„Það eina sem er rangt að segja er að segja ekki neitt“ Sylvía Hall skrifar 4. júní 2020 16:27 Meghan Markle ávarpaði útskriftarárgang gamla skóla síns. Skjáskot Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, segist vera miður sín að börn þurfi að alast upp í heimi þar sem kynþáttafordómar viðgangist. Hún nýtti ávarp sitt til útskriftarnema í sínum gamla skóla til þess að vekja athygli á málstaðnum sem mótmælendur um Bandaríkin og allan heim berjast fyrir. „Undanfarnar vikur hef ég verið að undirbúa nokkur orð fyrir ykkur á útskriftardaginn og eins og við höfum öll séð undanfarna viku er það sem er að gerast í landinu okkar, ríkinu og heimabæ okkar átakanlegt,“ sagði Meghan í ávarpi sínu. Hún segist varla þurfa að taka það fram að líf svartra skipti máli. Það sé eitthvað sem allir eigi að vita en það væri hræðilegt að sjá kynþáttafordómana sem væru enn til staðar í samfélaginu. Hún hafi lengi reynt að finna réttu orðin en hafi óttast að segja eitthvað rangt, sem yrði síðar tekið úr samhengi. „Það eina sem er rangt að segja er að segja ekki neitt. Því líf George Floyd skipti máli, og líf Breonna Taylor skipti máli, og líf Philando Castile skipti máli, og líf Tamir Rice skipti máli og líf svo margra annarra sem við bæði þekkjum og þekkjum ekki,“ sagði Markle. Á vef Reuters kemur fram að ávarp Markle sé í andstöðu við þá hefð bresku konungsfjölskyldunnar að tjá sig ekki um pólitísk málefni. Hertogahjónin hafa hins vegar sagt sig frá konunglegum skyldum og búa nú í Los Angeles með syni sínum Archie. Dauði George Floyd Black Lives Matter Kóngafólk Kynþáttafordómar Harry og Meghan Tengdar fréttir Herða ákærur á hendur lögreglumanninum sem kraup á hálsi Floyd Yfirvöld í Minnesota-ríki Bandaríkjanna hafa hert ákæruna á hendur Derek Chauvin, lögreglumanninum fyrrverandi sem kraup á hálsi George Floyd þann 25. maí síðastliðinn. 3. júní 2020 20:38 „Það á að vera þungt, þetta er ekki auðvelt“ Talið er að yfir þrjú þúsund manns hafi komið saman á samstöðumótmælum á Austurvelli síðdegis í dag. Mótmælin eru skipulögð vegna ástandsins vestanhafs þar sem mótmælt hefur verið í öllum ríkjum Bandaríkjanna vegna dauða George Floyd. 3. júní 2020 19:06 Rísa upp eftir viðvarandi ofbeldi í aldanna rás segja „hingað og ekki lengra“ Silja Bára Ómarsdóttir segir að mótmælin vegna morðsins á George Floyd í Minneapolis eigi sér langan aðdraganda. Kynþáttahyggja samofin kerfum landsins sé viðvarandi vandamál sem bandarískt samfélag hafi ekki tekist á við. 3. júní 2020 13:49 Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Fleiri fréttir Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Sjá meira
Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, segist vera miður sín að börn þurfi að alast upp í heimi þar sem kynþáttafordómar viðgangist. Hún nýtti ávarp sitt til útskriftarnema í sínum gamla skóla til þess að vekja athygli á málstaðnum sem mótmælendur um Bandaríkin og allan heim berjast fyrir. „Undanfarnar vikur hef ég verið að undirbúa nokkur orð fyrir ykkur á útskriftardaginn og eins og við höfum öll séð undanfarna viku er það sem er að gerast í landinu okkar, ríkinu og heimabæ okkar átakanlegt,“ sagði Meghan í ávarpi sínu. Hún segist varla þurfa að taka það fram að líf svartra skipti máli. Það sé eitthvað sem allir eigi að vita en það væri hræðilegt að sjá kynþáttafordómana sem væru enn til staðar í samfélaginu. Hún hafi lengi reynt að finna réttu orðin en hafi óttast að segja eitthvað rangt, sem yrði síðar tekið úr samhengi. „Það eina sem er rangt að segja er að segja ekki neitt. Því líf George Floyd skipti máli, og líf Breonna Taylor skipti máli, og líf Philando Castile skipti máli, og líf Tamir Rice skipti máli og líf svo margra annarra sem við bæði þekkjum og þekkjum ekki,“ sagði Markle. Á vef Reuters kemur fram að ávarp Markle sé í andstöðu við þá hefð bresku konungsfjölskyldunnar að tjá sig ekki um pólitísk málefni. Hertogahjónin hafa hins vegar sagt sig frá konunglegum skyldum og búa nú í Los Angeles með syni sínum Archie.
Dauði George Floyd Black Lives Matter Kóngafólk Kynþáttafordómar Harry og Meghan Tengdar fréttir Herða ákærur á hendur lögreglumanninum sem kraup á hálsi Floyd Yfirvöld í Minnesota-ríki Bandaríkjanna hafa hert ákæruna á hendur Derek Chauvin, lögreglumanninum fyrrverandi sem kraup á hálsi George Floyd þann 25. maí síðastliðinn. 3. júní 2020 20:38 „Það á að vera þungt, þetta er ekki auðvelt“ Talið er að yfir þrjú þúsund manns hafi komið saman á samstöðumótmælum á Austurvelli síðdegis í dag. Mótmælin eru skipulögð vegna ástandsins vestanhafs þar sem mótmælt hefur verið í öllum ríkjum Bandaríkjanna vegna dauða George Floyd. 3. júní 2020 19:06 Rísa upp eftir viðvarandi ofbeldi í aldanna rás segja „hingað og ekki lengra“ Silja Bára Ómarsdóttir segir að mótmælin vegna morðsins á George Floyd í Minneapolis eigi sér langan aðdraganda. Kynþáttahyggja samofin kerfum landsins sé viðvarandi vandamál sem bandarískt samfélag hafi ekki tekist á við. 3. júní 2020 13:49 Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Fleiri fréttir Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Sjá meira
Herða ákærur á hendur lögreglumanninum sem kraup á hálsi Floyd Yfirvöld í Minnesota-ríki Bandaríkjanna hafa hert ákæruna á hendur Derek Chauvin, lögreglumanninum fyrrverandi sem kraup á hálsi George Floyd þann 25. maí síðastliðinn. 3. júní 2020 20:38
„Það á að vera þungt, þetta er ekki auðvelt“ Talið er að yfir þrjú þúsund manns hafi komið saman á samstöðumótmælum á Austurvelli síðdegis í dag. Mótmælin eru skipulögð vegna ástandsins vestanhafs þar sem mótmælt hefur verið í öllum ríkjum Bandaríkjanna vegna dauða George Floyd. 3. júní 2020 19:06
Rísa upp eftir viðvarandi ofbeldi í aldanna rás segja „hingað og ekki lengra“ Silja Bára Ómarsdóttir segir að mótmælin vegna morðsins á George Floyd í Minneapolis eigi sér langan aðdraganda. Kynþáttahyggja samofin kerfum landsins sé viðvarandi vandamál sem bandarískt samfélag hafi ekki tekist á við. 3. júní 2020 13:49