UN Women tíu ára í dag Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. júlí 2020 13:53 Twitter/UN Women Heimilisofbeldi gegn konum hefur aukist um 30-40% í Covid-19 faraldrinum á heimsvísu að sögn framkvæmdastjóra UN Women. Samtökin fagna 10 ára afmæli í dag og er helsta baráttumálið að koma í veg fyrir ofbeldið og styðja konur sem hafa orðið fyrir því. Tíu ár eru í dag frá því UN Women var stofnað og samþykkt af allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Þá undirrituðu ríki heims viljayfirlýsingu um að jafna hlut kynjanna og útrýma kynbundnu ofbeldi. Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra UN Women á Íslandi segir að helsta baráttumálið nú og þá sé að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum. Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. „Baráttan gegn ofbeldi gegn konum. Þetta er náttúrulega heimsfaraldur nú þegar 1 af hverjum 3 konum verður fyrir ofbeldi nú þegar í heiminum. Nú á tímum Covid erum við að sjá allt að 30% -40% aukningu á heimilisofbeldi gagnvart konum í heiminum. Þannig að þetta er alltaf stærsta verkefni UN Women,“ sagði Stella. Hvernig hagar UN Women baráttunni í dag? „Það er gert með því að styrkja við stoðir jafnréttissamtaka sem vinna í grasrótinni, með því að styðja við kvennaathvöf og með því að þrýsta á stjórnvöld á heimsvísu að horfa til þess að í viðbrögðum við þessum faraldri að það sé líka horft til kvennastarfa því allt of oft gleymist það,“ sagði Stella. Stella fagnar því einnig að Ísland sé á meðal forysturíkja átaksverkefnisins Kynslóð jafnréttis á vegum stofnunar Sameinuðu þjóðanna um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna, UN Women. Stofnunin tilkynnti um forysturíkin í gær. „Að íslensk stjórnvöld skuli hafa verið valin er magnað og sýnir hversu mikið er horft til Íslands sem stendur svona framarlega í jafnrétti.“ Stella segir að deginum verði eytt í að pakka niður föggum en UN Women opnar nýja skrifstofu á Laugarvegi 77 á morgun. Í dag eru tíu ár síðan stofnun UN Women var samþykkt🎉Takk @MFAIceland fyrir ómetanlegan stuðning og takk velunnarar og styrktaraðilar fyrir ykkar dýrmætu framlög🧡 pic.twitter.com/nagcLxbl5H— unwomeniceland (@unwomeniceland) July 2, 2020 Jafnréttismál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Heimilisofbeldi gegn konum hefur aukist um 30-40% í Covid-19 faraldrinum á heimsvísu að sögn framkvæmdastjóra UN Women. Samtökin fagna 10 ára afmæli í dag og er helsta baráttumálið að koma í veg fyrir ofbeldið og styðja konur sem hafa orðið fyrir því. Tíu ár eru í dag frá því UN Women var stofnað og samþykkt af allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Þá undirrituðu ríki heims viljayfirlýsingu um að jafna hlut kynjanna og útrýma kynbundnu ofbeldi. Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra UN Women á Íslandi segir að helsta baráttumálið nú og þá sé að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum. Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. „Baráttan gegn ofbeldi gegn konum. Þetta er náttúrulega heimsfaraldur nú þegar 1 af hverjum 3 konum verður fyrir ofbeldi nú þegar í heiminum. Nú á tímum Covid erum við að sjá allt að 30% -40% aukningu á heimilisofbeldi gagnvart konum í heiminum. Þannig að þetta er alltaf stærsta verkefni UN Women,“ sagði Stella. Hvernig hagar UN Women baráttunni í dag? „Það er gert með því að styrkja við stoðir jafnréttissamtaka sem vinna í grasrótinni, með því að styðja við kvennaathvöf og með því að þrýsta á stjórnvöld á heimsvísu að horfa til þess að í viðbrögðum við þessum faraldri að það sé líka horft til kvennastarfa því allt of oft gleymist það,“ sagði Stella. Stella fagnar því einnig að Ísland sé á meðal forysturíkja átaksverkefnisins Kynslóð jafnréttis á vegum stofnunar Sameinuðu þjóðanna um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna, UN Women. Stofnunin tilkynnti um forysturíkin í gær. „Að íslensk stjórnvöld skuli hafa verið valin er magnað og sýnir hversu mikið er horft til Íslands sem stendur svona framarlega í jafnrétti.“ Stella segir að deginum verði eytt í að pakka niður föggum en UN Women opnar nýja skrifstofu á Laugarvegi 77 á morgun. Í dag eru tíu ár síðan stofnun UN Women var samþykkt🎉Takk @MFAIceland fyrir ómetanlegan stuðning og takk velunnarar og styrktaraðilar fyrir ykkar dýrmætu framlög🧡 pic.twitter.com/nagcLxbl5H— unwomeniceland (@unwomeniceland) July 2, 2020
Jafnréttismál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira