„Maður hefur aldrei séð það síðasta af Kára Stefánssyni“ Atli Ísleifsson skrifar 7. júlí 2020 10:14 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það hafa verið Íslendingum gríðarlega mikilvægt að eiga Íslenska erfðagreiningu að í allri þessari baráttu. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun funda með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni í dag þar sem rætt verður um framhald skimunar í landinu í kjölfar þess að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskri erfðagreiningu, tilkynnti að fyrirtækið hugðist hætta skimunum. Katrín ræddi við þá Heimi Karlsson og Gulla Helga í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún sagði að farið yrði yfir málin í dag og hvernig framhaldið verði. „Ég held að það sem við Kári séum sammála um er að það er mikilvægt að byggja upp okkar viðnámsþrótt gagnvart faröldrum. Það snýst bæði um að geta tekist á við þessi verkefni á neyðartímum eins og við höfum verið að ganga í gegnum en líka að efla rannsóknir og þekkingu á þessu sviði.“ Þannig að þið ætlið ekki að ganga á eftir Kára meira? „Ja, skilurðu, maður hefur aldrei séð það síðasta af Kára Stefánssyni myndi ég nú segja. Eigum við ekki bara að sjá hvernig þetta gengur hjá okkur öllum. Er þetta ekki bara sameiginlegt verkefni okkar allra að tryggja heill samfélagsins? Stóra verkefnið er að passa upp heilbrigði þjóðarinnar og samfélagsins alls,“ sagði Katrín. Mikilvægt að eiga fyrirtækið að Katrín segir að sóttvarnalæknir og hans lið hafi verið á kafi síðan í gær þar sem það hafi verið væntingar um að hægt yrði að leita til Íslenskrar erfðagreiningar hvað varðar tæki og húsnæði út júli. Sömuleiðis að leita í þeirra reynslu og þekkingarbrunn eins og hafi komið fram í máli hennar í gær. „Það hefur verið okkur gríðarlega mikilvægt að eiga þetta fyrirtæki að í allri þessari baráttu. Ég vonast að sjálfsögðu til þess að við getum áfram leitað til þeirra og þeirra þekkingu. Nú er bara að halda áfram og það liggur alveg fyrir að við þurfum að vinna þetta hraðar en menn höfðu áður séð fyrir.“ En 15. september? Af hverju allan þennan tíma þegar Kári bendir á að það hafi einungis tekið fimm daga að koma upp rannsóknarstofu? „Við erum kannski að tala um svolítið ólíka hluti. Eitt er það að taka við skimuninni, það er sjálfstætt verkefni. En þegar við erum að tala um fullburða stofnun faraldsfræða, eins og rætt var um í þessu bréfi, þá er það eitthvað sem ég held að menn átti sig á að taki lengri tíma en fimm daga. Þannig að mér finnst þetta eiginlega vera tvennt. Annars vegar að hafa yfirumsjón með þessari skimun og sinna þeim rannsóknarhluta sem því tengist, en síðan ef við erum að tala, eins og ég hef nú skilið þetta, til lengri tíma, með fullburða stofnun á sviði faraldsfræða sem getur í raun annars vegar annast rannsóknir, alltaf, og síðan tekist á við svona verkefni þegar þörf er á að halda.“ Hlusta má á viðtalið við Katrínu í heild sinni í spilaranum að neðan. Íslensk erfðagreining Bítið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun funda með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni í dag þar sem rætt verður um framhald skimunar í landinu í kjölfar þess að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskri erfðagreiningu, tilkynnti að fyrirtækið hugðist hætta skimunum. Katrín ræddi við þá Heimi Karlsson og Gulla Helga í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún sagði að farið yrði yfir málin í dag og hvernig framhaldið verði. „Ég held að það sem við Kári séum sammála um er að það er mikilvægt að byggja upp okkar viðnámsþrótt gagnvart faröldrum. Það snýst bæði um að geta tekist á við þessi verkefni á neyðartímum eins og við höfum verið að ganga í gegnum en líka að efla rannsóknir og þekkingu á þessu sviði.“ Þannig að þið ætlið ekki að ganga á eftir Kára meira? „Ja, skilurðu, maður hefur aldrei séð það síðasta af Kára Stefánssyni myndi ég nú segja. Eigum við ekki bara að sjá hvernig þetta gengur hjá okkur öllum. Er þetta ekki bara sameiginlegt verkefni okkar allra að tryggja heill samfélagsins? Stóra verkefnið er að passa upp heilbrigði þjóðarinnar og samfélagsins alls,“ sagði Katrín. Mikilvægt að eiga fyrirtækið að Katrín segir að sóttvarnalæknir og hans lið hafi verið á kafi síðan í gær þar sem það hafi verið væntingar um að hægt yrði að leita til Íslenskrar erfðagreiningar hvað varðar tæki og húsnæði út júli. Sömuleiðis að leita í þeirra reynslu og þekkingarbrunn eins og hafi komið fram í máli hennar í gær. „Það hefur verið okkur gríðarlega mikilvægt að eiga þetta fyrirtæki að í allri þessari baráttu. Ég vonast að sjálfsögðu til þess að við getum áfram leitað til þeirra og þeirra þekkingu. Nú er bara að halda áfram og það liggur alveg fyrir að við þurfum að vinna þetta hraðar en menn höfðu áður séð fyrir.“ En 15. september? Af hverju allan þennan tíma þegar Kári bendir á að það hafi einungis tekið fimm daga að koma upp rannsóknarstofu? „Við erum kannski að tala um svolítið ólíka hluti. Eitt er það að taka við skimuninni, það er sjálfstætt verkefni. En þegar við erum að tala um fullburða stofnun faraldsfræða, eins og rætt var um í þessu bréfi, þá er það eitthvað sem ég held að menn átti sig á að taki lengri tíma en fimm daga. Þannig að mér finnst þetta eiginlega vera tvennt. Annars vegar að hafa yfirumsjón með þessari skimun og sinna þeim rannsóknarhluta sem því tengist, en síðan ef við erum að tala, eins og ég hef nú skilið þetta, til lengri tíma, með fullburða stofnun á sviði faraldsfræða sem getur í raun annars vegar annast rannsóknir, alltaf, og síðan tekist á við svona verkefni þegar þörf er á að halda.“ Hlusta má á viðtalið við Katrínu í heild sinni í spilaranum að neðan.
Íslensk erfðagreining Bítið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira