Vonast eftir því að skimun á Keflavíkurflugvelli verði hætt sem fyrst Andri Eysteinsson skrifar 24. júní 2020 20:00 Forstjóri ferðaskrifstofunnar Úrvals útsýnar segist vonast til þess að skimunum vegna kórónuveirunnar á Keflavíkurflugvelli verði hætt sem fyrst. Þórunn Reynisdóttir, forstjóri ferðaskrifstofunnar ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Núna er verið að upplýsa betur hvernig aðstæður eru á hverjum stað, hver skilyrðin eru og þá þorir fólk að fara. Svo vonumst við bara til þess að þeir hætti skimuninni hérna og hleypi okkur Íslendingum fram og til baka til Tenerife og Alicante“ sagði Þórunn eftir að hafa greint frá því að aðsókn í ferðir á vegum Úrvals útsýnar væri að aukast. „Við viljum geta farið hérna fram og til baka án þess að lenda í skimun í Keflavík.“ Þórunn sagði fólk vera byrjað að spá og spekúlera í mögulegum utanlandsferðum og sagði ferðaskrifstofuna miðla upplýsingum til Íslendinga um stöðuna í öðrum löndum. Hún sagði þá að gríðarleg aukning hafi verið á vefnum hjá ferðaskrifstofunni en nýverið hófst sala í vélar til Spánar. „Fólk hefur kannski ekki verið undirbúið fyrir að þetta myndi gerast svona fljótt. Við vonumst til þess að fylla vélarnar í byrjun júlí,“ sagði Þórunn. Þórunn sagði að daglega bærust ný tilboð frá hóteleigendum ytra og hafi verð því verið að lækka aðeins. „Það er enginn munur á þeim og okkur Íslendingunum sem eru að taka á móti útlendingum. Spánverjar fagna því verulega að við séum að koma Íslendingum út í sólina til þeirra.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Fleiri fréttir Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Sjá meira
Forstjóri ferðaskrifstofunnar Úrvals útsýnar segist vonast til þess að skimunum vegna kórónuveirunnar á Keflavíkurflugvelli verði hætt sem fyrst. Þórunn Reynisdóttir, forstjóri ferðaskrifstofunnar ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Núna er verið að upplýsa betur hvernig aðstæður eru á hverjum stað, hver skilyrðin eru og þá þorir fólk að fara. Svo vonumst við bara til þess að þeir hætti skimuninni hérna og hleypi okkur Íslendingum fram og til baka til Tenerife og Alicante“ sagði Þórunn eftir að hafa greint frá því að aðsókn í ferðir á vegum Úrvals útsýnar væri að aukast. „Við viljum geta farið hérna fram og til baka án þess að lenda í skimun í Keflavík.“ Þórunn sagði fólk vera byrjað að spá og spekúlera í mögulegum utanlandsferðum og sagði ferðaskrifstofuna miðla upplýsingum til Íslendinga um stöðuna í öðrum löndum. Hún sagði þá að gríðarleg aukning hafi verið á vefnum hjá ferðaskrifstofunni en nýverið hófst sala í vélar til Spánar. „Fólk hefur kannski ekki verið undirbúið fyrir að þetta myndi gerast svona fljótt. Við vonumst til þess að fylla vélarnar í byrjun júlí,“ sagði Þórunn. Þórunn sagði að daglega bærust ný tilboð frá hóteleigendum ytra og hafi verð því verið að lækka aðeins. „Það er enginn munur á þeim og okkur Íslendingunum sem eru að taka á móti útlendingum. Spánverjar fagna því verulega að við séum að koma Íslendingum út í sólina til þeirra.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Fleiri fréttir Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Sjá meira