Pútín segir Rússa hafa greitt atkvæði „með hjartanu“ Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2020 15:59 Með stjórnarskrárbreytingunum gæti Pútín setið sem forseti til 2036. Hann hefði þá verið við völd í hátt í fjörutíu ár. Vísir/EPA Stjórnarskrárbreytingar sem gera Vladímír Pútín forseta kleift að sitja á forsetastóli í allt að sextán ár í viðbót taka gildi strax á morgun. Samkvæmt opinberum tölum greiddu 78% kjósenda atkvæða með breytingunum og segir Pútín landsmenn hafa greitt atkvæði „með hjartanu“. Stjórnarandstæðingar hafa gagnrýnt framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Atkvæðagreiðslunni lauk á miðvikudag en hún stóð yfir í viku til þess að draga úr smithættu vegna kórónuveirufaraldursins. Ríkisstjórnin hefur lýst úrslitunum sem meiriháttar sigri fyrir Pútín en stjórnarandstæðingar segja atkvæðagreiðsluna ólöglega og ólögmæta. Pútín hrósaði sigri í dag og tilkynnti að nýbreytt stjórnarskrá tæki gildi á morgun, laugardaginn 4. júlí. „Fólk fann í hjarta sér að það var eftirspurn eftir því sem var í boði og að það væri það sem landið þarfnaðist,“ sagði Pútín sem hélt því fram að úrslitin sýndu hversu mikil eining væri á meðal rússnesku þjóðarinnar. Auk þess að gera Pútín kleift að bjóða sig fram aftur þegar núverandi kjörtímabili hans lýkur árið 2024 veita stjórnarskárbreytingarnar fyrrverandi forsetum friðhelgi fyrir saksókn, koma ákvæði um guð inn í stjórnarskrána og skilgreina hjónaband sem aðeins á milli karls og konu. Pútín hefur setið á stóli forseta nær óslitið frá árinu 1999. Frá 2008 til 2012 var hann forsætisráðherra þar sem hann mátti ekki bjóða sig fram til þriðja kjörtímabilsins sem forseti í röð. Nýju stjórnarskrárbreytingarnar gera honum kleift að hanga á embættinu til 2036. Í tíð Pútín hefur Rússland hneigst í átt að valdboði og íhaldssemi. Stjórnarandstæðingar og blaðamenn sem hafa verið gagnrýnir á stjórnvöld hafa meðal annars verið myrtir. Þá hefur forsetinn beitt sér gegn réttindum hinsegin fólks. Þegar hann tilkynnti um gildistöku stjórnarskrárbreytinganna í dag skaut hann á bandaríska sendiráðið sem flaggaði regnbogafána í tilefni af hinsegin dögum í Moskvu. „Þau hafa sýnt okkur eitthvað um þá sem vinna þarna,“ sagði forsetinn sem lét lögleiða bann við „samkynhneigðum áróðri“ árið 2013. Rússland Tengdar fréttir Yfirgnæfandi meirihluti samþykkti stjórnarskrárbreytingar Pútíns Yfirgæfandi meirihluti þeirra sem kusu í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar í Rússlandi samþykktu breytingarnar. 1. júlí 2020 23:30 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Sjá meira
Stjórnarskrárbreytingar sem gera Vladímír Pútín forseta kleift að sitja á forsetastóli í allt að sextán ár í viðbót taka gildi strax á morgun. Samkvæmt opinberum tölum greiddu 78% kjósenda atkvæða með breytingunum og segir Pútín landsmenn hafa greitt atkvæði „með hjartanu“. Stjórnarandstæðingar hafa gagnrýnt framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Atkvæðagreiðslunni lauk á miðvikudag en hún stóð yfir í viku til þess að draga úr smithættu vegna kórónuveirufaraldursins. Ríkisstjórnin hefur lýst úrslitunum sem meiriháttar sigri fyrir Pútín en stjórnarandstæðingar segja atkvæðagreiðsluna ólöglega og ólögmæta. Pútín hrósaði sigri í dag og tilkynnti að nýbreytt stjórnarskrá tæki gildi á morgun, laugardaginn 4. júlí. „Fólk fann í hjarta sér að það var eftirspurn eftir því sem var í boði og að það væri það sem landið þarfnaðist,“ sagði Pútín sem hélt því fram að úrslitin sýndu hversu mikil eining væri á meðal rússnesku þjóðarinnar. Auk þess að gera Pútín kleift að bjóða sig fram aftur þegar núverandi kjörtímabili hans lýkur árið 2024 veita stjórnarskárbreytingarnar fyrrverandi forsetum friðhelgi fyrir saksókn, koma ákvæði um guð inn í stjórnarskrána og skilgreina hjónaband sem aðeins á milli karls og konu. Pútín hefur setið á stóli forseta nær óslitið frá árinu 1999. Frá 2008 til 2012 var hann forsætisráðherra þar sem hann mátti ekki bjóða sig fram til þriðja kjörtímabilsins sem forseti í röð. Nýju stjórnarskrárbreytingarnar gera honum kleift að hanga á embættinu til 2036. Í tíð Pútín hefur Rússland hneigst í átt að valdboði og íhaldssemi. Stjórnarandstæðingar og blaðamenn sem hafa verið gagnrýnir á stjórnvöld hafa meðal annars verið myrtir. Þá hefur forsetinn beitt sér gegn réttindum hinsegin fólks. Þegar hann tilkynnti um gildistöku stjórnarskrárbreytinganna í dag skaut hann á bandaríska sendiráðið sem flaggaði regnbogafána í tilefni af hinsegin dögum í Moskvu. „Þau hafa sýnt okkur eitthvað um þá sem vinna þarna,“ sagði forsetinn sem lét lögleiða bann við „samkynhneigðum áróðri“ árið 2013.
Rússland Tengdar fréttir Yfirgnæfandi meirihluti samþykkti stjórnarskrárbreytingar Pútíns Yfirgæfandi meirihluti þeirra sem kusu í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar í Rússlandi samþykktu breytingarnar. 1. júlí 2020 23:30 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Sjá meira
Yfirgnæfandi meirihluti samþykkti stjórnarskrárbreytingar Pútíns Yfirgæfandi meirihluti þeirra sem kusu í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar í Rússlandi samþykktu breytingarnar. 1. júlí 2020 23:30