Stafræn ökuskírteini kynnt í dag Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. júlí 2020 06:25 Hefðbundin ökuskírteini. stöð 2 Boðað hefur verið til blaðamannafundar í dag vegna útgáfu rafrænna ökuskírteina. Dómsmálaráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og ríkislögreglustjóri standa að fundinum og hefst hann klukkan 11:30. Vísir verður með beina útsendingu frá fundinum. Innleiðing stafrænna ökuskírteina er samstarfsverkefni samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, sem ber ábyrgð á umferðarlöggjöf og reglum um ökuskírteini, og dómsmálaráðuneytisins, sem fer með málefni ríkislögreglustjóra og sýslumanna. Ríkislögreglustjóri gefur út stafrænu ökuskírteinin en sýslumenn gefa út hefðbundin prentuð skírteini í umboði ríkislögreglustjóra. Vigdís Jóhannsdóttir, markaðsstjóri Stafræns Íslands sem hélt utan um þróun skírteinanna, sagði í lok maí að fólk muni geta nálgast ökuskírteinin á Ísland.is og setji þau svo í „veskið“ í símanum, ekki ólíkt því sem gert er með greiðslukort og farseðla. Dómsmálaráðherra hefur jafnframt sagt að fólk sem kýs að nota áfram gömlu útgáfu skírteinanna geti gert það áfram. Stafræn ökuskírteini verða jafngild hefðbundnum ökuskírteinum á Íslandi en munu ekki gilda annars staðar en hér á landi. Ökuskírteini sem gefin eru út af EES ríkjum eru almennt viðurkennd gagnkvæmt milli EES ríkja en stafrænu ökuskírteinin uppfylla ekki kröfur Evróputilskipunar um ökuskírteini og munu því aðeins gilda innanlands. Sem fyrr segir hefur verið boðað til blaðamannafundur um stafrænu ökuskírteinin klukkan 11:30 og verður hægt að fylgjast með fundinum í beinni á Vísi. Uppfært klukkan 12: Blaðamannafundinn má sjá hér að neðan. Tækni Samgöngur Tengdar fréttir Stafrænu ökuskírteinin munu ekki gilda utan landsteinanna Stafræn ökuskírteini verða jafngild hefðbundnum ökuskírteinum á Íslandi en munu ekki gilda annars staðar en hér á landi. 12. júní 2020 20:55 Starfsfólk Vínbúðanna fagnar rafrænu ökuskírteinunum Aðstoðarforstjóri ÁTVR segist gera ráð fyrir að starfsfólk Vínbúðanna muni fagna hinum nýju rafrænum skilríkjum sem væntanleg eru í lok mánaðar. 12. júní 2020 08:21 Ungar konur leiða þróun á rafrænum ökuskírteinum Fyrirtækið Smart Solutions þróar nú rafræn ökuskírteini en 87,5% starfsmanna eru nú konur. Þær ætla sér að hrista upp í þeim staðalímyndum sem lita tækniheiminn og sprotafyrirtæki á Íslandi í dag. 18. júní 2020 10:02 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Sjá meira
Boðað hefur verið til blaðamannafundar í dag vegna útgáfu rafrænna ökuskírteina. Dómsmálaráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og ríkislögreglustjóri standa að fundinum og hefst hann klukkan 11:30. Vísir verður með beina útsendingu frá fundinum. Innleiðing stafrænna ökuskírteina er samstarfsverkefni samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, sem ber ábyrgð á umferðarlöggjöf og reglum um ökuskírteini, og dómsmálaráðuneytisins, sem fer með málefni ríkislögreglustjóra og sýslumanna. Ríkislögreglustjóri gefur út stafrænu ökuskírteinin en sýslumenn gefa út hefðbundin prentuð skírteini í umboði ríkislögreglustjóra. Vigdís Jóhannsdóttir, markaðsstjóri Stafræns Íslands sem hélt utan um þróun skírteinanna, sagði í lok maí að fólk muni geta nálgast ökuskírteinin á Ísland.is og setji þau svo í „veskið“ í símanum, ekki ólíkt því sem gert er með greiðslukort og farseðla. Dómsmálaráðherra hefur jafnframt sagt að fólk sem kýs að nota áfram gömlu útgáfu skírteinanna geti gert það áfram. Stafræn ökuskírteini verða jafngild hefðbundnum ökuskírteinum á Íslandi en munu ekki gilda annars staðar en hér á landi. Ökuskírteini sem gefin eru út af EES ríkjum eru almennt viðurkennd gagnkvæmt milli EES ríkja en stafrænu ökuskírteinin uppfylla ekki kröfur Evróputilskipunar um ökuskírteini og munu því aðeins gilda innanlands. Sem fyrr segir hefur verið boðað til blaðamannafundur um stafrænu ökuskírteinin klukkan 11:30 og verður hægt að fylgjast með fundinum í beinni á Vísi. Uppfært klukkan 12: Blaðamannafundinn má sjá hér að neðan.
Tækni Samgöngur Tengdar fréttir Stafrænu ökuskírteinin munu ekki gilda utan landsteinanna Stafræn ökuskírteini verða jafngild hefðbundnum ökuskírteinum á Íslandi en munu ekki gilda annars staðar en hér á landi. 12. júní 2020 20:55 Starfsfólk Vínbúðanna fagnar rafrænu ökuskírteinunum Aðstoðarforstjóri ÁTVR segist gera ráð fyrir að starfsfólk Vínbúðanna muni fagna hinum nýju rafrænum skilríkjum sem væntanleg eru í lok mánaðar. 12. júní 2020 08:21 Ungar konur leiða þróun á rafrænum ökuskírteinum Fyrirtækið Smart Solutions þróar nú rafræn ökuskírteini en 87,5% starfsmanna eru nú konur. Þær ætla sér að hrista upp í þeim staðalímyndum sem lita tækniheiminn og sprotafyrirtæki á Íslandi í dag. 18. júní 2020 10:02 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Sjá meira
Stafrænu ökuskírteinin munu ekki gilda utan landsteinanna Stafræn ökuskírteini verða jafngild hefðbundnum ökuskírteinum á Íslandi en munu ekki gilda annars staðar en hér á landi. 12. júní 2020 20:55
Starfsfólk Vínbúðanna fagnar rafrænu ökuskírteinunum Aðstoðarforstjóri ÁTVR segist gera ráð fyrir að starfsfólk Vínbúðanna muni fagna hinum nýju rafrænum skilríkjum sem væntanleg eru í lok mánaðar. 12. júní 2020 08:21
Ungar konur leiða þróun á rafrænum ökuskírteinum Fyrirtækið Smart Solutions þróar nú rafræn ökuskírteini en 87,5% starfsmanna eru nú konur. Þær ætla sér að hrista upp í þeim staðalímyndum sem lita tækniheiminn og sprotafyrirtæki á Íslandi í dag. 18. júní 2020 10:02