Haukur Helgi fer í nýtt lið Sindri Sverrisson skrifar 15. júní 2020 07:30 Haukur Helgi Pálsson til varnar gegn Galatasaray í janúar. VÍSIR/GETTY Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfubolta, mun finna sér nýtt félag til að spila fyrir á næstu leiktíð eftir að samningur hans við Unics Kazan í Rússlandi rann út. Haukur kom til Unics Kazan síðasta sumar en á samfélagsmiðlum félagsins kemur fram að hann sé á förum frá félaginu, og honum óskað velfarnaðar. @haukurpalsson . ! pic.twitter.com/H8lJQPMeTM— BC UNICS Kazan (@unicsbasket) June 14, 2020 Í samningi Hauks við rússneska félagið var möguleiki á eins árs framlengingu en það var ekki að heyra á Hauki í apríl að hann hefði mikinn áhuga á að vera áfram í Kazan, jafnvel þó að það að fara frá félaginu væri ef til vill áhættusamt á miklum óvissutímum vegna kórónuveirufaraldursins: „Ég held að margir verði bara ánægðir með að fá vinnu í dag. Ég reyndi að tala við umboðsmanninn minn um þetta um daginn og hann sagðist bara ekki vita hvað hann ætti að segja. Satt best að segja er ég ekki viss um að mig langi að fara aftur til Rússlands. Mig langar ekkert rosalega til að spila fyrir einhvern sem segir manni að fara með hægri fótinn inn í staðinn fyrir vinstri, eða breyta öllum leikstílnum þegar maður er kominn í ryþma. Maður veit ekkert hvað gerist,“ sagði Haukur í hlaðvarpsþættinum Boltinn lýgur ekki, í apríl, greinilega ekki yfir sig hrifinn af þjálfara Unics Kazan. Unics var í 4. sæti hinnar austur-evrópsku VTB-deildar þegar leiktíðin var blásin af vegna kórónuveirufaraldursins. Liðið var sömuleiðis komið í átta liða úrslit EuroCup þegar þeirri keppni var aflýst vegna faraldursins. Körfubolti Tengdar fréttir Haukur hafnaði NBA-boði vegna fæðingar dóttur sinnar: „Mun aldrei sjá eftir þessu“ Hauki Helga Pálssyni bauðst að spila með Zion Williamson og félögum í liði New Orleans Pelicans í NBA sumardeildinni í körfubolta í Las Vegas síðasta sumar. Hann ákvað hins vegar að vera frekar viðstaddur fæðingu dóttur sinnar. 17. apríl 2020 07:00 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfubolta, mun finna sér nýtt félag til að spila fyrir á næstu leiktíð eftir að samningur hans við Unics Kazan í Rússlandi rann út. Haukur kom til Unics Kazan síðasta sumar en á samfélagsmiðlum félagsins kemur fram að hann sé á förum frá félaginu, og honum óskað velfarnaðar. @haukurpalsson . ! pic.twitter.com/H8lJQPMeTM— BC UNICS Kazan (@unicsbasket) June 14, 2020 Í samningi Hauks við rússneska félagið var möguleiki á eins árs framlengingu en það var ekki að heyra á Hauki í apríl að hann hefði mikinn áhuga á að vera áfram í Kazan, jafnvel þó að það að fara frá félaginu væri ef til vill áhættusamt á miklum óvissutímum vegna kórónuveirufaraldursins: „Ég held að margir verði bara ánægðir með að fá vinnu í dag. Ég reyndi að tala við umboðsmanninn minn um þetta um daginn og hann sagðist bara ekki vita hvað hann ætti að segja. Satt best að segja er ég ekki viss um að mig langi að fara aftur til Rússlands. Mig langar ekkert rosalega til að spila fyrir einhvern sem segir manni að fara með hægri fótinn inn í staðinn fyrir vinstri, eða breyta öllum leikstílnum þegar maður er kominn í ryþma. Maður veit ekkert hvað gerist,“ sagði Haukur í hlaðvarpsþættinum Boltinn lýgur ekki, í apríl, greinilega ekki yfir sig hrifinn af þjálfara Unics Kazan. Unics var í 4. sæti hinnar austur-evrópsku VTB-deildar þegar leiktíðin var blásin af vegna kórónuveirufaraldursins. Liðið var sömuleiðis komið í átta liða úrslit EuroCup þegar þeirri keppni var aflýst vegna faraldursins.
Körfubolti Tengdar fréttir Haukur hafnaði NBA-boði vegna fæðingar dóttur sinnar: „Mun aldrei sjá eftir þessu“ Hauki Helga Pálssyni bauðst að spila með Zion Williamson og félögum í liði New Orleans Pelicans í NBA sumardeildinni í körfubolta í Las Vegas síðasta sumar. Hann ákvað hins vegar að vera frekar viðstaddur fæðingu dóttur sinnar. 17. apríl 2020 07:00 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Haukur hafnaði NBA-boði vegna fæðingar dóttur sinnar: „Mun aldrei sjá eftir þessu“ Hauki Helga Pálssyni bauðst að spila með Zion Williamson og félögum í liði New Orleans Pelicans í NBA sumardeildinni í körfubolta í Las Vegas síðasta sumar. Hann ákvað hins vegar að vera frekar viðstaddur fæðingu dóttur sinnar. 17. apríl 2020 07:00