Engin miskunn hjá NBA: Mátti ekki ná sér í mat og er kominn í sóttkví Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2020 09:00 Richaun Holmes er leikmaður Sacramento Kings en hann er með 12,8 stig og 8,3 fráköst að meðaltali til þessa á tímabilinu. Hann er 208 sentímetra og 108 kílóa kraftframherji. Getty/Lachlan Cunningham Richaun Holmes hjá Sacramento Kings má ekki umgangast liðsfélaga sína á næstunni því hann er kominn í sóttkví. Ástæðan er að hann gerðist sekur um að yfirgefa NBA-svæðið í Disney World í Orlando. NBA-deildin er með mjög harðar sóttvarnarreglur í NBA-kúlunni í Orlando og þær mega leikmenn alls ekki brjóta. „Ég er í sóttkví og á átta daga eftir af henni. Ég bið alla afsökunar á hegðun minni og hlakka til að komast aftur til liðsfélaga minna þar sem við ætlum að berjast fyrir sæti í úrslitakeppninni,“ skrifaði Richaun Holmes á Twitter. Mamma hans lét hann líka heyra það á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan. Kings' Richaun Holmes crossed the Disney campus line to pick up delivery and now has to quarantine for 8 more daysHis mom had something to say about it pic.twitter.com/yl2Ua1HAKP— Bleacher Report (@BleacherReport) July 13, 2020 Richaun Holmes pantaði sér mat utan NBA-kúlunnar og fór síðan að ná í hana. Leikmenn hafa margir kvartað yfir matnum sem er boðið upp á þarna og Holmes ætlaði að fara sína eigin leiðir í kvöldmatnum sem hann mátti alls ekki. NBA hefur safnað öllum liðum, leikmönnum og starfsmönnum saman í Disney World í Orlando og þar verða allir að halda sig þar til að NBA-tímabilið klárast. Það er mikið um smit í Flórída sem og flestum öðrum fylkjum Bandaríkjanna og því er hættan mikil fari leikmenn út fyrir NBA-kúluna. Richaun Holmes of the Sacramento KINGS reveals that he is back in quarantine for eight more days and apologizes here after accidentally crossing the NBA campus line to pick up a food delivery ... https://t.co/BOGp9wI6dr— Marc Stein (@TheSteinLine) July 13, 2020 Fyrsti NBA-leikurinn síðan í mars fer fram 30. júlí næstkomandi en úrslitakeppninni lýkur ekki fyrr en í október. Annar leikmaður sem þarf að vera í sóttkví í herberginu sínu er Bruno Caboclo hjá Houston Rockets. NBA gaf það út í gær að 2 leikmenn af þeim 322 sem hafa verið prófaðir við komuna til Orlando hafa fengið jákvæða útkomu út úr kórónuveiruprófinu. Báðir þeir leikmenn yfirgáfu NBA-kúluna í Orlando til að ná sér í einangrum annað hvort heima hjá sér eða á öðrum góðum stað. Russell Westbrook tilkynnti í gær að hann væri með Covid-19 sjúkdóminn en að hann hefði greinst áður en hann fór til Orlando. Westbrook ætlar að mæta á svæðið þegar hann fær leyfi til þess. Richaun Holmes leaving the bubble to get some food pic.twitter.com/AY5puM1HFA— Josiah Johnson (@KingJosiah54) July 13, 2020 NBA Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Richaun Holmes hjá Sacramento Kings má ekki umgangast liðsfélaga sína á næstunni því hann er kominn í sóttkví. Ástæðan er að hann gerðist sekur um að yfirgefa NBA-svæðið í Disney World í Orlando. NBA-deildin er með mjög harðar sóttvarnarreglur í NBA-kúlunni í Orlando og þær mega leikmenn alls ekki brjóta. „Ég er í sóttkví og á átta daga eftir af henni. Ég bið alla afsökunar á hegðun minni og hlakka til að komast aftur til liðsfélaga minna þar sem við ætlum að berjast fyrir sæti í úrslitakeppninni,“ skrifaði Richaun Holmes á Twitter. Mamma hans lét hann líka heyra það á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan. Kings' Richaun Holmes crossed the Disney campus line to pick up delivery and now has to quarantine for 8 more daysHis mom had something to say about it pic.twitter.com/yl2Ua1HAKP— Bleacher Report (@BleacherReport) July 13, 2020 Richaun Holmes pantaði sér mat utan NBA-kúlunnar og fór síðan að ná í hana. Leikmenn hafa margir kvartað yfir matnum sem er boðið upp á þarna og Holmes ætlaði að fara sína eigin leiðir í kvöldmatnum sem hann mátti alls ekki. NBA hefur safnað öllum liðum, leikmönnum og starfsmönnum saman í Disney World í Orlando og þar verða allir að halda sig þar til að NBA-tímabilið klárast. Það er mikið um smit í Flórída sem og flestum öðrum fylkjum Bandaríkjanna og því er hættan mikil fari leikmenn út fyrir NBA-kúluna. Richaun Holmes of the Sacramento KINGS reveals that he is back in quarantine for eight more days and apologizes here after accidentally crossing the NBA campus line to pick up a food delivery ... https://t.co/BOGp9wI6dr— Marc Stein (@TheSteinLine) July 13, 2020 Fyrsti NBA-leikurinn síðan í mars fer fram 30. júlí næstkomandi en úrslitakeppninni lýkur ekki fyrr en í október. Annar leikmaður sem þarf að vera í sóttkví í herberginu sínu er Bruno Caboclo hjá Houston Rockets. NBA gaf það út í gær að 2 leikmenn af þeim 322 sem hafa verið prófaðir við komuna til Orlando hafa fengið jákvæða útkomu út úr kórónuveiruprófinu. Báðir þeir leikmenn yfirgáfu NBA-kúluna í Orlando til að ná sér í einangrum annað hvort heima hjá sér eða á öðrum góðum stað. Russell Westbrook tilkynnti í gær að hann væri með Covid-19 sjúkdóminn en að hann hefði greinst áður en hann fór til Orlando. Westbrook ætlar að mæta á svæðið þegar hann fær leyfi til þess. Richaun Holmes leaving the bubble to get some food pic.twitter.com/AY5puM1HFA— Josiah Johnson (@KingJosiah54) July 13, 2020
NBA Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira