Fimm lögreglumenn skotnir í mótmælum vestanhafs Kjartan Kjartansson skrifar 2. júní 2020 13:39 Löreglumenn þegar þeir byrjuðu að rýma garð utan við Hvíta húsið í gærkvöldi. AP/Alex Brandon Að minnsta kosti fimm lögreglumenn eru sagðir hafa orðið fyrir byssukúlum í mótmælum vegna dauða blökkumanns í haldi lögreglu í gærkvöldi. Lögreglumennirnir eru ekki taldir lífshættulega særðir. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að beita hernum til að stöðva mótmæli og óeirðir. Mótmælin vegna dauða George Floyd í haldi lögreglunnar í Minneapolis í síðustu viku hafa sums staðar leyst upp í óeirðir. Óeirðaseggir hafa valdið eignaspjöllum og látið greipar sópa í verslunum. Þungvopnaðir lögreglumenn hafa víða beitt hörku gegn friðsömum mótmælendum og fréttamönnum. Þannig skutu herlögreglumenn táragasi og gúmmíkúlum að mótmælendum til að rýma torg við Hvíta húsið svo að Trump gæti látið taka myndir af sér við kirkju sem varð fyrir skemmdum í óeirðum um helgina. Reuters-fréttastofan segir að fjórir lögreglumenn hafi orðið fyrir skotum eftir að í brýnu sló á milli lögreglu og mótmælenda í St. Louis í Missouri í gærkvöldi. Lögreglumennirnir hafi verið fluttir á sjúkrahús með sár sem eru ekki talin lífshættuleg. John W. Hayden, lögreglustjórinn í St. Louis, segir að tveir lögreglumannanna hafi verið skotnir í fótlegginn, sá þriðji í fótinn og sá fjórði í handlegginn. Enginn hefur verið handtekinn vegna þess enn sem komið er, að sögn Washington Post. Í Las Vegas varð lögreglumaður einnig fyrir byssukúlu á aðalgötu borgarinnar. Annar lögreglumaður er sagður hafa átt aðild að „skotatviki“ á svipuðum slóðum. Lögreglan í borginni veitti ekki frekari upplýsingar um atvikin eða sár lögreglumannsins. Las Vegas Sun segir að lögreglumaður hafi skotið óbreyttan borgara. Mótmælin vegna dauða Floyd hafa orðið yfirvöldum í fjölda borga tilefni til að setja á útgöngubann sem hafa ekki sést frá því í kjölfar morðsins á blökkumannaleiðtoganum Martin Luther King yngri árið 1968. Þjóðvarðliðið hefur verið kallað út í 23 ríkjum auk Washington-borgar. Dauði George Floyd í haldi lögreglu hefur enn á ný ýft upp sár bandarískra blökkumanna sem hafa lengi sakað lögregluna um kynþáttahyggju. Mótmæli og óeirðir hafa brotist út við og við undanfarin ár í kjölfar drápa lögreglumanna á óvopnuðum blökkumönnum. Mótmælin nú eru þó ein þó mestu í áratugi.AP/Jeff Roberson Rýmdu torg fyrir myndatöku fyrir Trump Myndband af því þegar lögreglumaður hélt George Floyd, óvopnuðum blökkumanni, niðri með því að halda hné sínu á hálsi hans á meðan þrír aðrir lögregluþjónar standa aðgerðalausir hjá hefur valdið mikilli reiði í Bandaríkjunum. Á því heyrist Floyd grátbiðja lögreglumennina um að sleppa sér því hann nái ekki andanum. Vegfarendur heyrast ennfremur hvetja lögreglumanninn til að taka hnéð af hálsi Floyd. Skömmu síðar lést Floyd og hafa réttarmeinafræðingar skorið úr um að hann hafi kafnað. Trump hefur verið sakaður um að hella olíu á eldinn með því að hóta því ítrekað að skjóta eða beita mótmælendurna ofbeldi. Í ávarpi við Hvíta húsið í gær lýsti forsetinn sig „bandamanna friðsamra mótmælenda“ á sama tíma og herlögreglumenn létu til skarar skríða gegn friðsömum mótmælendum við Lafayette-torg fyrir utan. Hótaði hann því jafnframt að ræsa út herinn til að stöðva mótmælin. Í ljós kom að torgið var rýmt til þess að Trump og nokkrir ráðgjafar hans gætu gengið yfir að St. John‘s-kirkjunni við torgið sem skemmdist lítillega í óeirðum um helgina. Þar lét Trump mynda sig með Biblíu í hendinni án þess að tjá sig frekar. Hvíta húsið nýtti síðan myndefnið í myndband sem það birti á samfélagsmiðlum og var sagt líkjast kosningaauglýsingu. Mariann Budde, biskup biskupakirkjunnar í Washington, brást ævareið við því að Trump og Hvíta húsið hefðu notað kirkjuna sem „leikmun“ í gær. Forsvarsmenn kirkjunnar hefðu ekki verið látnir vita af því hvað stæði til „Allt sem hann hefur sagt og gert hefur verið að kynda undir ofbeldi,“ sagði Budde um forsetann. Leiðtogar Demókrataflokksins fordæmdu aðgerðir herlögreglunnar gegn mótmælendunum við Hvíta húsið í sameiginlegri yfirlýsingu í gærkvöldi. „Að beita táragasi á friðsama mótmælendur að tilefnislausu til þess að forsetinn gæti setið fyrir á myndum fyrir utan kirkju vanvirðir öllu gildi sem trúin kennir okkur. Við hvetjum forsetann, löggæslustofnanir og alla þá sem er treyst fyrir ábyrgðarstöðum til þess að virða reisn og réttindi allra Bandaríkjanna,“ sögðu þau Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, og Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni. Ástralir rannsaka árás á fréttamenn Víða hafa mótmælendur og fjölmiðlamenn kvartað undan hrottaskap lögreglu. Nokkur fjöldi fréttamanna hefur verið særður eða handtekinn af lögreglu þegar þeir hafa fjallað um mótmælin. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur beðið sendiráð landsins í Washington-borg um að rannsaka atvik þar sem lögreglumaður í óeirðarbúningi sló myndatökumann og fréttamann ástralskrar sjónvarpsstöðvar sem fylgdust með mótmælunum við Lafayette-torg. Watch the shocking moment #7NEWS reporter @AmeliaBrace and our cameraman were knocked over by a police officer LIVE on air after chaos erupted in Washington DC. pic.twitter.com/R8KJLnfxPN— Sunrise (@sunriseon7) June 1, 2020 Donald Trump Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Biskup fordæmir kirkjuheimsókn Bandaríkjaforseta Biskup í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. 2. júní 2020 07:55 Hundrað tilfelli ofbeldis gegn fréttamönnum í óeirðunum Hátt í hundrað fréttamenn greindu frá því að lögreglan hafi beint spjótum sínum að þeim í mótmælum helgarinnar í Bandaríkjunum. Lögreglan hafi beitt táragasi, piparspreyi og gúmmíkúlum gegn þeim. 2. júní 2020 13:33 Hafna hugmyndum forsetans um að herinn verði látinn kveða niður mótmælin Ríkisstjórar nokkurra ríkja í Bandaríkjunum hafa hafnað hugmynd Donalds Trump um að herinn yrði sendur á götur út til að kveða niður mótmælaölduna sem risið hefur í landinu. 2. júní 2020 06:46 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Sjá meira
Að minnsta kosti fimm lögreglumenn eru sagðir hafa orðið fyrir byssukúlum í mótmælum vegna dauða blökkumanns í haldi lögreglu í gærkvöldi. Lögreglumennirnir eru ekki taldir lífshættulega særðir. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að beita hernum til að stöðva mótmæli og óeirðir. Mótmælin vegna dauða George Floyd í haldi lögreglunnar í Minneapolis í síðustu viku hafa sums staðar leyst upp í óeirðir. Óeirðaseggir hafa valdið eignaspjöllum og látið greipar sópa í verslunum. Þungvopnaðir lögreglumenn hafa víða beitt hörku gegn friðsömum mótmælendum og fréttamönnum. Þannig skutu herlögreglumenn táragasi og gúmmíkúlum að mótmælendum til að rýma torg við Hvíta húsið svo að Trump gæti látið taka myndir af sér við kirkju sem varð fyrir skemmdum í óeirðum um helgina. Reuters-fréttastofan segir að fjórir lögreglumenn hafi orðið fyrir skotum eftir að í brýnu sló á milli lögreglu og mótmælenda í St. Louis í Missouri í gærkvöldi. Lögreglumennirnir hafi verið fluttir á sjúkrahús með sár sem eru ekki talin lífshættuleg. John W. Hayden, lögreglustjórinn í St. Louis, segir að tveir lögreglumannanna hafi verið skotnir í fótlegginn, sá þriðji í fótinn og sá fjórði í handlegginn. Enginn hefur verið handtekinn vegna þess enn sem komið er, að sögn Washington Post. Í Las Vegas varð lögreglumaður einnig fyrir byssukúlu á aðalgötu borgarinnar. Annar lögreglumaður er sagður hafa átt aðild að „skotatviki“ á svipuðum slóðum. Lögreglan í borginni veitti ekki frekari upplýsingar um atvikin eða sár lögreglumannsins. Las Vegas Sun segir að lögreglumaður hafi skotið óbreyttan borgara. Mótmælin vegna dauða Floyd hafa orðið yfirvöldum í fjölda borga tilefni til að setja á útgöngubann sem hafa ekki sést frá því í kjölfar morðsins á blökkumannaleiðtoganum Martin Luther King yngri árið 1968. Þjóðvarðliðið hefur verið kallað út í 23 ríkjum auk Washington-borgar. Dauði George Floyd í haldi lögreglu hefur enn á ný ýft upp sár bandarískra blökkumanna sem hafa lengi sakað lögregluna um kynþáttahyggju. Mótmæli og óeirðir hafa brotist út við og við undanfarin ár í kjölfar drápa lögreglumanna á óvopnuðum blökkumönnum. Mótmælin nú eru þó ein þó mestu í áratugi.AP/Jeff Roberson Rýmdu torg fyrir myndatöku fyrir Trump Myndband af því þegar lögreglumaður hélt George Floyd, óvopnuðum blökkumanni, niðri með því að halda hné sínu á hálsi hans á meðan þrír aðrir lögregluþjónar standa aðgerðalausir hjá hefur valdið mikilli reiði í Bandaríkjunum. Á því heyrist Floyd grátbiðja lögreglumennina um að sleppa sér því hann nái ekki andanum. Vegfarendur heyrast ennfremur hvetja lögreglumanninn til að taka hnéð af hálsi Floyd. Skömmu síðar lést Floyd og hafa réttarmeinafræðingar skorið úr um að hann hafi kafnað. Trump hefur verið sakaður um að hella olíu á eldinn með því að hóta því ítrekað að skjóta eða beita mótmælendurna ofbeldi. Í ávarpi við Hvíta húsið í gær lýsti forsetinn sig „bandamanna friðsamra mótmælenda“ á sama tíma og herlögreglumenn létu til skarar skríða gegn friðsömum mótmælendum við Lafayette-torg fyrir utan. Hótaði hann því jafnframt að ræsa út herinn til að stöðva mótmælin. Í ljós kom að torgið var rýmt til þess að Trump og nokkrir ráðgjafar hans gætu gengið yfir að St. John‘s-kirkjunni við torgið sem skemmdist lítillega í óeirðum um helgina. Þar lét Trump mynda sig með Biblíu í hendinni án þess að tjá sig frekar. Hvíta húsið nýtti síðan myndefnið í myndband sem það birti á samfélagsmiðlum og var sagt líkjast kosningaauglýsingu. Mariann Budde, biskup biskupakirkjunnar í Washington, brást ævareið við því að Trump og Hvíta húsið hefðu notað kirkjuna sem „leikmun“ í gær. Forsvarsmenn kirkjunnar hefðu ekki verið látnir vita af því hvað stæði til „Allt sem hann hefur sagt og gert hefur verið að kynda undir ofbeldi,“ sagði Budde um forsetann. Leiðtogar Demókrataflokksins fordæmdu aðgerðir herlögreglunnar gegn mótmælendunum við Hvíta húsið í sameiginlegri yfirlýsingu í gærkvöldi. „Að beita táragasi á friðsama mótmælendur að tilefnislausu til þess að forsetinn gæti setið fyrir á myndum fyrir utan kirkju vanvirðir öllu gildi sem trúin kennir okkur. Við hvetjum forsetann, löggæslustofnanir og alla þá sem er treyst fyrir ábyrgðarstöðum til þess að virða reisn og réttindi allra Bandaríkjanna,“ sögðu þau Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, og Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni. Ástralir rannsaka árás á fréttamenn Víða hafa mótmælendur og fjölmiðlamenn kvartað undan hrottaskap lögreglu. Nokkur fjöldi fréttamanna hefur verið særður eða handtekinn af lögreglu þegar þeir hafa fjallað um mótmælin. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur beðið sendiráð landsins í Washington-borg um að rannsaka atvik þar sem lögreglumaður í óeirðarbúningi sló myndatökumann og fréttamann ástralskrar sjónvarpsstöðvar sem fylgdust með mótmælunum við Lafayette-torg. Watch the shocking moment #7NEWS reporter @AmeliaBrace and our cameraman were knocked over by a police officer LIVE on air after chaos erupted in Washington DC. pic.twitter.com/R8KJLnfxPN— Sunrise (@sunriseon7) June 1, 2020
Donald Trump Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Biskup fordæmir kirkjuheimsókn Bandaríkjaforseta Biskup í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. 2. júní 2020 07:55 Hundrað tilfelli ofbeldis gegn fréttamönnum í óeirðunum Hátt í hundrað fréttamenn greindu frá því að lögreglan hafi beint spjótum sínum að þeim í mótmælum helgarinnar í Bandaríkjunum. Lögreglan hafi beitt táragasi, piparspreyi og gúmmíkúlum gegn þeim. 2. júní 2020 13:33 Hafna hugmyndum forsetans um að herinn verði látinn kveða niður mótmælin Ríkisstjórar nokkurra ríkja í Bandaríkjunum hafa hafnað hugmynd Donalds Trump um að herinn yrði sendur á götur út til að kveða niður mótmælaölduna sem risið hefur í landinu. 2. júní 2020 06:46 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Sjá meira
Biskup fordæmir kirkjuheimsókn Bandaríkjaforseta Biskup í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. 2. júní 2020 07:55
Hundrað tilfelli ofbeldis gegn fréttamönnum í óeirðunum Hátt í hundrað fréttamenn greindu frá því að lögreglan hafi beint spjótum sínum að þeim í mótmælum helgarinnar í Bandaríkjunum. Lögreglan hafi beitt táragasi, piparspreyi og gúmmíkúlum gegn þeim. 2. júní 2020 13:33
Hafna hugmyndum forsetans um að herinn verði látinn kveða niður mótmælin Ríkisstjórar nokkurra ríkja í Bandaríkjunum hafa hafnað hugmynd Donalds Trump um að herinn yrði sendur á götur út til að kveða niður mótmælaölduna sem risið hefur í landinu. 2. júní 2020 06:46