Fylkir vann stórsigur en ÍA þurfti framlengingu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júní 2020 22:15 Stefán Teitur var hetja ÍA í kvöld. Vísir/Bára Þá er öllum nema einum leik í Mjólkurbikarnum lokið. Fylkir og ÍA eru komin í 16-liða úrslit. Á meðan Fylkir vann 8-0 stórsigur á ÍH þá þurftu Skagamenn framlengingu gegn Kórdrengjum. Fylkir mætti í Skessuna í Hafnafirði og mætti þar 4. deildarliði ÍH. Mikið hafði verið fjallað um leikinn en þjálfari ÍH er Brynjar Ásgeir Guðmundsson, leikmaður FH. Brynjari til ama var Sam Hewson ekki með en þeir eru fyrrum samherjar og taldi þjálfarinn sig vera með leið til að stöðva Hewson. Sama svo hvernig hefði farið með Hewson á vellinum þá áttu leikmenn ÍH engin svör gegn spræku Fylkisliði. Orri Sveinn Stefánsson skoraði fyrsta mark leiksins á 18. mínútu og áður en fyrri hálfleikur var allur höfðu Fylkismenn bætt við fimm til viðbótar. Arnór Borg Guðjohnsne skoraði þrennu og Arnór Gauti Ragnarsson tvennu. Aðeins róaðist leikurinn í síðari hálfleik en Fylkir bætti samt sem áður við tveimur mörkum. Þau gerðu Hákon Ingi Jónsson og Arnór Gauti Jónsson. Lokatölur 8-0 og ÍH geta nú einbeitt sér að 4. deildinni á meðan Fylkir fer áfram í næstu umferð Mjólkurbikarsins. Í Safamýri mættust Kórdrengir, sem leika í 2. deild, og ÍA sem leikur í efstu deild. Úr varð hörku leikur. Magnús Þórir Matthíasson, fyrrum leikmaður Keflavíkur og Fylkis, kom Kórdrengjum óvænt yfir áður en tíu mínútur voru liðnar. Þannig var staðan allt fram á 69. mínútu þegar Viktor Jónsson jafnaði metin fyrir Skagamenn. Kórdrengir héldu eflaust að þeir hefðu tryggt sér farseðilinn í 16-liða úrslit þegar Einar Orri Einarsson, einnig fyrrum leikmaður Keflavíkur, kom þeim aftur yfir þegar tæplega tíu mínutur voru eftir. Aftur jöfnuðu Skagamenn en að þessu sinni var það Hlynur Sævar Jónsson og því þurfti að framlengja. Þar var það Stefán Teitur Þórðarson sem reyndist hetja ÍA en hann skoraði sigurmark leiksins á 110. mínútu. Lokatölur 3-2 og Skagamenn komnir í 16-liða úrslitin. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn ÍA Fylkir Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Fleiri fréttir „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Sjá meira
Þá er öllum nema einum leik í Mjólkurbikarnum lokið. Fylkir og ÍA eru komin í 16-liða úrslit. Á meðan Fylkir vann 8-0 stórsigur á ÍH þá þurftu Skagamenn framlengingu gegn Kórdrengjum. Fylkir mætti í Skessuna í Hafnafirði og mætti þar 4. deildarliði ÍH. Mikið hafði verið fjallað um leikinn en þjálfari ÍH er Brynjar Ásgeir Guðmundsson, leikmaður FH. Brynjari til ama var Sam Hewson ekki með en þeir eru fyrrum samherjar og taldi þjálfarinn sig vera með leið til að stöðva Hewson. Sama svo hvernig hefði farið með Hewson á vellinum þá áttu leikmenn ÍH engin svör gegn spræku Fylkisliði. Orri Sveinn Stefánsson skoraði fyrsta mark leiksins á 18. mínútu og áður en fyrri hálfleikur var allur höfðu Fylkismenn bætt við fimm til viðbótar. Arnór Borg Guðjohnsne skoraði þrennu og Arnór Gauti Ragnarsson tvennu. Aðeins róaðist leikurinn í síðari hálfleik en Fylkir bætti samt sem áður við tveimur mörkum. Þau gerðu Hákon Ingi Jónsson og Arnór Gauti Jónsson. Lokatölur 8-0 og ÍH geta nú einbeitt sér að 4. deildinni á meðan Fylkir fer áfram í næstu umferð Mjólkurbikarsins. Í Safamýri mættust Kórdrengir, sem leika í 2. deild, og ÍA sem leikur í efstu deild. Úr varð hörku leikur. Magnús Þórir Matthíasson, fyrrum leikmaður Keflavíkur og Fylkis, kom Kórdrengjum óvænt yfir áður en tíu mínútur voru liðnar. Þannig var staðan allt fram á 69. mínútu þegar Viktor Jónsson jafnaði metin fyrir Skagamenn. Kórdrengir héldu eflaust að þeir hefðu tryggt sér farseðilinn í 16-liða úrslit þegar Einar Orri Einarsson, einnig fyrrum leikmaður Keflavíkur, kom þeim aftur yfir þegar tæplega tíu mínutur voru eftir. Aftur jöfnuðu Skagamenn en að þessu sinni var það Hlynur Sævar Jónsson og því þurfti að framlengja. Þar var það Stefán Teitur Þórðarson sem reyndist hetja ÍA en hann skoraði sigurmark leiksins á 110. mínútu. Lokatölur 3-2 og Skagamenn komnir í 16-liða úrslitin.
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn ÍA Fylkir Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Fleiri fréttir „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn