Framboð Trump í miklum vandræðum Samúel Karl Ólason skrifar 8. júní 2020 16:09 Jafnvel áður en lögregluþjónn kæfði George Floyd og mótmæli og óeirðir hófust í Bandaríkjunum, átti Trump í vandræðum. AP/Patrick Semansky Líkur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á að ná endurkjöri virðast hafa versnað til muna undanfarnar vikur. Starfsmenn framboðs Donald Trump og ráðgjafar hans hafa sífellt meiri áhyggjur af stöðunni og óttast meðal annars að Trump hafi tekist það sem Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins hefur ekki tekist. Það er að kveikja gífurlegan áhuga meðal kjósenda Demókrataflokksins á því að taka þátt í kosningunum í nóvember. Jafnvel áður en lögregluþjónn kæfði George Floyd og mótmæli og óeirðir hófust í Bandaríkjunum, átti Trump í vandræðum. Viðbrögð hans við heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og meðfylgjandi efnahagsviðbrögðum höfðu verið gagnrýnd harðlega og óttast Trump-liðar að forsetinn hafi tapað fylgi mikilvægra kjósenda. Vandræðin hafa verið það mikil að Repúblikanar segja raunverulegar líkur á því að þeir gætu tapað meirihluta þeirra í öldungadeild Bandaríkjaþings. Í nýlegri könnun CNN mældist Joe Biden með 14 prósentustiga forskot á Trump meðal skráðra kjósenda á landsvísu. Þá sögðust einungis 38 prósent aðspurðra sjá störf Trump í Hvíta húsinu í jákvæðu ljósi. 57 prósent sögðu Trump standa sig illa í starfi. Mikil breyting hefur átt sér stað á stuttum tíma en í maí sögðust 45 prósent ánægð með störf hans. Trump brást reiður við þessum tölum í morgun og í tísti sagði hann kannanir CNN vera „falskar“. Hann lýsti Hillary Clinton, mótframbjóðanda sínum árið 2016, einnig sem „spilltri“ og sagði að Demókratar myndu rústa Bandaríkjunum. Nokkrum mínútum síðar hélt hann því fram að 96 prósent skráðra Repúblikana styddu hann í starfi og bætti við: „Takk fyrir!“. 96% Approval Rating in the Republican Party. Thank you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 8, 2020 Þetta er staðhæfing sem hann hefur margsinnis kastað fram á undanförnum árum. Þó hlutfallið hafi tekið breytingum á milli daga og að því hafi oft fylgt yfirlýsing um að Trump sé vinsælasti forseti Repúblikanaflokksins, hefur staðhæfingin aldrei verið sönn. Hvíta húsið hefur þar að auki aldrei getað útskýrt í hvaða könnun Trump er að vísa, þegar blaðamenn hafa falast eftir útskýringu. Trump-liðar vinna nú hörðum höndum að því að endurstilla kosningabaráttuna og þá sérstaklega með tilliti til þess að kannanir framboðs Trump sýna minni stuðning meðal eldri borgara og í mikilvægum ríkjum, samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar innan framboðsins. Forsetinn sjálfur mun hafa kvartað við ráðgjafa sína yfir stöðunni og því að hann virðist vera að tapa fyrir Biden. Trump hefur kallað eftir aðgerðum til að bæta stöðu hans. Ráðgjafar hans telja þó hæpið að hægt sé að gera Trump vinsælli meðal kjósenda og íhuga að beina spjótum sínum að Joe Biden og reyna að baða hann neikvæðu ljósi. Meðal annars ætla þeir að tengja hann við Kína, sem Trump kennir um útbreiðslu nýju kórónuveirunnar, og saka hann um spillingu, eins og þeir hafa áður gert. Í kosningunum 2016 voru óvinsældir Hillary Clinton nærri því jafn miklar og óvinsældir Trump. Reynslan sýnir að kjósendur sem var illa við báða kjósendur voru líklegri til að kjósa Trump og vonast ráðgjafar forsetans til að leika það eftir í nóvember. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Sjá meira
Líkur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á að ná endurkjöri virðast hafa versnað til muna undanfarnar vikur. Starfsmenn framboðs Donald Trump og ráðgjafar hans hafa sífellt meiri áhyggjur af stöðunni og óttast meðal annars að Trump hafi tekist það sem Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins hefur ekki tekist. Það er að kveikja gífurlegan áhuga meðal kjósenda Demókrataflokksins á því að taka þátt í kosningunum í nóvember. Jafnvel áður en lögregluþjónn kæfði George Floyd og mótmæli og óeirðir hófust í Bandaríkjunum, átti Trump í vandræðum. Viðbrögð hans við heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og meðfylgjandi efnahagsviðbrögðum höfðu verið gagnrýnd harðlega og óttast Trump-liðar að forsetinn hafi tapað fylgi mikilvægra kjósenda. Vandræðin hafa verið það mikil að Repúblikanar segja raunverulegar líkur á því að þeir gætu tapað meirihluta þeirra í öldungadeild Bandaríkjaþings. Í nýlegri könnun CNN mældist Joe Biden með 14 prósentustiga forskot á Trump meðal skráðra kjósenda á landsvísu. Þá sögðust einungis 38 prósent aðspurðra sjá störf Trump í Hvíta húsinu í jákvæðu ljósi. 57 prósent sögðu Trump standa sig illa í starfi. Mikil breyting hefur átt sér stað á stuttum tíma en í maí sögðust 45 prósent ánægð með störf hans. Trump brást reiður við þessum tölum í morgun og í tísti sagði hann kannanir CNN vera „falskar“. Hann lýsti Hillary Clinton, mótframbjóðanda sínum árið 2016, einnig sem „spilltri“ og sagði að Demókratar myndu rústa Bandaríkjunum. Nokkrum mínútum síðar hélt hann því fram að 96 prósent skráðra Repúblikana styddu hann í starfi og bætti við: „Takk fyrir!“. 96% Approval Rating in the Republican Party. Thank you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 8, 2020 Þetta er staðhæfing sem hann hefur margsinnis kastað fram á undanförnum árum. Þó hlutfallið hafi tekið breytingum á milli daga og að því hafi oft fylgt yfirlýsing um að Trump sé vinsælasti forseti Repúblikanaflokksins, hefur staðhæfingin aldrei verið sönn. Hvíta húsið hefur þar að auki aldrei getað útskýrt í hvaða könnun Trump er að vísa, þegar blaðamenn hafa falast eftir útskýringu. Trump-liðar vinna nú hörðum höndum að því að endurstilla kosningabaráttuna og þá sérstaklega með tilliti til þess að kannanir framboðs Trump sýna minni stuðning meðal eldri borgara og í mikilvægum ríkjum, samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar innan framboðsins. Forsetinn sjálfur mun hafa kvartað við ráðgjafa sína yfir stöðunni og því að hann virðist vera að tapa fyrir Biden. Trump hefur kallað eftir aðgerðum til að bæta stöðu hans. Ráðgjafar hans telja þó hæpið að hægt sé að gera Trump vinsælli meðal kjósenda og íhuga að beina spjótum sínum að Joe Biden og reyna að baða hann neikvæðu ljósi. Meðal annars ætla þeir að tengja hann við Kína, sem Trump kennir um útbreiðslu nýju kórónuveirunnar, og saka hann um spillingu, eins og þeir hafa áður gert. Í kosningunum 2016 voru óvinsældir Hillary Clinton nærri því jafn miklar og óvinsældir Trump. Reynslan sýnir að kjósendur sem var illa við báða kjósendur voru líklegri til að kjósa Trump og vonast ráðgjafar forsetans til að leika það eftir í nóvember.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Sjá meira