Yfirvegun - ekki flumbrugang Janus Arn Guðmundsson skrifar 24. júní 2020 14:00 Forsetakosningar fara fram á laugardaginn kemur. Það hefur stundum hvarflað að mér við slík tilefni, einkum þegar sitjandi forseti býður sig fram til endurkjörs, og aðrir telja sig geta gert betur, að þá upphefjist gjarnan með þjóðinni svolítið skrýtin stemming sem erfitt er að henda reiður á. Kannski eitthvað, ekki ósvipað því sem gerist í afskekktum smábæjum úti í hinum stóra heimi, þegar allir eru að drepast úr leiðindum og heil sirkuslest stormar í bæinn, öllum að óvörum, með allri sinni skemmtan og skringilegheitum. Því er nefnilega ekki að neita að forleikir íslenskra forsetakosninga hafa oft verið töluverð skemmtan þar sem hugmyndaríkir frambjóðendur hafa látið gamminn geysa. Annað við þessi skemmtilegheit er sjálf kosningabaráttan og fjölmiðlaumræðan þar að lútandi. Þá taka menn úr pússi sínu ýmsar misraunhæfar hugmyndir um forsetaembættið og stjórnskipan landsins og fara að blaða í okkar ágætu stjórnarskrá. Í þessu sambandi er 26. grein stjórnarskrárinnar oft sérstaklega til umræðu. Margir virðast frambjóðendurnir vita upp á hár hve oft þeir ætla að leyfa okkur að kjósa um hin og þessi mál, rétt eins og það sé eitthvað kappsmál að við fáum að kjósa um sem flest mál og helst sem oftast. En hér erum við því miður komin út á hálan ís er varðar eðli og einkenni íslenskrar stjórnskipunar sem við köllum þingræði. Gætum okkar á yfirborðskenndum popúlisma Því miður er það að verða lenska hér á landi að meta frambjóðendur eða sitjandi forseta út frá þeirri mælistiku hversu oft viðkomandi hafi, eða ætli sér, að nýta málskotsréttinn. Þetta er afar vafasamur mælikvarði á hæfi forseta Íslands. Við megum ekki falla í þá gryfju að meta forsetann og störf hans út frá því, einu sér, hversu oft hann beitir málskotsréttinum. Hér verðum við að gæta okkar á yfirborðskenndum popúlisma: Forseti verður hvorki betri né verri við það að beita málskotsréttinum, óháð því grundvallaratriði hvaða málefni kemur til álita og hvernig hann réttlætir þá ákvörðun sína. Málefnið og rökstuðningur forsetans er inntakið sem hér um ræðir en ekki fjöldi þeirra skipta sem hann tekur slíka ákvörðun. Forseti lýðveldisins þarf að sýna ábyrgð og bera virðingu fyrir megin einkennum okkar stjórnskipunar. Í kosningabaráttunni sumarið 1980, sagði frú Vigdís Finnbogadóttir í sínu lokaávarpi í sjónvarpssal: „Ég er þingræðissinni“. Þau orð hennar ber að sjálfsögðu að túlka á þann veg að hún beri virðingu fyrir Alþingi, störfum þess, valdi og ákvörðunum. Hún hafi því ekki ætlað sér að fara að grípa fram fyrir Alþingi nema að ærna ástæðu bæri til. Þetta hljóta allir ábyrgir forsetar að hafa í huga. Röggsamar manneskjur með frjótt ímyndunarafl Þriðja skemmtiatriðið við forsetakosningar eru hinir háttvirtu og góðu frambjóðendur, einkum þeir sem aldrei hafa fengið að búa á Bessastöðum. Þetta eru oft röggsamar manneskjur með frjótt ímyndunarafl sem gjarnan vilja brjóta blað svo eftir verði tekið. Einn, sem knúði lengi dyra, án árangurs, ætlaði að breyta Bessastöðum í alheimsfriðarmiðstöð. Annar lofaði að endurreisa stórbúskap þar, eins og þegar Snorri Sturluson var á dögum með stórgripabú á Bessastöðum. Og nú er kominn fram mótframbjóðandi við sitjandi forseta, sem hefur brennandi áhuga á 26. greininni. Aukin heldur hefur hann uppgötvað 25. grein stjórnarskrárinnar sem ku kveða á um að forsetinn geti látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta. Í þeim efnum ætlar hann heldur betur að bretta upp ermar og láta til sín taka, auk þess sem hann ætlar að kenna embættismönnum að spara. Yfirvegun lykilorðið Allt er þetta eins og að horfa á góða kvikmynd, góð skemmtun. Ég hef hins vegar ekki gleymt því í öllum skemmtilegheitunum að Guðni Th. Jóhannesson, sjötti forseti íslenska lýðveldisins, er ekki bara sómakær alþýðumaður eins og þau öll hin sem þessu embætti hafa gegnt. Hann er auk þess virtur sagnfræðingur og prýðilegur penni sem hefur ritað ágæt fræðirit um eðli og störf forseta Íslands og þar með flest þau atriði sem til álita koma þegar að embættið ber á góma. Hann þekkir því flestum betur það embætti sem hann hefur nú gegnt með miklum sóma í eitt kjörtímabil. Guðni er drengur góður, einlægur og hlýr í viðmóti, mannasættir og yfirvegaður. Ég treysti honum því fullkomlega til að axla þá ábyrgð sem embættinu fylgir. Því þessu háa embætti fylgir nefnilega töluverð ábyrgð. Þar er yfirvegun lykilorðið – fremur en hvatvísin sem stundum örlar á í forleiknum að forsetakosningum okkar. Höfundur er pistlahöfundur hjá Rómi. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Forsetakosningar 2020 Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Sjá meira
Forsetakosningar fara fram á laugardaginn kemur. Það hefur stundum hvarflað að mér við slík tilefni, einkum þegar sitjandi forseti býður sig fram til endurkjörs, og aðrir telja sig geta gert betur, að þá upphefjist gjarnan með þjóðinni svolítið skrýtin stemming sem erfitt er að henda reiður á. Kannski eitthvað, ekki ósvipað því sem gerist í afskekktum smábæjum úti í hinum stóra heimi, þegar allir eru að drepast úr leiðindum og heil sirkuslest stormar í bæinn, öllum að óvörum, með allri sinni skemmtan og skringilegheitum. Því er nefnilega ekki að neita að forleikir íslenskra forsetakosninga hafa oft verið töluverð skemmtan þar sem hugmyndaríkir frambjóðendur hafa látið gamminn geysa. Annað við þessi skemmtilegheit er sjálf kosningabaráttan og fjölmiðlaumræðan þar að lútandi. Þá taka menn úr pússi sínu ýmsar misraunhæfar hugmyndir um forsetaembættið og stjórnskipan landsins og fara að blaða í okkar ágætu stjórnarskrá. Í þessu sambandi er 26. grein stjórnarskrárinnar oft sérstaklega til umræðu. Margir virðast frambjóðendurnir vita upp á hár hve oft þeir ætla að leyfa okkur að kjósa um hin og þessi mál, rétt eins og það sé eitthvað kappsmál að við fáum að kjósa um sem flest mál og helst sem oftast. En hér erum við því miður komin út á hálan ís er varðar eðli og einkenni íslenskrar stjórnskipunar sem við köllum þingræði. Gætum okkar á yfirborðskenndum popúlisma Því miður er það að verða lenska hér á landi að meta frambjóðendur eða sitjandi forseta út frá þeirri mælistiku hversu oft viðkomandi hafi, eða ætli sér, að nýta málskotsréttinn. Þetta er afar vafasamur mælikvarði á hæfi forseta Íslands. Við megum ekki falla í þá gryfju að meta forsetann og störf hans út frá því, einu sér, hversu oft hann beitir málskotsréttinum. Hér verðum við að gæta okkar á yfirborðskenndum popúlisma: Forseti verður hvorki betri né verri við það að beita málskotsréttinum, óháð því grundvallaratriði hvaða málefni kemur til álita og hvernig hann réttlætir þá ákvörðun sína. Málefnið og rökstuðningur forsetans er inntakið sem hér um ræðir en ekki fjöldi þeirra skipta sem hann tekur slíka ákvörðun. Forseti lýðveldisins þarf að sýna ábyrgð og bera virðingu fyrir megin einkennum okkar stjórnskipunar. Í kosningabaráttunni sumarið 1980, sagði frú Vigdís Finnbogadóttir í sínu lokaávarpi í sjónvarpssal: „Ég er þingræðissinni“. Þau orð hennar ber að sjálfsögðu að túlka á þann veg að hún beri virðingu fyrir Alþingi, störfum þess, valdi og ákvörðunum. Hún hafi því ekki ætlað sér að fara að grípa fram fyrir Alþingi nema að ærna ástæðu bæri til. Þetta hljóta allir ábyrgir forsetar að hafa í huga. Röggsamar manneskjur með frjótt ímyndunarafl Þriðja skemmtiatriðið við forsetakosningar eru hinir háttvirtu og góðu frambjóðendur, einkum þeir sem aldrei hafa fengið að búa á Bessastöðum. Þetta eru oft röggsamar manneskjur með frjótt ímyndunarafl sem gjarnan vilja brjóta blað svo eftir verði tekið. Einn, sem knúði lengi dyra, án árangurs, ætlaði að breyta Bessastöðum í alheimsfriðarmiðstöð. Annar lofaði að endurreisa stórbúskap þar, eins og þegar Snorri Sturluson var á dögum með stórgripabú á Bessastöðum. Og nú er kominn fram mótframbjóðandi við sitjandi forseta, sem hefur brennandi áhuga á 26. greininni. Aukin heldur hefur hann uppgötvað 25. grein stjórnarskrárinnar sem ku kveða á um að forsetinn geti látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta. Í þeim efnum ætlar hann heldur betur að bretta upp ermar og láta til sín taka, auk þess sem hann ætlar að kenna embættismönnum að spara. Yfirvegun lykilorðið Allt er þetta eins og að horfa á góða kvikmynd, góð skemmtun. Ég hef hins vegar ekki gleymt því í öllum skemmtilegheitunum að Guðni Th. Jóhannesson, sjötti forseti íslenska lýðveldisins, er ekki bara sómakær alþýðumaður eins og þau öll hin sem þessu embætti hafa gegnt. Hann er auk þess virtur sagnfræðingur og prýðilegur penni sem hefur ritað ágæt fræðirit um eðli og störf forseta Íslands og þar með flest þau atriði sem til álita koma þegar að embættið ber á góma. Hann þekkir því flestum betur það embætti sem hann hefur nú gegnt með miklum sóma í eitt kjörtímabil. Guðni er drengur góður, einlægur og hlýr í viðmóti, mannasættir og yfirvegaður. Ég treysti honum því fullkomlega til að axla þá ábyrgð sem embættinu fylgir. Því þessu háa embætti fylgir nefnilega töluverð ábyrgð. Þar er yfirvegun lykilorðið – fremur en hvatvísin sem stundum örlar á í forleiknum að forsetakosningum okkar. Höfundur er pistlahöfundur hjá Rómi. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar