Sigraði Gunnar og fær titilbardaga á nýju bardagaeyjunni Sindri Sverrisson skrifar 9. júní 2020 23:00 Gunnar Nelson og Gilbert Burns mættust í Kaupmannahöfn í september. VÍSIR/GETTY Dana White, forseti UFC, hefur nú upplýst hvar hin svokallaða bardagaeyja verður staðsett, þar sem næsta stóra bardagakvöld mun fara fram þann 11. júlí. White hefur náð samningum við aðila í Abu Dhabi um að þar verði keppt í UFC 251 í næsta mánuði, sem og á þremur bardagakvöldum til viðbótar dagana 15., 18. og 25. júlí. Keppt verður á eyjunni Yas og segir White að þar verði búið að koma upp öllum nauðsynlegum aðbúnaði fyrir keppendur. „Það mun allt gerast á eyjunni. Það fer enginn þaðan. Keppendur verða með sínar eigin æfingabúðir þar sem þeir geta æft út af fyrir sig. Við verðum í alvörunni með átthyrning [til æfinga] í sandinum. Umgjörðin þarna verður ótrúleg. Fólkið í Abu Dhabi gerir þetta allt rétt,“ sagði White á Facebook-síðu UFC. Things are heating up this summer on Fight Island #UFC251 pic.twitter.com/a8rkZ3wYNk— ESPN MMA (@espnmma) June 9, 2020 White tilkynnti jafnframt að aðalbardagi UFC 251 kvöldsins yrði titilbardagi áskorandans Gilbert Burns og meistarans Kamaru Usman, í veltivigt. Burns hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn en Brasilíumaðurinn vann nauman sigur gegn Gunnari Nelson í þriggja lotu bardaga í Kaupmannahöfn í september síðastliðnum. Síðan þá hefur hann unnið Demian Maia og svo fyrrverandi meistarann Tyron Woodley fyrir rúmri viku. Nate Diaz er þó greinilega allt annað en hrifinn af því að Burns skuli fá titilbardaga og segir á Twitter að svona sé þetta þegar að bardagamenn viti að þeir séu einskis virði – þeir taki ódýrum samningum. „Þetta er ekki titilbardagi,“ sagði Diaz. This is what s wrong with people claiming they re fighters settling for less cause they know they re not worth shit you should ve fought the next guy in line not the guy who would take less cause he s told too that s why no one will remember youguys This isn t a title fight pic.twitter.com/7GLJUJA45C— Nathan Diaz (@NateDiaz209) June 9, 2020 UFC frestaði nokkrum keppnum frá mars og fram í maí vegna kórónuveirufaraldursins en keppni án áhorfenda hófst að nýju 9. maí í Flórída. MMA Tengdar fréttir Gunnar langar að berjast á bardagaeyjunni Gunnar Nelson segir að hugmynd forseta UFC, Dana White, um bardagaeyju sé spennandi. 27. maí 2020 16:00 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira
Dana White, forseti UFC, hefur nú upplýst hvar hin svokallaða bardagaeyja verður staðsett, þar sem næsta stóra bardagakvöld mun fara fram þann 11. júlí. White hefur náð samningum við aðila í Abu Dhabi um að þar verði keppt í UFC 251 í næsta mánuði, sem og á þremur bardagakvöldum til viðbótar dagana 15., 18. og 25. júlí. Keppt verður á eyjunni Yas og segir White að þar verði búið að koma upp öllum nauðsynlegum aðbúnaði fyrir keppendur. „Það mun allt gerast á eyjunni. Það fer enginn þaðan. Keppendur verða með sínar eigin æfingabúðir þar sem þeir geta æft út af fyrir sig. Við verðum í alvörunni með átthyrning [til æfinga] í sandinum. Umgjörðin þarna verður ótrúleg. Fólkið í Abu Dhabi gerir þetta allt rétt,“ sagði White á Facebook-síðu UFC. Things are heating up this summer on Fight Island #UFC251 pic.twitter.com/a8rkZ3wYNk— ESPN MMA (@espnmma) June 9, 2020 White tilkynnti jafnframt að aðalbardagi UFC 251 kvöldsins yrði titilbardagi áskorandans Gilbert Burns og meistarans Kamaru Usman, í veltivigt. Burns hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn en Brasilíumaðurinn vann nauman sigur gegn Gunnari Nelson í þriggja lotu bardaga í Kaupmannahöfn í september síðastliðnum. Síðan þá hefur hann unnið Demian Maia og svo fyrrverandi meistarann Tyron Woodley fyrir rúmri viku. Nate Diaz er þó greinilega allt annað en hrifinn af því að Burns skuli fá titilbardaga og segir á Twitter að svona sé þetta þegar að bardagamenn viti að þeir séu einskis virði – þeir taki ódýrum samningum. „Þetta er ekki titilbardagi,“ sagði Diaz. This is what s wrong with people claiming they re fighters settling for less cause they know they re not worth shit you should ve fought the next guy in line not the guy who would take less cause he s told too that s why no one will remember youguys This isn t a title fight pic.twitter.com/7GLJUJA45C— Nathan Diaz (@NateDiaz209) June 9, 2020 UFC frestaði nokkrum keppnum frá mars og fram í maí vegna kórónuveirufaraldursins en keppni án áhorfenda hófst að nýju 9. maí í Flórída.
MMA Tengdar fréttir Gunnar langar að berjast á bardagaeyjunni Gunnar Nelson segir að hugmynd forseta UFC, Dana White, um bardagaeyju sé spennandi. 27. maí 2020 16:00 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira
Gunnar langar að berjast á bardagaeyjunni Gunnar Nelson segir að hugmynd forseta UFC, Dana White, um bardagaeyju sé spennandi. 27. maí 2020 16:00