Enginn niðurskurður á heimsleikunum í ár Anton Ingi Leifsson skrifar 8. júlí 2020 08:30 Dave Castro er vinsæll innan CrossFit. mynd/morningchalkup Dave Castro, framkvæmdarstjóri CrossFit, mætti á dögunum í hlaðvarpið Talking Elite Fitness þar sem hann ræddi m.a. um heimsleikana í ár sem og forkeppnina fyrir leikana sem honum finnst of flókin. Það verður mikið lagt upp úr hreinlæti á heimsleikunum í ár vegna kórónuveirufaraldursins en þeim hefur verið seinkað fram í september hið fyrsta og skorið niður í einungis 30 karla og 30 konur. Castro greindi frá því í viðtalinu að keppendum yrði ferjað frá hótelinu á keppnisstað með öllum helstu tilmælum frá sóttvarnaryfirvöldum, með fjarlægð á milli allra og fleira í þeim dúr. Hann segir einnig að hann vilji að keppendurnir á leikunum finni fyrir því hversu erfitt sé að keppa á leikunum og að það verði enginn niðurskurður eins og er venjulega eftir fyrstu dagana. „Í símtali með keppendunum sagði ég þeim að það yrði ekkert skorið niður, því ég vil að þau finni fyrir þessari helgi og sársaukanum,“ sagði Castro en niðurskurðurinn hefur verið umdeildur. Hann sagði að hann vissi ekki hvort að það yrði endanlegt að það yrði enginn niðurskurður en bætti við að honum litist betur á að hafa engan niðurskurð. Einnig ræddi framkvæmdastjórinn um forkeppnina sem hann segir að sé einfaldlega of flókin. „Ég held að við þurfum að hreinsa til í þessu og gera þetta einfaldara og skiljanlegra. Hreinna fyrir áhorfendur og keppendurna sjálfa. Hversu margar leiðir geturðu farið inn á leikana? Of marga.“ „Við erum að finna hraustustu konu og karl í heimi. Það á að vera erfitt að komast hingað og þetta á að vera einstakt,“ sagði Castro. Þau Björgvin Karl Guðmundsson, Sara Sigmundsdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir áttu að keppa í ár en Katrín Tanja dró sig út vegna vandræðanna sem hafa verið innan CrossFit. Óvíst er því hvort hún taki þátt í ár. CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Sjá meira
Dave Castro, framkvæmdarstjóri CrossFit, mætti á dögunum í hlaðvarpið Talking Elite Fitness þar sem hann ræddi m.a. um heimsleikana í ár sem og forkeppnina fyrir leikana sem honum finnst of flókin. Það verður mikið lagt upp úr hreinlæti á heimsleikunum í ár vegna kórónuveirufaraldursins en þeim hefur verið seinkað fram í september hið fyrsta og skorið niður í einungis 30 karla og 30 konur. Castro greindi frá því í viðtalinu að keppendum yrði ferjað frá hótelinu á keppnisstað með öllum helstu tilmælum frá sóttvarnaryfirvöldum, með fjarlægð á milli allra og fleira í þeim dúr. Hann segir einnig að hann vilji að keppendurnir á leikunum finni fyrir því hversu erfitt sé að keppa á leikunum og að það verði enginn niðurskurður eins og er venjulega eftir fyrstu dagana. „Í símtali með keppendunum sagði ég þeim að það yrði ekkert skorið niður, því ég vil að þau finni fyrir þessari helgi og sársaukanum,“ sagði Castro en niðurskurðurinn hefur verið umdeildur. Hann sagði að hann vissi ekki hvort að það yrði endanlegt að það yrði enginn niðurskurður en bætti við að honum litist betur á að hafa engan niðurskurð. Einnig ræddi framkvæmdastjórinn um forkeppnina sem hann segir að sé einfaldlega of flókin. „Ég held að við þurfum að hreinsa til í þessu og gera þetta einfaldara og skiljanlegra. Hreinna fyrir áhorfendur og keppendurna sjálfa. Hversu margar leiðir geturðu farið inn á leikana? Of marga.“ „Við erum að finna hraustustu konu og karl í heimi. Það á að vera erfitt að komast hingað og þetta á að vera einstakt,“ sagði Castro. Þau Björgvin Karl Guðmundsson, Sara Sigmundsdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir áttu að keppa í ár en Katrín Tanja dró sig út vegna vandræðanna sem hafa verið innan CrossFit. Óvíst er því hvort hún taki þátt í ár.
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Sjá meira