Jöfn og frjáls! Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 19. júní 2020 22:54 Á Kvenréttindadaginn minnumst við langrar og erfiðrar baráttu kvenna fyrir kvenfrelsi, kosningarétti og kjörgengi og dagurinn í ár var jafn hátíðlegur og hvetjandi og alltaf. Við gleymum nefnilega oft í dagsins önn að þakka þeim konum sem tóku slaginn fyrir kynsystur sínar og kröfðust þess að konur væru líka menn. Um leið og við fyllumst þakklæti og lítum til baka þá er líka mikilvægt að horfa fram og velta fyrir sér hvar erum við stödd. Við eigum því miður enn langt í land að ná fullkomnu jafnrétti á Íslandi og birtingarmyndir þess samfélagsbundna óréttlætis eru margar og þekktar. Þar má nefna launamun kynjanna, kynbundið ofbeldi, kynbundin forystuhlutverk, hlutfall viðmælenda fjölmiðla og svo fleira og fleira. Við í Reykjavíkurborg höfum undir stjórn Samfylkingar tekið stór og mikilvæg skref í jafnréttisátt. Við höfum unnið markvisst að því að eyða launamun með þeim árangri að hann mælist varla. Jafnréttisborgin Reykjavík Á síðasta kjörtímabili settum við á fót ofbeldisvarnarnefnd sem hefur forgangsraðað aðgerðum hvað varðar heimilisofbeldi og kynbundið ofbeldi og ofbeldi gegn börnum. Við höfum sett viðbragðsreglur um hvernig bregðast skuli við áreitni og ofbeldi starfsemi borgarinnar og við nýtum okkur verkfæri kynjaðrar fjárhagsáætlunar til að reyna að tryggja að áhrif aðgerða okkar og framkvæmda hafi ekki neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna eða jafnrétti almennt. Til að mynda eiga skólar, íþróttafélög og aðrir að setja sér jafnréttisáætlanir og fylgja þeim. Á síðasta ári höfum við horft mikið til kvenna af erlendum uppruna, fatlaðra kvenna, heimilislausra kvenna, eldri kvenna og hinsegin fólks sem við þurfum að taka með okkur í baráttuna fyrir jöfnum rétti og tækifærum allra. Við erum öll jöfn, við höfum náð miklum árangri í kvennabaráttunni og ef við tökum öll höndum saman getum við náð fullu jafnrétti á Íslandi. Höfundur er borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Heiða Björg Hilmisdóttir Jafnréttismál Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fóturinn tekinn af vegna tannpínu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Á ábyrgð okkar allra Grímur Grímsson skrifar Skoðun „Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga“ Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Hin íslenska láglaunastefna Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Mikilvægasta kosningamálið Hrafnkell Guðnason skrifar Sjá meira
Á Kvenréttindadaginn minnumst við langrar og erfiðrar baráttu kvenna fyrir kvenfrelsi, kosningarétti og kjörgengi og dagurinn í ár var jafn hátíðlegur og hvetjandi og alltaf. Við gleymum nefnilega oft í dagsins önn að þakka þeim konum sem tóku slaginn fyrir kynsystur sínar og kröfðust þess að konur væru líka menn. Um leið og við fyllumst þakklæti og lítum til baka þá er líka mikilvægt að horfa fram og velta fyrir sér hvar erum við stödd. Við eigum því miður enn langt í land að ná fullkomnu jafnrétti á Íslandi og birtingarmyndir þess samfélagsbundna óréttlætis eru margar og þekktar. Þar má nefna launamun kynjanna, kynbundið ofbeldi, kynbundin forystuhlutverk, hlutfall viðmælenda fjölmiðla og svo fleira og fleira. Við í Reykjavíkurborg höfum undir stjórn Samfylkingar tekið stór og mikilvæg skref í jafnréttisátt. Við höfum unnið markvisst að því að eyða launamun með þeim árangri að hann mælist varla. Jafnréttisborgin Reykjavík Á síðasta kjörtímabili settum við á fót ofbeldisvarnarnefnd sem hefur forgangsraðað aðgerðum hvað varðar heimilisofbeldi og kynbundið ofbeldi og ofbeldi gegn börnum. Við höfum sett viðbragðsreglur um hvernig bregðast skuli við áreitni og ofbeldi starfsemi borgarinnar og við nýtum okkur verkfæri kynjaðrar fjárhagsáætlunar til að reyna að tryggja að áhrif aðgerða okkar og framkvæmda hafi ekki neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna eða jafnrétti almennt. Til að mynda eiga skólar, íþróttafélög og aðrir að setja sér jafnréttisáætlanir og fylgja þeim. Á síðasta ári höfum við horft mikið til kvenna af erlendum uppruna, fatlaðra kvenna, heimilislausra kvenna, eldri kvenna og hinsegin fólks sem við þurfum að taka með okkur í baráttuna fyrir jöfnum rétti og tækifærum allra. Við erum öll jöfn, við höfum náð miklum árangri í kvennabaráttunni og ef við tökum öll höndum saman getum við náð fullu jafnrétti á Íslandi. Höfundur er borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun