Carlos Lehder laus úr fangelsi og kominn til Þýskalands Samúel Karl Ólason skrifar 16. júní 2020 22:15 Pablo Escobar og Carlos Lehder. Vísir/Getty Carlos Lehder Rivas, sem stofnaði Medellín-glæpasamtökin með hinum víðfræga Pablo Escobar, hefur lokið fangelsisvist sinni í Bandaríkjunum og er nú staddur í Þýskalandi. Lehder var á árum áður sakfelldur fyrir umfangsmikið smygl fíkniefna frá Kólumbíu til Bandaríkjanna og gert að sitja í fangelsi í 134 ár. Lehder, sem er nú 70 ára gamall, Escobar og aðrir samstarfsmenn þeirra hafa verið til umfjöllunar í fjölmörgum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Þar má kannski helst nefna þættina Narcos. Faðir Lehder var þýskur og hann hefur lýst sér sem miklum aðdáanda Adolf Hitler. Hann hefur þó aldrei komið til Þýskalands áður og á enga ættingja þar. Spiegel segir að hann muni búa hjá góðgerðasamtökum og ólíklegt sé að hann muni nokkurn tímann fara frá Þýskalandi. Yfirvöld Kólumbíu höfðu krafist þess að hann yrði sendur þangað. Ættingjar hans þar óttuðust þó að þar yrði hann aftur settur á bakvið lás og slá og sögðu það ósanngjarnt eftir að hann hefði setið svo lengi í fangelsi í Bandaríkjunum. Græddi fúlgur fjár á fíknefnum Í gegnum Medellín-samtökin smyglaði Lehder gífurlegu magni kókaíns til Bandaríkjanna en um tíma var áætlað að samtökin stæðu að baki um 80 prósentum alls kókaíns þar í landi. Til þess notaðist hann við eyjuna Normans Caye, undan Bahamaeyjum, sem hann átti sjálfur. Þegar flest spjót beindust að forsvarsmönnum samtakanna stofnaði Lehder eigin stjórnmálaflokk og ætlaði hann sér að nota þjóðernishyggju til að verjast því að verða framseldur til Bandaríkjanna. Guardian segir að það hafi þó verið Escobar sem kom upp um Lehder, svo hann var handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna. Þar var hann dæmdur til 134 ára fangelsisvistar. Seinna meir starfaði Lehder þó með yfirvöldum Bandaríkjanna varðandi réttarhöldin gegn panamska hershöfðingjanum Manuel Noriega. Þá var dómur hans mildaður og hann færður í vitnavernd. Bandaríkin Kólumbía Þýskaland Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Carlos Lehder Rivas, sem stofnaði Medellín-glæpasamtökin með hinum víðfræga Pablo Escobar, hefur lokið fangelsisvist sinni í Bandaríkjunum og er nú staddur í Þýskalandi. Lehder var á árum áður sakfelldur fyrir umfangsmikið smygl fíkniefna frá Kólumbíu til Bandaríkjanna og gert að sitja í fangelsi í 134 ár. Lehder, sem er nú 70 ára gamall, Escobar og aðrir samstarfsmenn þeirra hafa verið til umfjöllunar í fjölmörgum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Þar má kannski helst nefna þættina Narcos. Faðir Lehder var þýskur og hann hefur lýst sér sem miklum aðdáanda Adolf Hitler. Hann hefur þó aldrei komið til Þýskalands áður og á enga ættingja þar. Spiegel segir að hann muni búa hjá góðgerðasamtökum og ólíklegt sé að hann muni nokkurn tímann fara frá Þýskalandi. Yfirvöld Kólumbíu höfðu krafist þess að hann yrði sendur þangað. Ættingjar hans þar óttuðust þó að þar yrði hann aftur settur á bakvið lás og slá og sögðu það ósanngjarnt eftir að hann hefði setið svo lengi í fangelsi í Bandaríkjunum. Græddi fúlgur fjár á fíknefnum Í gegnum Medellín-samtökin smyglaði Lehder gífurlegu magni kókaíns til Bandaríkjanna en um tíma var áætlað að samtökin stæðu að baki um 80 prósentum alls kókaíns þar í landi. Til þess notaðist hann við eyjuna Normans Caye, undan Bahamaeyjum, sem hann átti sjálfur. Þegar flest spjót beindust að forsvarsmönnum samtakanna stofnaði Lehder eigin stjórnmálaflokk og ætlaði hann sér að nota þjóðernishyggju til að verjast því að verða framseldur til Bandaríkjanna. Guardian segir að það hafi þó verið Escobar sem kom upp um Lehder, svo hann var handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna. Þar var hann dæmdur til 134 ára fangelsisvistar. Seinna meir starfaði Lehder þó með yfirvöldum Bandaríkjanna varðandi réttarhöldin gegn panamska hershöfðingjanum Manuel Noriega. Þá var dómur hans mildaður og hann færður í vitnavernd.
Bandaríkin Kólumbía Þýskaland Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira