„Endalaus stórskotahríð haturs“ í „vinalegasta heimabæ Flórída“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. júlí 2020 11:05 Stuðningsmenn Donald Trump í The Villages sjást á þessari mynd. AP/Mike Schneider Ímynd The Villages, samfélagi eldri borgara norðvestur af Flórída í Bandaríkjunum, sem „vinalegasti heimabær Flórída“ er brátt að hverfa eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, endurtísti tísti þar sem sjá mátti eldri stuðningsmann hans kalla fullum hálsi „hvít vald“ (e. White Power) við heimili eldri borgara í The Villages. Íbúi þar segir ástandið eldfimt í samfélaginu, mikið sé deilt um Donald Trump og stefnu hans í aðdraganda forsetakosninganna. Það vakti mikla athygli þegar Trump endurtísti umræddu myndbandi þar sem stuðningsmenn forsetans og andstæðingar kalla óorðum hvern á annan. Í myndbandinu sem fylgdi tístinu, sem síðar var eytt, sést stuðningsmaður Trumps keyra um á golfbíl og skekja krepptum hnefa á meðan hann kallar „White Power.“ Maðurinn virðist hafa verið að svara mótmælendum sem kölluðu hann rasista og höfðu kallað öðrum óorðum að honum. Aðrir mótmælendur kölluðu að honum og öðrum gestum fjöldafundarins „nasisti!“ Forsetinn eyddi tístinu að lokum.Skjáskot/Twitter Blaðamaður The Guardian heimsótti The Villages, sem gefur sig út fyrir að vera vinalegasti heimabær Flórída þar sem eldri borgarar geti slakað á, notið lífsins, spilað golf og haft gaman. Trump naut töluverðs stuðnings á meðal eldri borgara í kosningunum 2016 en Chris Stanley, íbúi í The Villages, segir að honum virðist sem að sá stuðningur sé að fjara undan Trump. „Hann er klárlega að gera suma kjósendur hér í The Villeges afhuga sér,“ segir Chris Stanley í samtali við Guardian. Hann hefur búið í The Villages í sex ár en þar búa um 125 þúsund eldri borgarar. Hann segir þá hafa áhyggjur af áætlunum hans varðandi heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna, auk þess sem að þeim líki ekki við hegðun hans. Það virðist vera kominn hiti í hið pólitíska líf eldri borgaranna ef marka má frétt Guardian. Þar segir að golfbílar með merki til stuðnings Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrata, hafi verið skemmdar auk þess sem að þeir sem styðji demókrata hafi fengið ýmsar hótanir, meðal annars um að nöglum yrði komið fyrir á akbraut þar sem gjarnan er keppt í golfbílarallý og ætlunin var að halda eitt slíkt til stuðnings Demókrötum. „Þetta er mjög fjandsamlegt,“ segir Stanley um ástandið og það nær einnig yfir á Facebook að sögn Stanley. „Þetta er endalaus stórskotahríð haturs.“ Undir þetta tekur Dee Melvin, sem flutti í The Villages árið 2014. „Pólitískt séð þá er þetta ekki lengur vinalegasti heimabær Flórída. Þetta verður erfiðara með hverjum deginum sem líður.“ Bandaríkin Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Sjá meira
Ímynd The Villages, samfélagi eldri borgara norðvestur af Flórída í Bandaríkjunum, sem „vinalegasti heimabær Flórída“ er brátt að hverfa eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, endurtísti tísti þar sem sjá mátti eldri stuðningsmann hans kalla fullum hálsi „hvít vald“ (e. White Power) við heimili eldri borgara í The Villages. Íbúi þar segir ástandið eldfimt í samfélaginu, mikið sé deilt um Donald Trump og stefnu hans í aðdraganda forsetakosninganna. Það vakti mikla athygli þegar Trump endurtísti umræddu myndbandi þar sem stuðningsmenn forsetans og andstæðingar kalla óorðum hvern á annan. Í myndbandinu sem fylgdi tístinu, sem síðar var eytt, sést stuðningsmaður Trumps keyra um á golfbíl og skekja krepptum hnefa á meðan hann kallar „White Power.“ Maðurinn virðist hafa verið að svara mótmælendum sem kölluðu hann rasista og höfðu kallað öðrum óorðum að honum. Aðrir mótmælendur kölluðu að honum og öðrum gestum fjöldafundarins „nasisti!“ Forsetinn eyddi tístinu að lokum.Skjáskot/Twitter Blaðamaður The Guardian heimsótti The Villages, sem gefur sig út fyrir að vera vinalegasti heimabær Flórída þar sem eldri borgarar geti slakað á, notið lífsins, spilað golf og haft gaman. Trump naut töluverðs stuðnings á meðal eldri borgara í kosningunum 2016 en Chris Stanley, íbúi í The Villages, segir að honum virðist sem að sá stuðningur sé að fjara undan Trump. „Hann er klárlega að gera suma kjósendur hér í The Villeges afhuga sér,“ segir Chris Stanley í samtali við Guardian. Hann hefur búið í The Villages í sex ár en þar búa um 125 þúsund eldri borgarar. Hann segir þá hafa áhyggjur af áætlunum hans varðandi heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna, auk þess sem að þeim líki ekki við hegðun hans. Það virðist vera kominn hiti í hið pólitíska líf eldri borgaranna ef marka má frétt Guardian. Þar segir að golfbílar með merki til stuðnings Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrata, hafi verið skemmdar auk þess sem að þeir sem styðji demókrata hafi fengið ýmsar hótanir, meðal annars um að nöglum yrði komið fyrir á akbraut þar sem gjarnan er keppt í golfbílarallý og ætlunin var að halda eitt slíkt til stuðnings Demókrötum. „Þetta er mjög fjandsamlegt,“ segir Stanley um ástandið og það nær einnig yfir á Facebook að sögn Stanley. „Þetta er endalaus stórskotahríð haturs.“ Undir þetta tekur Dee Melvin, sem flutti í The Villages árið 2014. „Pólitískt séð þá er þetta ekki lengur vinalegasti heimabær Flórída. Þetta verður erfiðara með hverjum deginum sem líður.“
Bandaríkin Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Sjá meira