Skjálftahrinan gæti staðið yfir í nokkra daga Andri Eysteinsson skrifar 20. júní 2020 22:31 Staðan eins og hún var klukkan 22:25. Stjörnumerktir jarðskjálfar eru stærri en 3,0. Veðurstofan „Svona öflugar hrinur eiga það til að standa yfir í dálítið langan tíma, alveg þess vegna í nokkra daga,“ segir sérfræðingur Veðurstofunnar um skjálftavirkni sem gætt hefur á Norðurlandi síðasta sólarhringinn. Skjálftahrinan hófst í gærkvöldi og mældust skjálfta þá að stærðinni 3 en í dag virðist svo vera að skjálftarnir hafi orðið harðari en tveir skjálftar yfir 5,0 að stærð hafa mælst í dag. Miðja skjálftavirkninnar virðist vera norðvestur af Gjögurtá á Tröllaskaga, en sjálfvirkt kerfi Veðurstofunnar hefur numið yfir 900 skjálftar frá byrjun hrinunnar. Afleiðingar stærsta skjálftans, þess sem mældist 5,6 að stærð klukkan 19:26 voru þær að jörð skalf og gluggar nötruðu víða um norðurland, mikið grjóthrun varð úr fjallshlíðum, þar á meðal úr Gjögurtá. Engar tilkynningar höfðu borist til Almannavarnardeildar um tjón eða slys á fólki klukkan 21 í kvöld. Þá fannst skjálftinn víða um land en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni bárust tilkynningar frá Norðurlandi, frá Akranesi og einnig frá flugturninum á Reykjavíkurflugvelli. Þegar litið er á gögn sem birt eru á vef veðurstofunnar virðast skjálftarnir sem mælst hafa í kvöld ívið harðari en þeir sem mældust fyrr í hrinunni. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri Náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofunni segir í samtali við Vísi að erfitt sé að útskýra það. „Það er greinilega mikill óstöðugleiki þarna en þetta er eitthvað sem við vitum að gerist þegar svona hrinur fara í gang. Þá setja þær í gang fleiri skjálfta og virkja smám saman stærra og stærra svæði með keðjuverkun,“ sagði Kristín „Þetta er enn sem komið er á mjög svipuðu svæði en mér finnst ekkert ólíklegt að það eigi eftir að breytast.“ Töluvert hefur verið fjallað um skjálftavirkni á eldfjallaeyjunni Íslandi í vetur en þá einna helst vegna jarðhræringa í grennd við fjallið Þorbjörn við Grindavík. Skjálftarnir sem mælst hafa á því svæði hafa ekki náð sömu hæðum og þeir sem mældust nú í dag en síðast mældist jarðskjálfti af svipaðri stærð á svæðinu sem um ræðir árið 2012. Lítið lát virðist vera á virkninni í kvöld en ekki er hægt að segja til um hversu lengi skjálftahrinan mun vara. „Þetta er svona kviðukennd virkni. Í gærkvöldi mældust skjálftar allt að stærðinni 3 og svo dró úr þessu. Síðan kom smá forvirkni fyrir skjálftann sem mældist 5,2 um klukkan 15:05, svo var töluverð virkni eftir það. Síðan kom smá pása og þá kemur þessi klukkan 19:26. Þetta er kviðukennt, einmitt þegar maður heldur að þetta sé að verða búið, þá gerist eitthvað meira,“ sagði Kristín Jónsdóttir hópstjóri Náttúruvárvöktunar í samtali við Vísi. Eldgos og jarðhræringar Fjallabyggð Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira
„Svona öflugar hrinur eiga það til að standa yfir í dálítið langan tíma, alveg þess vegna í nokkra daga,“ segir sérfræðingur Veðurstofunnar um skjálftavirkni sem gætt hefur á Norðurlandi síðasta sólarhringinn. Skjálftahrinan hófst í gærkvöldi og mældust skjálfta þá að stærðinni 3 en í dag virðist svo vera að skjálftarnir hafi orðið harðari en tveir skjálftar yfir 5,0 að stærð hafa mælst í dag. Miðja skjálftavirkninnar virðist vera norðvestur af Gjögurtá á Tröllaskaga, en sjálfvirkt kerfi Veðurstofunnar hefur numið yfir 900 skjálftar frá byrjun hrinunnar. Afleiðingar stærsta skjálftans, þess sem mældist 5,6 að stærð klukkan 19:26 voru þær að jörð skalf og gluggar nötruðu víða um norðurland, mikið grjóthrun varð úr fjallshlíðum, þar á meðal úr Gjögurtá. Engar tilkynningar höfðu borist til Almannavarnardeildar um tjón eða slys á fólki klukkan 21 í kvöld. Þá fannst skjálftinn víða um land en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni bárust tilkynningar frá Norðurlandi, frá Akranesi og einnig frá flugturninum á Reykjavíkurflugvelli. Þegar litið er á gögn sem birt eru á vef veðurstofunnar virðast skjálftarnir sem mælst hafa í kvöld ívið harðari en þeir sem mældust fyrr í hrinunni. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri Náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofunni segir í samtali við Vísi að erfitt sé að útskýra það. „Það er greinilega mikill óstöðugleiki þarna en þetta er eitthvað sem við vitum að gerist þegar svona hrinur fara í gang. Þá setja þær í gang fleiri skjálfta og virkja smám saman stærra og stærra svæði með keðjuverkun,“ sagði Kristín „Þetta er enn sem komið er á mjög svipuðu svæði en mér finnst ekkert ólíklegt að það eigi eftir að breytast.“ Töluvert hefur verið fjallað um skjálftavirkni á eldfjallaeyjunni Íslandi í vetur en þá einna helst vegna jarðhræringa í grennd við fjallið Þorbjörn við Grindavík. Skjálftarnir sem mælst hafa á því svæði hafa ekki náð sömu hæðum og þeir sem mældust nú í dag en síðast mældist jarðskjálfti af svipaðri stærð á svæðinu sem um ræðir árið 2012. Lítið lát virðist vera á virkninni í kvöld en ekki er hægt að segja til um hversu lengi skjálftahrinan mun vara. „Þetta er svona kviðukennd virkni. Í gærkvöldi mældust skjálftar allt að stærðinni 3 og svo dró úr þessu. Síðan kom smá forvirkni fyrir skjálftann sem mældist 5,2 um klukkan 15:05, svo var töluverð virkni eftir það. Síðan kom smá pása og þá kemur þessi klukkan 19:26. Þetta er kviðukennt, einmitt þegar maður heldur að þetta sé að verða búið, þá gerist eitthvað meira,“ sagði Kristín Jónsdóttir hópstjóri Náttúruvárvöktunar í samtali við Vísi.
Eldgos og jarðhræringar Fjallabyggð Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira