Of langt gengið í hagræðingarkröfum Icelandair að mati félagsmanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júlí 2020 13:36 Upplýsingafundur FFÍ vegna kjaradeilna við Icelandair Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, sitjandi formaður Flugfreyjufélags Íslands. „Það er nokkuð ljóst að félagsmenn hafa með þessu sýnt að það er kannski heldur of langt gengið í þessum hagræðingarkröfum sem að var verið að reyna að ná fram í þessum nýja samningi.“ Þetta segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, sitjandi formaður Flugfreyjufélags Íslands, í samtali við Vísi eftir að félagsmenn félagsins kolfelldu nýjan kjarasamning við Icelandair. Ríkissáttasemjari hefur boðað fulltrúa flugfélagsins og Flugfreyjufélagsins til fundar á föstudaginn. 921 var á kjörskrá FFÍ og greiddu 786 atkvæði um nýjan kjarasamning, eða 85,3 prósent. 208 greiddu atkvæði með samningnum, eða 26,46 prósent, en mikill meirihluti, 72,65 prósent, greiddi atkvæði gegn honum. Auðir seðlar voru sjö, eða 0,89 prósent. Skrifað var undir kjarasamninginn undir lok síðasta mánaðar eftir maraþonviðræður. Icelandair hefur gefið það út að eitt af lykilverkefnunum í endurskipulagningu félagsins vegna erfiðleika í rekstri þess vegna kórónuveirufaraldursins sé að semja við flugstéttir félagsins. Félagið vildi ná fram ákveðnum hagræðingarmarkmiðum í viðræðunum við Flugfreyjufélagið og taldi það sig hafa náð því markmiði með samningnum, sem nú hefur verið felldur. Aðspurð um hvaða atriði félagsmenn hafi verið ósáttir við vildi Guðlaug ekki fara út í smáatriði samningsins en sagði ljóst að meirihluti félagsmanna væri ekki tilbúinn til þess að samþykkja þær breytingar sem nýji samningurinn hefði falið í sér. „Nei, þetta eru mjög miklar breytingar sem lagt var upp með. Ég held að það sé langbest að túlka þetta þannig að fólki hafi fundist of langt gengið,“ segir Guðlaug. „Það var aðallega verið að reyna að ná fram hagræðingu. Það er ljóst að félagsmenn eru ekki til í það.“ Sem fyrr segir er búið að til funda deiluaðila á föstudaginn hjá Ríkissáttasemjara. Í tilkynningu frá Icelandair vegna niðurstöðu atkvæðagreiðslu félagsmanna Flugfreyjufélagsins sagðist flugfélagið hafa gengið „eins langt og mögulegt var til að koma til móts við samninganefnd FFÍ“. Þrátt fyrir þessi orð frá forstjóra Icelandair er Guðlaug vongóð að viðræðurnar sem framundan eru gangi vel. „Þetta gefur okkur bara ný leiðarljós í það hversu langt við getum gengið og við munum bara mæta með fullan vilja og hvergi af baki dottin með það að ná nýjum samningi.“ Kjaramál Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Flugfreyjur kolfelldu kjarasamning við Icelandair Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning sem skrifað var undir hjá Ríkissáttasemjara þann 25. júní síðastliðinn í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. 8. júlí 2020 12:52 Á von á því að samningurinn verði samþykktur Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands fór fram í morgun þar sem nýr kjarasamningur félagsins og Icelandair var kynntur félagsmönnum. Greidd verða atkvæði um samninginn í næstu viku og á Formaður Flugfreyjufélagsins von á því að samningurinn verði samþykktur. 26. júní 2020 21:18 „Risastórt fyrir stéttina“ Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) vann varnarsigur með kjarasamningnum sem undirritaður var við Icelandair í nótt. 25. júní 2020 12:15 Flugfreyjur og Icelandair undirrita kjarasamning Flugfreyjufélag Íslands undirritaði kjarasamning við Icelandair á fjórða tímanum í nótt eftir sextán klukkustunda langan fund sem hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan tólf í hádeginu í gær. 25. júní 2020 04:32 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira
„Það er nokkuð ljóst að félagsmenn hafa með þessu sýnt að það er kannski heldur of langt gengið í þessum hagræðingarkröfum sem að var verið að reyna að ná fram í þessum nýja samningi.“ Þetta segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, sitjandi formaður Flugfreyjufélags Íslands, í samtali við Vísi eftir að félagsmenn félagsins kolfelldu nýjan kjarasamning við Icelandair. Ríkissáttasemjari hefur boðað fulltrúa flugfélagsins og Flugfreyjufélagsins til fundar á föstudaginn. 921 var á kjörskrá FFÍ og greiddu 786 atkvæði um nýjan kjarasamning, eða 85,3 prósent. 208 greiddu atkvæði með samningnum, eða 26,46 prósent, en mikill meirihluti, 72,65 prósent, greiddi atkvæði gegn honum. Auðir seðlar voru sjö, eða 0,89 prósent. Skrifað var undir kjarasamninginn undir lok síðasta mánaðar eftir maraþonviðræður. Icelandair hefur gefið það út að eitt af lykilverkefnunum í endurskipulagningu félagsins vegna erfiðleika í rekstri þess vegna kórónuveirufaraldursins sé að semja við flugstéttir félagsins. Félagið vildi ná fram ákveðnum hagræðingarmarkmiðum í viðræðunum við Flugfreyjufélagið og taldi það sig hafa náð því markmiði með samningnum, sem nú hefur verið felldur. Aðspurð um hvaða atriði félagsmenn hafi verið ósáttir við vildi Guðlaug ekki fara út í smáatriði samningsins en sagði ljóst að meirihluti félagsmanna væri ekki tilbúinn til þess að samþykkja þær breytingar sem nýji samningurinn hefði falið í sér. „Nei, þetta eru mjög miklar breytingar sem lagt var upp með. Ég held að það sé langbest að túlka þetta þannig að fólki hafi fundist of langt gengið,“ segir Guðlaug. „Það var aðallega verið að reyna að ná fram hagræðingu. Það er ljóst að félagsmenn eru ekki til í það.“ Sem fyrr segir er búið að til funda deiluaðila á föstudaginn hjá Ríkissáttasemjara. Í tilkynningu frá Icelandair vegna niðurstöðu atkvæðagreiðslu félagsmanna Flugfreyjufélagsins sagðist flugfélagið hafa gengið „eins langt og mögulegt var til að koma til móts við samninganefnd FFÍ“. Þrátt fyrir þessi orð frá forstjóra Icelandair er Guðlaug vongóð að viðræðurnar sem framundan eru gangi vel. „Þetta gefur okkur bara ný leiðarljós í það hversu langt við getum gengið og við munum bara mæta með fullan vilja og hvergi af baki dottin með það að ná nýjum samningi.“
Kjaramál Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Flugfreyjur kolfelldu kjarasamning við Icelandair Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning sem skrifað var undir hjá Ríkissáttasemjara þann 25. júní síðastliðinn í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. 8. júlí 2020 12:52 Á von á því að samningurinn verði samþykktur Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands fór fram í morgun þar sem nýr kjarasamningur félagsins og Icelandair var kynntur félagsmönnum. Greidd verða atkvæði um samninginn í næstu viku og á Formaður Flugfreyjufélagsins von á því að samningurinn verði samþykktur. 26. júní 2020 21:18 „Risastórt fyrir stéttina“ Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) vann varnarsigur með kjarasamningnum sem undirritaður var við Icelandair í nótt. 25. júní 2020 12:15 Flugfreyjur og Icelandair undirrita kjarasamning Flugfreyjufélag Íslands undirritaði kjarasamning við Icelandair á fjórða tímanum í nótt eftir sextán klukkustunda langan fund sem hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan tólf í hádeginu í gær. 25. júní 2020 04:32 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira
Flugfreyjur kolfelldu kjarasamning við Icelandair Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning sem skrifað var undir hjá Ríkissáttasemjara þann 25. júní síðastliðinn í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. 8. júlí 2020 12:52
Á von á því að samningurinn verði samþykktur Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands fór fram í morgun þar sem nýr kjarasamningur félagsins og Icelandair var kynntur félagsmönnum. Greidd verða atkvæði um samninginn í næstu viku og á Formaður Flugfreyjufélagsins von á því að samningurinn verði samþykktur. 26. júní 2020 21:18
„Risastórt fyrir stéttina“ Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) vann varnarsigur með kjarasamningnum sem undirritaður var við Icelandair í nótt. 25. júní 2020 12:15
Flugfreyjur og Icelandair undirrita kjarasamning Flugfreyjufélag Íslands undirritaði kjarasamning við Icelandair á fjórða tímanum í nótt eftir sextán klukkustunda langan fund sem hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan tólf í hádeginu í gær. 25. júní 2020 04:32