biskup biskupakirkjunnar í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. „Lof mér að vera algerlega skýr. Forsetinn var að nota Biblíuna, helgasta rit gyðing- og kristindóms, og eina af kirkjunum í biskupsdæmi mínu án leyfis, sem baksvið fyrir skilaboð sem ganga þvert gegn kenningum Jesú og öllu sem kirkjan okkar stendur fyrir,“ hefur CNN eftir Mariann Edgar Budde biskup. „Og til þess að gera það gaf hann leyfi fyrir notkun lögreglumanna í óeirðabúnaði á táragasi til þess að rýma svæðið í kringum kirkjuna. Ég er brjáluð.“ Trump heimsótti kirkjuna stuttu eftir ávarp sitt til bandarísku þjóðarinnar í gær. Þar hét hann því að vera forseti „laga og reglu“ og sagðist vera bandamaður þeirra sem mótmæla friðsamlega. Mikil óeirða- og mótmælaalda hefur gengið yfir Bandaríkin síðustu daga. Mótmælin snúa einna helst að kerfisbundnu ofbeldi lögreglunnar í landinu gegn svörtu fólki, en kveikja mótmælanna var morðið á George Floyd. Hann lést þegar lögreglumaðurinn Derek Chauvin hélt hné sínu á hálsi hans í nokkrar mínútur, með þeim afleiðingum að hann lést. Útgöngubann var ekki komið á Í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna, hafði útgöngubanni verið komið á frá klukkan sjö að kvöldi. Þrátt fyrir að klukkan væri aðeins um hálf sjö voru mótmælendur við kirkjuna beittir táragasi til þess að rýma svæðið. Budde biskup segir að hún og samstarfsfólk hennar hefðu ekki verið látin vita af fyrirhugaðri komu Trumps í kirkjuna. Þau hafi komist á snoðir um málið í gegnum fréttamiðla. Mariann Edgar Budde er yfir biskupakirkjunni í Washington D.C.Mark Wilson/Getty „Forsetinn bað ekki þegar hann kom að kirkjunni, né viðurkenndi hann sársaukann sem nú ríkir í landinu okkar, þá sérstaklega hjá svörtu fólki sem veltir fyrir sér hvort nokkur í valdastöðu muni nokkurn tíma viðurkenna vinnu þeirra, og krefjast þess réttilega að 400 ára kerfisbundinn rasismi og muni líða undir lok,“ sagði Budde. Hún segir jafnframt að biskupsdæmið í Washington standi með þeim sem mótmæla kynþáttafordómum og lögregluofbeldi. „Ég einfaldlega trúi ekki mínum eigin augum,“ sagði Budde um gærkvöldið.
Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira