Við eigum samleið Guðmundur Andri Thorsson skrifar 23. júní 2020 11:30 Ég skrapp niður í Ráðhúsið um daginn og skoðaði Borgarlínu-sýninguna sem þar er. Mæli með henni, falleg og skemmtileg og einhver kraftur og hugsjónagleði yfir henni sem hrífur mann. Borgarlínan er samleið. Hún snýst um forgang samleiðarinnar. Hún er augljóslega eitthvert mikilvægasta hagsmunamál okkar sem búum í úthverfum og nágrannabyggðum Reykjavíkur en sækjum inn í borgina vinnu og þjónustu, og verður mikill léttir að vera laus við geðvonskulegar raðir að liðast löturhægt eftir Kringlumýrarbrautinni og Miklubrautinni. Vistvænni samgöngumáti mun hjálpa okkur Íslendingum við að standa við skuldbindingar okkar í loftslagsmálum, og mun ekki af veita því þar erum við eiginlega með allt niðrum okkur. Borgarlínan er eina raunhæfa viðbragðið við því að íbúum mun fjölga um 70.000 manns á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2040 – ekki raunveruleg lausn fyrir það fólk að búa til nýjar og stærri og flóknari umferðarslaufur. Og síðast en ekki síst er Borgarlínan í anda þess sem tíðkast í öllum borgum; naumast til svo aum og vesæl borg í veröldinni að þar séu ekki einhvers konar almenningssamgöngur. Allt er jákvætt við þessa uppbyggingu sem öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ætla að standa að saman. Á leiðinni út stóð ég mig að því að raula með sjálfum mér frasann úr gamla Spilverkslaginu: „Reykjavík, hvað ætlar þú að verða, þegar þú ert orðin stór ...“ Og hugsaði um leið: Borg. Og borg er samfélag þar sem meðal annars er boðið upp á góðar almenningssamgöngur. Síst af öllu vil ég lasta það að vera sérvitur og fara eigin leiðir í lífinu – en stundum þurfum við líka að vinna saman, öllum til hagsbóta en engum til skaða. Við eigum samleið og hún heitir Borgarlína. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Borgarlína Samgöngur Reykjavík Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Ég skrapp niður í Ráðhúsið um daginn og skoðaði Borgarlínu-sýninguna sem þar er. Mæli með henni, falleg og skemmtileg og einhver kraftur og hugsjónagleði yfir henni sem hrífur mann. Borgarlínan er samleið. Hún snýst um forgang samleiðarinnar. Hún er augljóslega eitthvert mikilvægasta hagsmunamál okkar sem búum í úthverfum og nágrannabyggðum Reykjavíkur en sækjum inn í borgina vinnu og þjónustu, og verður mikill léttir að vera laus við geðvonskulegar raðir að liðast löturhægt eftir Kringlumýrarbrautinni og Miklubrautinni. Vistvænni samgöngumáti mun hjálpa okkur Íslendingum við að standa við skuldbindingar okkar í loftslagsmálum, og mun ekki af veita því þar erum við eiginlega með allt niðrum okkur. Borgarlínan er eina raunhæfa viðbragðið við því að íbúum mun fjölga um 70.000 manns á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2040 – ekki raunveruleg lausn fyrir það fólk að búa til nýjar og stærri og flóknari umferðarslaufur. Og síðast en ekki síst er Borgarlínan í anda þess sem tíðkast í öllum borgum; naumast til svo aum og vesæl borg í veröldinni að þar séu ekki einhvers konar almenningssamgöngur. Allt er jákvætt við þessa uppbyggingu sem öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ætla að standa að saman. Á leiðinni út stóð ég mig að því að raula með sjálfum mér frasann úr gamla Spilverkslaginu: „Reykjavík, hvað ætlar þú að verða, þegar þú ert orðin stór ...“ Og hugsaði um leið: Borg. Og borg er samfélag þar sem meðal annars er boðið upp á góðar almenningssamgöngur. Síst af öllu vil ég lasta það að vera sérvitur og fara eigin leiðir í lífinu – en stundum þurfum við líka að vinna saman, öllum til hagsbóta en engum til skaða. Við eigum samleið og hún heitir Borgarlína. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar