Búast við fjölmennum mótmælum í Washington Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2020 11:33 Borgarstjórinn lét letra „Svört líf skipta máli“ á 16. stræti sem liggur að Hvíta húsinu í gær. Búist er við einum fjölmennustu mótmælum í sögu borgarinnar í dag. Vísir/EPA Yfirvöld í Washington-borg búa sig undir fjölmenn mótmæli þar í dag á sama tíma og ákveðið hefur verið að afvopna þjóðvarðliða og senda hermenn heim frá borginni. Samstöðumótmæli vegna dauða óvopnaðs blökkumanns í haldi lögreglu fóru fram í Ástralíu og Asíu í dag. Dauði George Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í haldi lögreglunna í Minneapolis í síðustu viku hefur valdið mikilli reiði í Bandaríkjunum og víða um heim. Hann lést eftir að lögreglumaður hvíldi hné sitt á hálsinum á honum í um níu mínútur á meðan þrír aðrir lögregluþjónar stóðu hjá. Þeir hafa nú verið ákærðir fyrir morð. Mótmæli gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþátthyggju hafa geisað í kjölfarið en þeim hafa sums staðar fylgt óeirðir og gripdeildir. Lögreglumenn hafa víða gerst sekir um ofbeldi og hörku gegn mótmælendunum. Búist er við miklum mannfjölda í Washington-borg á tólfta degi mótmælanna í dag, að sögn Peters Newsham, lögreglustjórans þar. Mótmælin gætu jafnvel orðin ein þau stærstu í sögu borgarinnar. Aðgerðasinnar hafa kallað eftir milljón manna mótmælum í höfuðstaðnum. Donald Trump forseti vakti furðu og reiði á öðrum degi hvítasunnu þegar hann hótaði að láta herinn kveða niður mótmæli og óspektir í landinu. Núverandi og fyrrverandi yfirmenn hersins hafa mótmælt þeim áformum. Washington Post segir að varnarmálaráðuneytið hafi nú ákveðið að skipa þjóðvarðliðum sem voru kallaðir út í höfuðborginni að nota ekki skotvopn eða skotfæri og að hermenn sem voru sendir að henni verði afturkallaðir. Þrátt fyrir að Trump hafi verið harðorður í yfirlýsingum um mótmælendur hefur hann einnig lýst andstyggð á myndbandi sem sýndi dauða Floyd í haldi lögreglunnar. Í gær virtist hann þó byrjaður að draga í land með það. Þá endurtísti Trump tísti þar sem réttmæti þess að Floyd væri hampað sem „hetju“ var dregið í efa. I don't care WHAT George Floyd did. The officer should have never treated him like that and killed him! But we still must ask: Is he a HERO? BLEXIT founder @RealCandaceO gave her thoughts: "The fact that he has been held up as a martyr sickens me." pic.twitter.com/0Tm47x5Cc8— Glenn Beck (@glennbeck) June 4, 2020 Mótmæltu ofbeldi í Bandaríkjunum og í heimalandinu Þúsundir manna komu saman í borgum í Ástralíu og hundruð í Tókýó og Seúl til þess að sýna bandarísku mótmælendum samstöðu sína í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Búist er við sambærilegum mótmælum víð í Evrópu. Í Brisbane, þar sem mótmælendur voru með grímur og gættu að félagsforðum vegna kórónuveirufaraldursins, kom um 10.000 manns saman friðsamlega og héldu á lofti skiltum sem á var letrað „Svört líf skipta máli“, slagorði mótmælenda í Bandaríkjunum. Sumir vöfðu um sig fána frumbyggja og mótmæltu því sem þeir segja ofbeldi áströlsku lögreglunnar gegn þeim. Í Tókýó beindust mótmælin meðal annars að meðferð lögreglunnar þar á kúrdískum manni sem var stöðvaður við akstur og hrint í jörðina. „Ég vil sýna að það er kynþáttahyggja í Japan núna,“ sagði framhaldsskólanemi á mótmælunum í Tókýó við Reuters. Dauði George Floyd Bandaríkin Ástralía Japan Tengdar fréttir Deildi bréfi þar sem mótmælendur eru kallaðir hryðjuverkamenn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi í gær bréfi þar sem fyrrverandi lögmaður hans kallar mótmælendur hryðjuverkamenn og skrifar fjölda ósanninda og dylgjur. 5. júní 2020 09:13 „Takið hnén á ykkur af hálsunum á okkur“ Hné lögreglumannsins á hálsi George Floyd er myndlíking fyrir þann raunveruleika sem þeldökkir Bandaríkjamenn glíma við á hverjum degi að mati séra Al Sharpton. 4. júní 2020 23:30 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Sjá meira
Yfirvöld í Washington-borg búa sig undir fjölmenn mótmæli þar í dag á sama tíma og ákveðið hefur verið að afvopna þjóðvarðliða og senda hermenn heim frá borginni. Samstöðumótmæli vegna dauða óvopnaðs blökkumanns í haldi lögreglu fóru fram í Ástralíu og Asíu í dag. Dauði George Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í haldi lögreglunna í Minneapolis í síðustu viku hefur valdið mikilli reiði í Bandaríkjunum og víða um heim. Hann lést eftir að lögreglumaður hvíldi hné sitt á hálsinum á honum í um níu mínútur á meðan þrír aðrir lögregluþjónar stóðu hjá. Þeir hafa nú verið ákærðir fyrir morð. Mótmæli gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþátthyggju hafa geisað í kjölfarið en þeim hafa sums staðar fylgt óeirðir og gripdeildir. Lögreglumenn hafa víða gerst sekir um ofbeldi og hörku gegn mótmælendunum. Búist er við miklum mannfjölda í Washington-borg á tólfta degi mótmælanna í dag, að sögn Peters Newsham, lögreglustjórans þar. Mótmælin gætu jafnvel orðin ein þau stærstu í sögu borgarinnar. Aðgerðasinnar hafa kallað eftir milljón manna mótmælum í höfuðstaðnum. Donald Trump forseti vakti furðu og reiði á öðrum degi hvítasunnu þegar hann hótaði að láta herinn kveða niður mótmæli og óspektir í landinu. Núverandi og fyrrverandi yfirmenn hersins hafa mótmælt þeim áformum. Washington Post segir að varnarmálaráðuneytið hafi nú ákveðið að skipa þjóðvarðliðum sem voru kallaðir út í höfuðborginni að nota ekki skotvopn eða skotfæri og að hermenn sem voru sendir að henni verði afturkallaðir. Þrátt fyrir að Trump hafi verið harðorður í yfirlýsingum um mótmælendur hefur hann einnig lýst andstyggð á myndbandi sem sýndi dauða Floyd í haldi lögreglunnar. Í gær virtist hann þó byrjaður að draga í land með það. Þá endurtísti Trump tísti þar sem réttmæti þess að Floyd væri hampað sem „hetju“ var dregið í efa. I don't care WHAT George Floyd did. The officer should have never treated him like that and killed him! But we still must ask: Is he a HERO? BLEXIT founder @RealCandaceO gave her thoughts: "The fact that he has been held up as a martyr sickens me." pic.twitter.com/0Tm47x5Cc8— Glenn Beck (@glennbeck) June 4, 2020 Mótmæltu ofbeldi í Bandaríkjunum og í heimalandinu Þúsundir manna komu saman í borgum í Ástralíu og hundruð í Tókýó og Seúl til þess að sýna bandarísku mótmælendum samstöðu sína í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Búist er við sambærilegum mótmælum víð í Evrópu. Í Brisbane, þar sem mótmælendur voru með grímur og gættu að félagsforðum vegna kórónuveirufaraldursins, kom um 10.000 manns saman friðsamlega og héldu á lofti skiltum sem á var letrað „Svört líf skipta máli“, slagorði mótmælenda í Bandaríkjunum. Sumir vöfðu um sig fána frumbyggja og mótmæltu því sem þeir segja ofbeldi áströlsku lögreglunnar gegn þeim. Í Tókýó beindust mótmælin meðal annars að meðferð lögreglunnar þar á kúrdískum manni sem var stöðvaður við akstur og hrint í jörðina. „Ég vil sýna að það er kynþáttahyggja í Japan núna,“ sagði framhaldsskólanemi á mótmælunum í Tókýó við Reuters.
Dauði George Floyd Bandaríkin Ástralía Japan Tengdar fréttir Deildi bréfi þar sem mótmælendur eru kallaðir hryðjuverkamenn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi í gær bréfi þar sem fyrrverandi lögmaður hans kallar mótmælendur hryðjuverkamenn og skrifar fjölda ósanninda og dylgjur. 5. júní 2020 09:13 „Takið hnén á ykkur af hálsunum á okkur“ Hné lögreglumannsins á hálsi George Floyd er myndlíking fyrir þann raunveruleika sem þeldökkir Bandaríkjamenn glíma við á hverjum degi að mati séra Al Sharpton. 4. júní 2020 23:30 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Sjá meira
Deildi bréfi þar sem mótmælendur eru kallaðir hryðjuverkamenn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi í gær bréfi þar sem fyrrverandi lögmaður hans kallar mótmælendur hryðjuverkamenn og skrifar fjölda ósanninda og dylgjur. 5. júní 2020 09:13
„Takið hnén á ykkur af hálsunum á okkur“ Hné lögreglumannsins á hálsi George Floyd er myndlíking fyrir þann raunveruleika sem þeldökkir Bandaríkjamenn glíma við á hverjum degi að mati séra Al Sharpton. 4. júní 2020 23:30