Fjörug lestarferð Martins og félaga til Berlínar eftir að titilinn var í höfn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júní 2020 14:00 Martin og félagar á lestarstöðinni í Berlín. vísir/getty Martin Hermannsson og félagar hans í Alba Berlin urðu Þýskalandsmeistarar eftir sigur á Riesen Ludwigsburg í gær, 74-75. Tímabilið 2019-20 var frábært hjá Martin og Alba Berlin en liðið vann tvöfalt í Þýskalandi. Í fyrra var þessu öfugt farið; liðið komst í þrjá úrslitaleiki en tapaði þeim öllum. „Þetta var virkilega sætt, sérstaklega eftir tímabilið í fyrra þar sem maður fékk silfurpening um hálsinn og þurfti að horfa á hitt liðið lyfta bikarnum,“ sagði Martin í samtali við Vísi í dag. „Það var sætt að verða bikarmeistari en þetta var okkar stærsta markmið. Það eru tólf ár síðan Alba Berlin varð síðast þýskur meistari. Þetta er enn að síast inn.“ Langri bið Alba Berlin eftir því að verða Þýskalandsmeistari lauk í gær.getty/Christof Stache Alba Berlin var í afar góðri stöðu eftir fyrri úrslitaleikinn á föstudaginn sem liðið vann með 23 stigum, 88-65. „Við vorum með gott forskot fyrir leikinn og kláruðum þetta nokkuð þægilega. Þetta var ekki fallegasti körfuboltinn en eftir nokkur ár mun enginn skoða hvernig þessi leikur var. Titilinn kom í hús og það skipti öllu máli,“ sagði Martin sem skoraði fjórtán stig í báðum úrslitaleikjunum. Íslenski landsliðsmaðurinn segist ekki hafa haft miklar áhyggjur af því að Alba Berlin myndi missa forskotið úr fyrri leiknum niður í þeim seinni. „Við vissum að við værum með miklu betra lið og ef við myndum spila af eðlilegri getu ætti þetta að vera nokkuð þægilegt. En auðvitað var smá fiðringur fyrir leik. Við þurftum að vera á tánum og skiluðum flottu dagsverki,“ sagði Martin. Eftir leikinn í München í gær tók við fjögurra tíma lestrarferð til Berlínar. Hún var í fjörugari kantinum. „Ég vil bara biðja fólkið sem var í lestinni á sama tíma afsökunar. Það vildi kannski bara eiga rólegan sunnudagslestartúr. Það voru smá læti um borð,“ sagði Martin. Leikmenn, þjálfarar og starfsfólk Alba Berlin hittast svo í kvöld til að fagna níunda meistaratitlinum í sögu félagsins. Það var fjör á lestarstöðinni í Berlín eftir að leikmenn Alba Berlin sneru heim með bikarinn.vísir/getty Eins og áður sagði lenti Alba Berlin í 2. sæti í öllum keppnum á síðasta tímabili; í þýsku úrvalsdeildinni, bikarkeppninni og EuroCup. Martin segir að það hafi munað miklu fyrir Alba Berlin að fá Svíann Marcus Eriksson fyrir tímabilið. „Hann er þriggja stiga skytta sem við þurftum á síðasta tímabili. En það fer ekkert á milli mála að við vorum með langbesta liðið í vetur,“ sagði Martin að lokum. Þýski körfuboltinn Tengdar fréttir Martin þýskur meistari Martin Hermannsson og félagar hans í Alba Berlín eru þýskir meistarar í körfubolta eftir sigur á Ludwigsburg í síðari úrslitaleiknum, 75-74. 28. júní 2020 14:37 Martin og félagar í draumastöðu eftir fyrri úrslitaleikinn | Sjáðu helstu tilþrif Martins Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín eru komnir í góða stöðu til að tryggja sér þýska meistaratitilinn í körfubolta. Þeir unnu 23 stiga sigur á Ludwigsburg í fyrri leiknum af tveimur í úrslitum þýsku deildarinnar. 26. júní 2020 20:30 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ Sjá meira
Martin Hermannsson og félagar hans í Alba Berlin urðu Þýskalandsmeistarar eftir sigur á Riesen Ludwigsburg í gær, 74-75. Tímabilið 2019-20 var frábært hjá Martin og Alba Berlin en liðið vann tvöfalt í Þýskalandi. Í fyrra var þessu öfugt farið; liðið komst í þrjá úrslitaleiki en tapaði þeim öllum. „Þetta var virkilega sætt, sérstaklega eftir tímabilið í fyrra þar sem maður fékk silfurpening um hálsinn og þurfti að horfa á hitt liðið lyfta bikarnum,“ sagði Martin í samtali við Vísi í dag. „Það var sætt að verða bikarmeistari en þetta var okkar stærsta markmið. Það eru tólf ár síðan Alba Berlin varð síðast þýskur meistari. Þetta er enn að síast inn.“ Langri bið Alba Berlin eftir því að verða Þýskalandsmeistari lauk í gær.getty/Christof Stache Alba Berlin var í afar góðri stöðu eftir fyrri úrslitaleikinn á föstudaginn sem liðið vann með 23 stigum, 88-65. „Við vorum með gott forskot fyrir leikinn og kláruðum þetta nokkuð þægilega. Þetta var ekki fallegasti körfuboltinn en eftir nokkur ár mun enginn skoða hvernig þessi leikur var. Titilinn kom í hús og það skipti öllu máli,“ sagði Martin sem skoraði fjórtán stig í báðum úrslitaleikjunum. Íslenski landsliðsmaðurinn segist ekki hafa haft miklar áhyggjur af því að Alba Berlin myndi missa forskotið úr fyrri leiknum niður í þeim seinni. „Við vissum að við værum með miklu betra lið og ef við myndum spila af eðlilegri getu ætti þetta að vera nokkuð þægilegt. En auðvitað var smá fiðringur fyrir leik. Við þurftum að vera á tánum og skiluðum flottu dagsverki,“ sagði Martin. Eftir leikinn í München í gær tók við fjögurra tíma lestrarferð til Berlínar. Hún var í fjörugari kantinum. „Ég vil bara biðja fólkið sem var í lestinni á sama tíma afsökunar. Það vildi kannski bara eiga rólegan sunnudagslestartúr. Það voru smá læti um borð,“ sagði Martin. Leikmenn, þjálfarar og starfsfólk Alba Berlin hittast svo í kvöld til að fagna níunda meistaratitlinum í sögu félagsins. Það var fjör á lestarstöðinni í Berlín eftir að leikmenn Alba Berlin sneru heim með bikarinn.vísir/getty Eins og áður sagði lenti Alba Berlin í 2. sæti í öllum keppnum á síðasta tímabili; í þýsku úrvalsdeildinni, bikarkeppninni og EuroCup. Martin segir að það hafi munað miklu fyrir Alba Berlin að fá Svíann Marcus Eriksson fyrir tímabilið. „Hann er þriggja stiga skytta sem við þurftum á síðasta tímabili. En það fer ekkert á milli mála að við vorum með langbesta liðið í vetur,“ sagði Martin að lokum.
Þýski körfuboltinn Tengdar fréttir Martin þýskur meistari Martin Hermannsson og félagar hans í Alba Berlín eru þýskir meistarar í körfubolta eftir sigur á Ludwigsburg í síðari úrslitaleiknum, 75-74. 28. júní 2020 14:37 Martin og félagar í draumastöðu eftir fyrri úrslitaleikinn | Sjáðu helstu tilþrif Martins Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín eru komnir í góða stöðu til að tryggja sér þýska meistaratitilinn í körfubolta. Þeir unnu 23 stiga sigur á Ludwigsburg í fyrri leiknum af tveimur í úrslitum þýsku deildarinnar. 26. júní 2020 20:30 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ Sjá meira
Martin þýskur meistari Martin Hermannsson og félagar hans í Alba Berlín eru þýskir meistarar í körfubolta eftir sigur á Ludwigsburg í síðari úrslitaleiknum, 75-74. 28. júní 2020 14:37
Martin og félagar í draumastöðu eftir fyrri úrslitaleikinn | Sjáðu helstu tilþrif Martins Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín eru komnir í góða stöðu til að tryggja sér þýska meistaratitilinn í körfubolta. Þeir unnu 23 stiga sigur á Ludwigsburg í fyrri leiknum af tveimur í úrslitum þýsku deildarinnar. 26. júní 2020 20:30