Ráðherrar ekki lengur smákonungar með stjórnarskrárbreytingum Vésteinn Örn Pétursson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 12. júlí 2020 13:31 Skúli Magnússon héraðsdómari vann að gerð frumvarpsins. Vísir/Þorbjörn Frumvarpi um stjórnarskrárbreytingar er meðal annars ætlað að sporna gegn því að ráðherrar upplifi sig sem smákonunga að sögn héraðsdómara sem vann frumvarpið. Breytingar á forsetakafla stjórnarskrárinnar myndu ekki hagga við grunnhlutverki forsetans að hans mati. Formenn þeirra flokka sem nú sitja á Alþingi hafa átt fundi frá upphafi árs 2018 um breytingar á stjórnarskrá og birti forsætisáðuneytið frumvarpsdrög þess efnis í lok síðasta mánaðar. Skúli Magnússon héraðsdómari vann frumvarpið fyrir flokksformennina og segir að tillögurnar sem þar birtast séu ekki óskalisti eins eða neins. „Það er verið að reyna að setja fram hófstilltar tillögur sem hvað flestir geta sætt sig við, þá með þann bakgrunn að leiðarljósi að stjórnarskráin er bæði grundvöllur og umgjörð stjórnmálanna og það er mjög óheppilegt ef hún verður að andlagi stjórnmálanna frekar en að ramma þau inn og fela í sér þær leikreglur sem stjórnmálin verða að lúta á hverjum degi,“ segir Skúli. Ráðherrar verði ekki smákonungar einstakra málaflokka Breytingunum er til að mynda ætlað að festa þingræðisregluna í sessi og tryggja að ríkisstjórn vinni meira sem ein held. „Það er verið að vinna út frá því vandamáli að stundum kemur ríkisstjórnin ekki fram sem ein heild og ráðherrarnir virðast vera að vinna jafnvel á móti hver öðrum frekar en með hver öðrum og þarna er ekki verið að gera neinar grundvallarbreytingar, en það er verið að styrkja umsjónar- og samræmingarhlutverk forsætisráðherra. Þannig að í þessu felst hvatning og ráðagerð til þess að það séu þá hugsanlega settar ítarlegri reglur, og menn upplifi sig frekar sem ráðherrar að þeir séu hluti af ríkisstjórn en ekki svona eins konar smákonungar yfir einhverjum tilteknum málefnasviðum,“ segir Skúli. Nokkrar breytingar eru gerðar á forsetakafla stjórnarskrárinnar, en Skúli segir að þeim sé ekki ætlað að hrófla við stöðu forseta í stjórnsýslunni. „Markmið frumvarpsins hvað varðar stöðu og hlutverk forsetans er alveg skýrt. Það á ekki að breytast. Ástæðan fyrir því er sú að við verðum, held ég, að horfast í augu við það sem þjóð að hér hafa verið uppi, um áratugaskeið, deilur um stöðu og stjórnskipulegt hlutverk forseta Íslands. Við höfum ekki enn þá komist að niðurstöðu um hvert þetta hlutverk á að vera nákvæmlega,“ segir Skúli. Hann segir að í raun kjósi þjóðin um hlutverk forsetans í hverjum forsetakosningum. „Þá er auðvitað gaman að horfa á það bæði hvernig forsetaframbjóðendur tala og líka hvaða hugmyndir fólkið í landinu hefur um forsetann þegar það kýs.“ Frumvarpsdrög um stjórnarskrárbreytingar má nú nálgast í samráðsgátt stjórnvalda, þar sem almenningur getur viðrað skoðun sín á hugmyndirnar til tuttugasta og annars þessa mánaðar. Stjórnarskrá Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Frumvarpi um stjórnarskrárbreytingar er meðal annars ætlað að sporna gegn því að ráðherrar upplifi sig sem smákonunga að sögn héraðsdómara sem vann frumvarpið. Breytingar á forsetakafla stjórnarskrárinnar myndu ekki hagga við grunnhlutverki forsetans að hans mati. Formenn þeirra flokka sem nú sitja á Alþingi hafa átt fundi frá upphafi árs 2018 um breytingar á stjórnarskrá og birti forsætisáðuneytið frumvarpsdrög þess efnis í lok síðasta mánaðar. Skúli Magnússon héraðsdómari vann frumvarpið fyrir flokksformennina og segir að tillögurnar sem þar birtast séu ekki óskalisti eins eða neins. „Það er verið að reyna að setja fram hófstilltar tillögur sem hvað flestir geta sætt sig við, þá með þann bakgrunn að leiðarljósi að stjórnarskráin er bæði grundvöllur og umgjörð stjórnmálanna og það er mjög óheppilegt ef hún verður að andlagi stjórnmálanna frekar en að ramma þau inn og fela í sér þær leikreglur sem stjórnmálin verða að lúta á hverjum degi,“ segir Skúli. Ráðherrar verði ekki smákonungar einstakra málaflokka Breytingunum er til að mynda ætlað að festa þingræðisregluna í sessi og tryggja að ríkisstjórn vinni meira sem ein held. „Það er verið að vinna út frá því vandamáli að stundum kemur ríkisstjórnin ekki fram sem ein heild og ráðherrarnir virðast vera að vinna jafnvel á móti hver öðrum frekar en með hver öðrum og þarna er ekki verið að gera neinar grundvallarbreytingar, en það er verið að styrkja umsjónar- og samræmingarhlutverk forsætisráðherra. Þannig að í þessu felst hvatning og ráðagerð til þess að það séu þá hugsanlega settar ítarlegri reglur, og menn upplifi sig frekar sem ráðherrar að þeir séu hluti af ríkisstjórn en ekki svona eins konar smákonungar yfir einhverjum tilteknum málefnasviðum,“ segir Skúli. Nokkrar breytingar eru gerðar á forsetakafla stjórnarskrárinnar, en Skúli segir að þeim sé ekki ætlað að hrófla við stöðu forseta í stjórnsýslunni. „Markmið frumvarpsins hvað varðar stöðu og hlutverk forsetans er alveg skýrt. Það á ekki að breytast. Ástæðan fyrir því er sú að við verðum, held ég, að horfast í augu við það sem þjóð að hér hafa verið uppi, um áratugaskeið, deilur um stöðu og stjórnskipulegt hlutverk forseta Íslands. Við höfum ekki enn þá komist að niðurstöðu um hvert þetta hlutverk á að vera nákvæmlega,“ segir Skúli. Hann segir að í raun kjósi þjóðin um hlutverk forsetans í hverjum forsetakosningum. „Þá er auðvitað gaman að horfa á það bæði hvernig forsetaframbjóðendur tala og líka hvaða hugmyndir fólkið í landinu hefur um forsetann þegar það kýs.“ Frumvarpsdrög um stjórnarskrárbreytingar má nú nálgast í samráðsgátt stjórnvalda, þar sem almenningur getur viðrað skoðun sín á hugmyndirnar til tuttugasta og annars þessa mánaðar.
Stjórnarskrá Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira