Danke, Sara! Wolfsburg kveður landsliðsfyrirliðann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. júlí 2020 18:00 Sara Björk með þýska meistaraskjöldinn ásamt vinkonu sinni, Pernille Harder getty/Maja Hitij Eins og greint var frá í gær hefur Sara Björk Gunnarsdóttir skrifað undir tveggja ára samning við Evrópumeistara Lyon. Sara kemur til Lyon á frjálsri sölu frá Wolfsburg þar sem hún hefur leikið undanfarin fjögur ár. Landsliðsfyrirliðinn hefur þegar spilað sinn síðasta leik fyrir Wolfsburg. Hún fær ekki að spila úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar á laugardaginn þar sem Wolfsburg mætir Essen. Ef Wolfsburg vinnur bikarúrslitaleikinn á laugardaginn kveður Sara liðið, hafandi orðið tvöfaldur meistari á öllum fjórum tímabilunum sínum hjá því. Wolfsburg komst einnig í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2018 þar sem liðið tapaði fyrir verðandi samherjum Söru í Lyon, 4-1. Wolfsburg birti í dag myndband á samfélagsmiðlum sínum þar sem Sara er kvödd með stæl. Þar má sjá hana skora nokkur mörk, fagna titlum og tala þýsku. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. DANKE, SARA! #VfLWolfsburg #Wölfinnen #DieLiga @sarabjork18 pic.twitter.com/qI0COB5bQi— VfL Wolfsburg Frauen (@VfLWob_Frauen) July 2, 2020 Í samtali við Vísi sagði Sara vonast til að mega taka þátt í leikjum Lyon í Meistaradeildinni í haust. Leika á átta liða úrslit, undanúrslit og úrslit í Meistaradeildinni á Spáni dagana 21.-30. ágúst. Lyon hefur unnið Meistaradeildina fjórum sinnum í röð og sex sinnum alls. Þá hefur liðið unnið franska meistaratitilinn fjórtán sinnum í röð. Sara lék með Rosengård í Svíþjóð áður en hún fór til Wolfsburg. Hún varð fjórum sinnum sænskur meistari og einu sinni bikarmeistari með Rosengård og var um tíma fyrirliði liðsins. Þýski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Ein stærstu félagsskipti Íslendinga í sögunni: „Eins og karlkyns leikmaður færi í Barcelona“ „Þetta er bara risastórt, maður óskar Söru innilega til hamingju með þetta og frábært fyrir okkur Íslendinga að eiga leikmann á þessu risastóra sviði. Þetta er besta félagslið í heimi í kvennaboltanum í dag, væri eins og einhver íslenskur karlleikmaður færi í Barcelona. Eins og Eiður Smári gerði á sínum tíma, segir Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. 1. júlí 2020 19:45 Gat ekki sagt nei við besta lið heims: „Finn að ég þrái meira“ „Það er auðvitað ótrúlega mikill heiður að besta lið í heimi hafi sýnt manni svona mikinn áhuga,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, sem skrifað hefur undir samning til tveggja ára við Evrópu- og Frakklandsmeistara Lyon. 1. júlí 2020 15:38 Sara orðin leikmaður Evrópumeistaranna Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, hefur skrifað undir samning við franska stórveldið Lyon. 1. júlí 2020 15:15 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Eins og greint var frá í gær hefur Sara Björk Gunnarsdóttir skrifað undir tveggja ára samning við Evrópumeistara Lyon. Sara kemur til Lyon á frjálsri sölu frá Wolfsburg þar sem hún hefur leikið undanfarin fjögur ár. Landsliðsfyrirliðinn hefur þegar spilað sinn síðasta leik fyrir Wolfsburg. Hún fær ekki að spila úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar á laugardaginn þar sem Wolfsburg mætir Essen. Ef Wolfsburg vinnur bikarúrslitaleikinn á laugardaginn kveður Sara liðið, hafandi orðið tvöfaldur meistari á öllum fjórum tímabilunum sínum hjá því. Wolfsburg komst einnig í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2018 þar sem liðið tapaði fyrir verðandi samherjum Söru í Lyon, 4-1. Wolfsburg birti í dag myndband á samfélagsmiðlum sínum þar sem Sara er kvödd með stæl. Þar má sjá hana skora nokkur mörk, fagna titlum og tala þýsku. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. DANKE, SARA! #VfLWolfsburg #Wölfinnen #DieLiga @sarabjork18 pic.twitter.com/qI0COB5bQi— VfL Wolfsburg Frauen (@VfLWob_Frauen) July 2, 2020 Í samtali við Vísi sagði Sara vonast til að mega taka þátt í leikjum Lyon í Meistaradeildinni í haust. Leika á átta liða úrslit, undanúrslit og úrslit í Meistaradeildinni á Spáni dagana 21.-30. ágúst. Lyon hefur unnið Meistaradeildina fjórum sinnum í röð og sex sinnum alls. Þá hefur liðið unnið franska meistaratitilinn fjórtán sinnum í röð. Sara lék með Rosengård í Svíþjóð áður en hún fór til Wolfsburg. Hún varð fjórum sinnum sænskur meistari og einu sinni bikarmeistari með Rosengård og var um tíma fyrirliði liðsins.
Þýski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Ein stærstu félagsskipti Íslendinga í sögunni: „Eins og karlkyns leikmaður færi í Barcelona“ „Þetta er bara risastórt, maður óskar Söru innilega til hamingju með þetta og frábært fyrir okkur Íslendinga að eiga leikmann á þessu risastóra sviði. Þetta er besta félagslið í heimi í kvennaboltanum í dag, væri eins og einhver íslenskur karlleikmaður færi í Barcelona. Eins og Eiður Smári gerði á sínum tíma, segir Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. 1. júlí 2020 19:45 Gat ekki sagt nei við besta lið heims: „Finn að ég þrái meira“ „Það er auðvitað ótrúlega mikill heiður að besta lið í heimi hafi sýnt manni svona mikinn áhuga,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, sem skrifað hefur undir samning til tveggja ára við Evrópu- og Frakklandsmeistara Lyon. 1. júlí 2020 15:38 Sara orðin leikmaður Evrópumeistaranna Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, hefur skrifað undir samning við franska stórveldið Lyon. 1. júlí 2020 15:15 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Ein stærstu félagsskipti Íslendinga í sögunni: „Eins og karlkyns leikmaður færi í Barcelona“ „Þetta er bara risastórt, maður óskar Söru innilega til hamingju með þetta og frábært fyrir okkur Íslendinga að eiga leikmann á þessu risastóra sviði. Þetta er besta félagslið í heimi í kvennaboltanum í dag, væri eins og einhver íslenskur karlleikmaður færi í Barcelona. Eins og Eiður Smári gerði á sínum tíma, segir Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. 1. júlí 2020 19:45
Gat ekki sagt nei við besta lið heims: „Finn að ég þrái meira“ „Það er auðvitað ótrúlega mikill heiður að besta lið í heimi hafi sýnt manni svona mikinn áhuga,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, sem skrifað hefur undir samning til tveggja ára við Evrópu- og Frakklandsmeistara Lyon. 1. júlí 2020 15:38
Sara orðin leikmaður Evrópumeistaranna Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, hefur skrifað undir samning við franska stórveldið Lyon. 1. júlí 2020 15:15