Everton og Liverpool mættust á Goodison Park í nágrannaslag í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Þetta var fyrsti leikur beggja liða eftir hléið í kjölfar kórónuveirufaraldursins og leikurinn var vægast sagt tíðindalítill.
Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson hóf leik á varamannabekk Everton en kom inná á 60.mínútu og lék síðasta hálftímann.
Ekkert mark var skorað í leiknum en Everton komst næst því að skora þegar rúmar tíu mínútur lifðu leiks en skot Tom Davies hafnaði í stönginni.