Búast við fjölmennum mótmælum í Washington Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2020 11:33 Borgarstjórinn lét letra „Svört líf skipta máli“ á 16. stræti sem liggur að Hvíta húsinu í gær. Búist er við einum fjölmennustu mótmælum í sögu borgarinnar í dag. Vísir/EPA Yfirvöld í Washington-borg búa sig undir fjölmenn mótmæli þar í dag á sama tíma og ákveðið hefur verið að afvopna þjóðvarðliða og senda hermenn heim frá borginni. Samstöðumótmæli vegna dauða óvopnaðs blökkumanns í haldi lögreglu fóru fram í Ástralíu og Asíu í dag. Dauði George Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í haldi lögreglunna í Minneapolis í síðustu viku hefur valdið mikilli reiði í Bandaríkjunum og víða um heim. Hann lést eftir að lögreglumaður hvíldi hné sitt á hálsinum á honum í um níu mínútur á meðan þrír aðrir lögregluþjónar stóðu hjá. Þeir hafa nú verið ákærðir fyrir morð. Mótmæli gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþátthyggju hafa geisað í kjölfarið en þeim hafa sums staðar fylgt óeirðir og gripdeildir. Lögreglumenn hafa víða gerst sekir um ofbeldi og hörku gegn mótmælendunum. Búist er við miklum mannfjölda í Washington-borg á tólfta degi mótmælanna í dag, að sögn Peters Newsham, lögreglustjórans þar. Mótmælin gætu jafnvel orðin ein þau stærstu í sögu borgarinnar. Aðgerðasinnar hafa kallað eftir milljón manna mótmælum í höfuðstaðnum. Donald Trump forseti vakti furðu og reiði á öðrum degi hvítasunnu þegar hann hótaði að láta herinn kveða niður mótmæli og óspektir í landinu. Núverandi og fyrrverandi yfirmenn hersins hafa mótmælt þeim áformum. Washington Post segir að varnarmálaráðuneytið hafi nú ákveðið að skipa þjóðvarðliðum sem voru kallaðir út í höfuðborginni að nota ekki skotvopn eða skotfæri og að hermenn sem voru sendir að henni verði afturkallaðir. Þrátt fyrir að Trump hafi verið harðorður í yfirlýsingum um mótmælendur hefur hann einnig lýst andstyggð á myndbandi sem sýndi dauða Floyd í haldi lögreglunnar. Í gær virtist hann þó byrjaður að draga í land með það. Þá endurtísti Trump tísti þar sem réttmæti þess að Floyd væri hampað sem „hetju“ var dregið í efa. I don't care WHAT George Floyd did. The officer should have never treated him like that and killed him! But we still must ask: Is he a HERO? BLEXIT founder @RealCandaceO gave her thoughts: "The fact that he has been held up as a martyr sickens me." pic.twitter.com/0Tm47x5Cc8— Glenn Beck (@glennbeck) June 4, 2020 Mótmæltu ofbeldi í Bandaríkjunum og í heimalandinu Þúsundir manna komu saman í borgum í Ástralíu og hundruð í Tókýó og Seúl til þess að sýna bandarísku mótmælendum samstöðu sína í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Búist er við sambærilegum mótmælum víð í Evrópu. Í Brisbane, þar sem mótmælendur voru með grímur og gættu að félagsforðum vegna kórónuveirufaraldursins, kom um 10.000 manns saman friðsamlega og héldu á lofti skiltum sem á var letrað „Svört líf skipta máli“, slagorði mótmælenda í Bandaríkjunum. Sumir vöfðu um sig fána frumbyggja og mótmæltu því sem þeir segja ofbeldi áströlsku lögreglunnar gegn þeim. Í Tókýó beindust mótmælin meðal annars að meðferð lögreglunnar þar á kúrdískum manni sem var stöðvaður við akstur og hrint í jörðina. „Ég vil sýna að það er kynþáttahyggja í Japan núna,“ sagði framhaldsskólanemi á mótmælunum í Tókýó við Reuters. Dauði George Floyd Bandaríkin Ástralía Japan Tengdar fréttir Deildi bréfi þar sem mótmælendur eru kallaðir hryðjuverkamenn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi í gær bréfi þar sem fyrrverandi lögmaður hans kallar mótmælendur hryðjuverkamenn og skrifar fjölda ósanninda og dylgjur. 5. júní 2020 09:13 „Takið hnén á ykkur af hálsunum á okkur“ Hné lögreglumannsins á hálsi George Floyd er myndlíking fyrir þann raunveruleika sem þeldökkir Bandaríkjamenn glíma við á hverjum degi að mati séra Al Sharpton. 4. júní 2020 23:30 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Yfirvöld í Washington-borg búa sig undir fjölmenn mótmæli þar í dag á sama tíma og ákveðið hefur verið að afvopna þjóðvarðliða og senda hermenn heim frá borginni. Samstöðumótmæli vegna dauða óvopnaðs blökkumanns í haldi lögreglu fóru fram í Ástralíu og Asíu í dag. Dauði George Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í haldi lögreglunna í Minneapolis í síðustu viku hefur valdið mikilli reiði í Bandaríkjunum og víða um heim. Hann lést eftir að lögreglumaður hvíldi hné sitt á hálsinum á honum í um níu mínútur á meðan þrír aðrir lögregluþjónar stóðu hjá. Þeir hafa nú verið ákærðir fyrir morð. Mótmæli gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþátthyggju hafa geisað í kjölfarið en þeim hafa sums staðar fylgt óeirðir og gripdeildir. Lögreglumenn hafa víða gerst sekir um ofbeldi og hörku gegn mótmælendunum. Búist er við miklum mannfjölda í Washington-borg á tólfta degi mótmælanna í dag, að sögn Peters Newsham, lögreglustjórans þar. Mótmælin gætu jafnvel orðin ein þau stærstu í sögu borgarinnar. Aðgerðasinnar hafa kallað eftir milljón manna mótmælum í höfuðstaðnum. Donald Trump forseti vakti furðu og reiði á öðrum degi hvítasunnu þegar hann hótaði að láta herinn kveða niður mótmæli og óspektir í landinu. Núverandi og fyrrverandi yfirmenn hersins hafa mótmælt þeim áformum. Washington Post segir að varnarmálaráðuneytið hafi nú ákveðið að skipa þjóðvarðliðum sem voru kallaðir út í höfuðborginni að nota ekki skotvopn eða skotfæri og að hermenn sem voru sendir að henni verði afturkallaðir. Þrátt fyrir að Trump hafi verið harðorður í yfirlýsingum um mótmælendur hefur hann einnig lýst andstyggð á myndbandi sem sýndi dauða Floyd í haldi lögreglunnar. Í gær virtist hann þó byrjaður að draga í land með það. Þá endurtísti Trump tísti þar sem réttmæti þess að Floyd væri hampað sem „hetju“ var dregið í efa. I don't care WHAT George Floyd did. The officer should have never treated him like that and killed him! But we still must ask: Is he a HERO? BLEXIT founder @RealCandaceO gave her thoughts: "The fact that he has been held up as a martyr sickens me." pic.twitter.com/0Tm47x5Cc8— Glenn Beck (@glennbeck) June 4, 2020 Mótmæltu ofbeldi í Bandaríkjunum og í heimalandinu Þúsundir manna komu saman í borgum í Ástralíu og hundruð í Tókýó og Seúl til þess að sýna bandarísku mótmælendum samstöðu sína í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Búist er við sambærilegum mótmælum víð í Evrópu. Í Brisbane, þar sem mótmælendur voru með grímur og gættu að félagsforðum vegna kórónuveirufaraldursins, kom um 10.000 manns saman friðsamlega og héldu á lofti skiltum sem á var letrað „Svört líf skipta máli“, slagorði mótmælenda í Bandaríkjunum. Sumir vöfðu um sig fána frumbyggja og mótmæltu því sem þeir segja ofbeldi áströlsku lögreglunnar gegn þeim. Í Tókýó beindust mótmælin meðal annars að meðferð lögreglunnar þar á kúrdískum manni sem var stöðvaður við akstur og hrint í jörðina. „Ég vil sýna að það er kynþáttahyggja í Japan núna,“ sagði framhaldsskólanemi á mótmælunum í Tókýó við Reuters.
Dauði George Floyd Bandaríkin Ástralía Japan Tengdar fréttir Deildi bréfi þar sem mótmælendur eru kallaðir hryðjuverkamenn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi í gær bréfi þar sem fyrrverandi lögmaður hans kallar mótmælendur hryðjuverkamenn og skrifar fjölda ósanninda og dylgjur. 5. júní 2020 09:13 „Takið hnén á ykkur af hálsunum á okkur“ Hné lögreglumannsins á hálsi George Floyd er myndlíking fyrir þann raunveruleika sem þeldökkir Bandaríkjamenn glíma við á hverjum degi að mati séra Al Sharpton. 4. júní 2020 23:30 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Deildi bréfi þar sem mótmælendur eru kallaðir hryðjuverkamenn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi í gær bréfi þar sem fyrrverandi lögmaður hans kallar mótmælendur hryðjuverkamenn og skrifar fjölda ósanninda og dylgjur. 5. júní 2020 09:13
„Takið hnén á ykkur af hálsunum á okkur“ Hné lögreglumannsins á hálsi George Floyd er myndlíking fyrir þann raunveruleika sem þeldökkir Bandaríkjamenn glíma við á hverjum degi að mati séra Al Sharpton. 4. júní 2020 23:30