Leggja sumir af stað til framleiðslulandsins þegar þeir eru kallaðir heim Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. júní 2020 08:23 Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu. Vísir/einar Um tíu þúsund drónar eru nú í notkun á landinu en lítið er um brot á reglum um notkun þeirra. Upplýsingafulltrúi Samgöngustofu leggur áherslu á að drónar séu skráðir á rétt heimilisfang, en borið hefur á því að þeir leggi af stað til framleiðslulandsins Kína í stað þess að snúa við þegar þeir eru kallaðir heim. Með sumarkomu og hækkandi sól taka margir drónaflugmenn fram dróna sína. Þórhildur Elín Elínardóttir upplýsingafulltrúi Samgöngustofu segir að alltaf sé að fjölga í hópi drónaflugmanna. „Við gerum ráð fyrir því að það séu um 10 þúsund drónar á Íslandi núna og þar af eru um það bil 600 notaðir í atvinnuskyni.“ Lögð sé rík áhersla á atvinnudrónar séu skráðir, hvort sem þeir séu notaðir við myndatöku, fréttaöflun eða rannsóknir. Ákveðnar reglur gilda um drónaflug. Til að mynda reglur um flug í grennd við íbúðarhúsnæði og almennar reglur um vernd eignarréttar, friðhelgi einkalífs og persónuvernd. Þá má ekki nota dróna í grennd við flugvelli. Þórhildur segir að lítið sé um kvartanir vegna dróna. „Við höfum auðvitað fengið nokkrar og lögreglan nokkrar en yfir höfuð virðist vera sem drónanotkun sé mjög friðsamleg útgerð hér á íslandi.“ Drónaflugmenn á Íslandi virðist ábyrgir notendur. „Það sem áður kannski fólk upplifði mannfjöldi niðri á Arnarhóli til dæmis allt í einu kom svífandi dróni yfir, það er eitthvað sem við höfum ekki orðið vör við á umliðnum árum.“ Ekki þarf að skrá dróna sem notaðir eru í tómstundaflugi en Þórhildur leggur áherslu á að fólk merki drónann sinn og stilli á rétt heimilisfang. Samgöngustofa hefur fengið veður af því að fólk týni drónunum sínum. „Og drónar eru gjarnan með ákveðinni virkni þannig að þeir leggja af stað heim ef þeir týnast en það er ekki endilega alltaf sem er búið að endurstilla þetta heim, þannig að sumir leggja bara af stað til framleiðslulandsins sem gæti verið Kína.“ Tækni Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Um tíu þúsund drónar eru nú í notkun á landinu en lítið er um brot á reglum um notkun þeirra. Upplýsingafulltrúi Samgöngustofu leggur áherslu á að drónar séu skráðir á rétt heimilisfang, en borið hefur á því að þeir leggi af stað til framleiðslulandsins Kína í stað þess að snúa við þegar þeir eru kallaðir heim. Með sumarkomu og hækkandi sól taka margir drónaflugmenn fram dróna sína. Þórhildur Elín Elínardóttir upplýsingafulltrúi Samgöngustofu segir að alltaf sé að fjölga í hópi drónaflugmanna. „Við gerum ráð fyrir því að það séu um 10 þúsund drónar á Íslandi núna og þar af eru um það bil 600 notaðir í atvinnuskyni.“ Lögð sé rík áhersla á atvinnudrónar séu skráðir, hvort sem þeir séu notaðir við myndatöku, fréttaöflun eða rannsóknir. Ákveðnar reglur gilda um drónaflug. Til að mynda reglur um flug í grennd við íbúðarhúsnæði og almennar reglur um vernd eignarréttar, friðhelgi einkalífs og persónuvernd. Þá má ekki nota dróna í grennd við flugvelli. Þórhildur segir að lítið sé um kvartanir vegna dróna. „Við höfum auðvitað fengið nokkrar og lögreglan nokkrar en yfir höfuð virðist vera sem drónanotkun sé mjög friðsamleg útgerð hér á íslandi.“ Drónaflugmenn á Íslandi virðist ábyrgir notendur. „Það sem áður kannski fólk upplifði mannfjöldi niðri á Arnarhóli til dæmis allt í einu kom svífandi dróni yfir, það er eitthvað sem við höfum ekki orðið vör við á umliðnum árum.“ Ekki þarf að skrá dróna sem notaðir eru í tómstundaflugi en Þórhildur leggur áherslu á að fólk merki drónann sinn og stilli á rétt heimilisfang. Samgöngustofa hefur fengið veður af því að fólk týni drónunum sínum. „Og drónar eru gjarnan með ákveðinni virkni þannig að þeir leggja af stað heim ef þeir týnast en það er ekki endilega alltaf sem er búið að endurstilla þetta heim, þannig að sumir leggja bara af stað til framleiðslulandsins sem gæti verið Kína.“
Tækni Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira