Þúsundir minnast George Floyd Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júní 2020 20:50 Fólk stendur í röðum til að votta George Floyd virðingu sína í Houston. Mario Tama/Getty Images Búist er við að þúsundir sæki minningarathöfn um George Floyd, Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í Minneapolis í síðasta mánuði. Lögregluþjónninn mætti fyrir dóm í dag. Lík Floyd er nú í Houston en hann varði æskuárunum í þessari fjölmennustu borg Texasríkis. Almenningi hefur verið boðið að votta honum virðingu sína á milli klukkan fimm og ellefu í kvöld og sögðust borgaryfirvöld búast við um tíu þúsund gestum. Dauði Floyd hefur vakið mikla reiði í Bandaríkjunum og reyndar víðs vegar um heiminn. Fjölmargir hafa safnast saman til þess að mótmæla lögregluofbeldi og krafið stjórnvöld um aðgerðir. Meirihluti borgarstjórnar Minneapolis, þar sem Floyd lést, hét því í gærkvöldi að lögreglan í borginni yrði lögð niður. Embættið hefur ítrekað verið sakað um kynþáttamismunun og ofbeldisverk á undanförnum árum. Ekki liggur fyrir hvernig löggæslu verður háttað í framtíðinni en til stendur að leita tillagna hjá almenningi. Fulltrúar Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings brugðust við stöðunni í dag og kynntu nýtt frumvarp um breytingar á starfsemi lögreglunnar í landinu. Frumvarpið gengur meðal annars út á að auðvelda það að sækja lögregluþjóna til saka. Þá yrðu hálstök einnig bönnuð. Derek Chauvin, maðurinn sem er sakaður um að hafa myrt Floyd, mætti fyrir dóm í dag rétt eftir klukkan 18 að íslenskum tíma. Hann er sakaður um morð af annarri gráðu og á yfir höfði sér allt að fjörutíu ára fangelsisdóm. Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Framboð Trump í miklum vandræðum Líkur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á að ná endurkjöri virðast hafa versnað til muna undanfarnar vikur. 8. júní 2020 16:09 Borgarfulltrúar í Minneapolis vilja leggja lögregluna niður 7. júní 2020 23:39 Vilja auka eftirlit og breyta verkferlum lögreglu Demókratar á bæði fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem þeir eru í meirihluta, og öldungadeildinni ætla að leggja fram frumvarp sem snýr að umfangsmiklum breytingum á eftirliti með störfum lögreglu og verkferlum. 8. júní 2020 09:15 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Sjá meira
Búist er við að þúsundir sæki minningarathöfn um George Floyd, Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í Minneapolis í síðasta mánuði. Lögregluþjónninn mætti fyrir dóm í dag. Lík Floyd er nú í Houston en hann varði æskuárunum í þessari fjölmennustu borg Texasríkis. Almenningi hefur verið boðið að votta honum virðingu sína á milli klukkan fimm og ellefu í kvöld og sögðust borgaryfirvöld búast við um tíu þúsund gestum. Dauði Floyd hefur vakið mikla reiði í Bandaríkjunum og reyndar víðs vegar um heiminn. Fjölmargir hafa safnast saman til þess að mótmæla lögregluofbeldi og krafið stjórnvöld um aðgerðir. Meirihluti borgarstjórnar Minneapolis, þar sem Floyd lést, hét því í gærkvöldi að lögreglan í borginni yrði lögð niður. Embættið hefur ítrekað verið sakað um kynþáttamismunun og ofbeldisverk á undanförnum árum. Ekki liggur fyrir hvernig löggæslu verður háttað í framtíðinni en til stendur að leita tillagna hjá almenningi. Fulltrúar Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings brugðust við stöðunni í dag og kynntu nýtt frumvarp um breytingar á starfsemi lögreglunnar í landinu. Frumvarpið gengur meðal annars út á að auðvelda það að sækja lögregluþjóna til saka. Þá yrðu hálstök einnig bönnuð. Derek Chauvin, maðurinn sem er sakaður um að hafa myrt Floyd, mætti fyrir dóm í dag rétt eftir klukkan 18 að íslenskum tíma. Hann er sakaður um morð af annarri gráðu og á yfir höfði sér allt að fjörutíu ára fangelsisdóm.
Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Framboð Trump í miklum vandræðum Líkur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á að ná endurkjöri virðast hafa versnað til muna undanfarnar vikur. 8. júní 2020 16:09 Borgarfulltrúar í Minneapolis vilja leggja lögregluna niður 7. júní 2020 23:39 Vilja auka eftirlit og breyta verkferlum lögreglu Demókratar á bæði fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem þeir eru í meirihluta, og öldungadeildinni ætla að leggja fram frumvarp sem snýr að umfangsmiklum breytingum á eftirliti með störfum lögreglu og verkferlum. 8. júní 2020 09:15 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Sjá meira
Framboð Trump í miklum vandræðum Líkur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á að ná endurkjöri virðast hafa versnað til muna undanfarnar vikur. 8. júní 2020 16:09
Vilja auka eftirlit og breyta verkferlum lögreglu Demókratar á bæði fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem þeir eru í meirihluta, og öldungadeildinni ætla að leggja fram frumvarp sem snýr að umfangsmiklum breytingum á eftirliti með störfum lögreglu og verkferlum. 8. júní 2020 09:15