Það hefur greinilega verið nóg að gera á skrifstofunni hjá Arsenal í gær því í dag var tilkynnt að fjórir leikmenn hefðu skrifað undir samning við félagið.
David Luiz hefur verið mikið í umræðunni eftir hörmulega frammistöðu sína gegn Manchester City í síðustu viku þar sem hann gaf eitt mark, fékk dæmda á sig vítaspyrnu og rautt spjald.
Hann hefur nú framlengt samning sinn við Lundúnarliðið um eitt ár en hann kom til félagsins á síðasta ári frá Chelsea.
David Luiz has agreed a new one-year contract with Arsenal.
— BBC Sport (@BBCSport) June 24, 2020
More: https://t.co/Nsbl5XvwUu#bbcfootball pic.twitter.com/SRWTiHVyx5
Varnarmennirnir Cedric Soares og Pablo Mari hafa svo skrifað undir fjögurra ára samninga við félagið en báðir komu þeir fyrr á þessu ári. Cedric hefur hins vegar verið mikið meiddur og Pablo fór af velli í tapinu gegn City vegna meiðsla.
Fjórði og síðasti leikmaðurinn sem skrifaði undir samning við Arsenal var Dani Ceballos en hann skrifaði undir áframhaldandi lánssamning út leiktíðina. Hann er á láni hjá félaginu frá Real Madrid.
Arsenal hefur byrjað skelfilega eftir kórónuveiruna. Liðið sá ekki til sólar gegn Man. City og tapaði 3-0 og um helgina töpuðu þeir svo 2-1 fyrir fallbaráttuliði Brighton á útivelli. Liðið mætir Southampton annað kvöld.
DEALS DONE: Arsenal have been busy.
— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) June 24, 2020
David Luiz has put pen to paper on a one-year contract.
Cédric Soares has signed a four-year contract.
Pablo Mari has signed a four-year deal.
Dani Ceballos has extended his loan deal.
(Source: @Arsenal) pic.twitter.com/eq1xd6iowi