Búðarferðir Michael Jordan í þá daga þurftu að vera úthugsaðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2020 13:00 Michael Jordan í leik með Chicago Bulls í fyrstu úrslitakeppninni þar sem hann fór alla leið. Getty/ B Miller Körfuboltamaðurinn Michael Jordan var svo vinsæll og svo frægur eftir að hann sló í gegn í NBA-deildinni að hann gat ekki farið neitt án þess að fólk þyrptist að honum úr öllum áttum. Michael Jordan gerbreytti gengi Chicago Bulls um leið og hann steig inn á völlinn og fyllti fljótlega höllina í Chicago sem hafði verið hálftóm á árunum fyrir komu hans. Fáir áttu svör við Michael Jordan inn á körfuboltavellinum á árum hans með Chicago Bulls og það var erfitt að finna frægari mann í heiminum en Jordan á síðasta áratug síðustu aldar. Það gerði Michael Jordan hins vegar afar erfitt að lifa sínu daglega lífi enda aðdáendur hans alls staðar. Brad Sellers, var liðsfélagi Michael Jordan hjá Chicago Bulls, á þessum upphafsárum en hann kom til Bulls á þriðja tímabili Jordan. Hann var vitni af því þegar Jordan breyttist úr strák nýkomnum úr háskóla í súperstjörnu. Sellers sagði Jerry Bembry hjá The Undefeated hvernig þetta var fyrir Jordan utan körfuboltavallarins. „Við sáum MJ vera að þvo af sér í fyrstu þáttunum og þannig var hann þá. Hann var bara eins og venjulegur náungi,“ sagði Brad Sellers og vitnaði í þættina „The Last Dance“ sem svo margir sáu. „Þegar hann varð stærri og stærri í körfuboltaheiminum þá kom að því að hann gat ekki lengur farið út af heimilinu sínu. Ég man eftir því að hafa spurt hann einu sinni: Herðu M, hvernig borðar þú?,“ sagði Brad „Hann sagði mér þá að hann gat hringt í Jewel-Osco [Verslunarkeðja] um fimmtán mínútum áður en þeir lokuðu til að láta þá vita að hann væri að koma. Þeir höfðu þá opið aðeins lengur til þess að leyfa honum að versla,“ sagði Brad og starfsmenn búðarinnar fengu ekki aðeins sjálfan Michael Jordan í heimsókn til sín heldur gaf hann þeim líka gott þjórfé fyrir að vinna aðeins lengur. „Hann var ekki að hala inn 30 milljónir dollara á þessum tíma og ég held að hann var þarna að fá minna en milljón á ári. Það var samt mikill peningur og hann passaði sig á því að launa fólki greiðann,“ sagði Brad Sellers. NBA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Körfuboltamaðurinn Michael Jordan var svo vinsæll og svo frægur eftir að hann sló í gegn í NBA-deildinni að hann gat ekki farið neitt án þess að fólk þyrptist að honum úr öllum áttum. Michael Jordan gerbreytti gengi Chicago Bulls um leið og hann steig inn á völlinn og fyllti fljótlega höllina í Chicago sem hafði verið hálftóm á árunum fyrir komu hans. Fáir áttu svör við Michael Jordan inn á körfuboltavellinum á árum hans með Chicago Bulls og það var erfitt að finna frægari mann í heiminum en Jordan á síðasta áratug síðustu aldar. Það gerði Michael Jordan hins vegar afar erfitt að lifa sínu daglega lífi enda aðdáendur hans alls staðar. Brad Sellers, var liðsfélagi Michael Jordan hjá Chicago Bulls, á þessum upphafsárum en hann kom til Bulls á þriðja tímabili Jordan. Hann var vitni af því þegar Jordan breyttist úr strák nýkomnum úr háskóla í súperstjörnu. Sellers sagði Jerry Bembry hjá The Undefeated hvernig þetta var fyrir Jordan utan körfuboltavallarins. „Við sáum MJ vera að þvo af sér í fyrstu þáttunum og þannig var hann þá. Hann var bara eins og venjulegur náungi,“ sagði Brad Sellers og vitnaði í þættina „The Last Dance“ sem svo margir sáu. „Þegar hann varð stærri og stærri í körfuboltaheiminum þá kom að því að hann gat ekki lengur farið út af heimilinu sínu. Ég man eftir því að hafa spurt hann einu sinni: Herðu M, hvernig borðar þú?,“ sagði Brad „Hann sagði mér þá að hann gat hringt í Jewel-Osco [Verslunarkeðja] um fimmtán mínútum áður en þeir lokuðu til að láta þá vita að hann væri að koma. Þeir höfðu þá opið aðeins lengur til þess að leyfa honum að versla,“ sagði Brad og starfsmenn búðarinnar fengu ekki aðeins sjálfan Michael Jordan í heimsókn til sín heldur gaf hann þeim líka gott þjórfé fyrir að vinna aðeins lengur. „Hann var ekki að hala inn 30 milljónir dollara á þessum tíma og ég held að hann var þarna að fá minna en milljón á ári. Það var samt mikill peningur og hann passaði sig á því að launa fólki greiðann,“ sagði Brad Sellers.
NBA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira